Biðjast afsökunar á að hafa beðið starfsfólk um að senda inn myndir af sér fáklæddu Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2019 18:49 Mæla átti fatastærðir útfrá myndunum. Getty/Ullstein Bild Hollenska verslanakeðjan Albert Heijn hefur hætt við tilraunaverkefni sitt í borginni Nijmegen eftir harða gagnrýni Persónuyfirvalda og á samfélagsmiðlum. Fyrirhugað var að skaffa starfsmönnum nýja einkennisbúninga en óskað hafði verið eftir því að starfsfólk sendi inn myndir af sér fáklæddu til þess að unnt yrði að ákvarða stærðir. BBC greinir frá. Yfir 100.000 manns starfa hjá verslunarkeðjunni en prófa átti verkefnið í Nijmegen þar sem 400 starfa. Talsmaður fyrirtækisins segir að starfsfólk hafi ekki verið skylt að hlaða upp myndum og liggur ekki ljóst fyrir hve margir það gerðu. Tilraunin átti að standa í tvær vikur en hefur hún nú verið stöðvuð. „Verið klædd í nærföt eða þröng íþróttaföt svo hægt sé að mæla líkama ykkar nákvæmlega. Fáið einhvern nákominn til þess að taka myndirnar,“ stóð á kynningarspjaldi verkefnisins. Aðferðir Albert Heijn komust í hollenska fjölmiðla og voru þær harðlega gagnrýndar á samfélagsmiðlum, Persónuvernd Hollands fékk einnig veður af málinu og gagnrýndi fyrirtækið einnig harðlega. Í fréttum hollenska miðilsins NRC segir að starfsfólki hafi verið tjáð að starfsfólki væri skylt að taka þátt í verkefninu. Talsmaður fyrirtækisins segir að myndirnar hafi ekki verið aðgengilegar yfirmönnum í fyrirtækinu, myndirnar væru eingöngu greindar af forritinu. Bað talsmaðurinn starfsfólk verslunarinnar innilega afsökunar á málinu. Holland Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Hollenska verslanakeðjan Albert Heijn hefur hætt við tilraunaverkefni sitt í borginni Nijmegen eftir harða gagnrýni Persónuyfirvalda og á samfélagsmiðlum. Fyrirhugað var að skaffa starfsmönnum nýja einkennisbúninga en óskað hafði verið eftir því að starfsfólk sendi inn myndir af sér fáklæddu til þess að unnt yrði að ákvarða stærðir. BBC greinir frá. Yfir 100.000 manns starfa hjá verslunarkeðjunni en prófa átti verkefnið í Nijmegen þar sem 400 starfa. Talsmaður fyrirtækisins segir að starfsfólk hafi ekki verið skylt að hlaða upp myndum og liggur ekki ljóst fyrir hve margir það gerðu. Tilraunin átti að standa í tvær vikur en hefur hún nú verið stöðvuð. „Verið klædd í nærföt eða þröng íþróttaföt svo hægt sé að mæla líkama ykkar nákvæmlega. Fáið einhvern nákominn til þess að taka myndirnar,“ stóð á kynningarspjaldi verkefnisins. Aðferðir Albert Heijn komust í hollenska fjölmiðla og voru þær harðlega gagnrýndar á samfélagsmiðlum, Persónuvernd Hollands fékk einnig veður af málinu og gagnrýndi fyrirtækið einnig harðlega. Í fréttum hollenska miðilsins NRC segir að starfsfólki hafi verið tjáð að starfsfólki væri skylt að taka þátt í verkefninu. Talsmaður fyrirtækisins segir að myndirnar hafi ekki verið aðgengilegar yfirmönnum í fyrirtækinu, myndirnar væru eingöngu greindar af forritinu. Bað talsmaðurinn starfsfólk verslunarinnar innilega afsökunar á málinu.
Holland Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira