Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2019 21:30 Stuðningsmenn forsætisráðherrans með skilti sem á stendur: "Þú munt aldrei ganga einn.“ Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. Í síðustu viku greindi ríkissaksóknari Ísrael að Netanjahú yrði ákærður fyrir spillingu en forsætisráðherrann er til dæmis sakaður um mútur, mútuþægni og svik en um þrjú mismunandi málaferli er að ræða. Í kjölfar tilkynningarinnar samþykkti Netanjahú áskorun andstæðinga sinna innan Líkúdflokksins og boðaði til formannskosninga. Gideon Sa‘ar var þar fremstur í flokki en hann hefur lengi óskað eftir því að nýr formaður verði kjörinn innan stjórnarflokksins. Þúsundir stuðningsmanna forsætisráðherrans söfnuðust saman í borginni Tel Aviv í kvöld og lýstu yfir stuðningi sínum við Netanjahú. Ljóst er að samstöðugangan hefur engin áhrif á ákæruferlið gegn forsætisráðherranum en gæti veitt honum byr undir báða vængi í átökunum innan Líkúdflokksins. AP greinir frá. Talið er að rúmlega 5000 manns söfnuðust saman með fána og borða í hönd. Sökuðu stuðningsmenn ákæruyfirvöld um kúgun og hótanir. Athygli vakti að lítill hluti háttsettra Líkúd-manna lét sjá sig á stuðningsfundinum.Skortur á stuðningi frá æðstu Líkúd-mönnum Útlit er fyrir að Ísraelar kjósi í þingkosningum í þriðja skiptið á einu ári en hvorki Netanjahú né Benny Gantz í Hvít-bláa flokknum tókst að mynda meirihluta eftir kosningarnar í september. Í ljósi þeirrar stöðu hafði áðurnefndur Sa‘ar byrjað að kalla eftir formannskjöri. Enn sem komið er hefur enginn annar en Sa‘ar lýst vilja til að taka við af Netanjahú en stjórnmálaspekingar ytra telja sem svo að skortur á stuðningsyfirlýsingum við Netanjahú séu slæmar fréttir fyrir forsætisráðherrann. Gagnrýnendur forsætisráðherrans hafa sagt framferði hans eftir tilkynningu ríkissaksóknara vera hættulegt. Varaformaður Hvít-bláa flokksins, Yair Lapid, hefur jafnvel gengið svo langt að segja Netanjahú vera að reyna að koma af stað borgarastyrjöld. „Benjamín Netanjahú getur ekki haldið áfram stjórn sinni á landinu. Það eru ekki bara ákærurnar gegn honum, heldur árásir hans á réttarkerfið, löggæslu og tilraunir til þess að tvístra okkur. Hvetja okkur til þess að ráðast gegn bræðrum okkar og systrum,“ sagði Lapid. Ísrael Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. Í síðustu viku greindi ríkissaksóknari Ísrael að Netanjahú yrði ákærður fyrir spillingu en forsætisráðherrann er til dæmis sakaður um mútur, mútuþægni og svik en um þrjú mismunandi málaferli er að ræða. Í kjölfar tilkynningarinnar samþykkti Netanjahú áskorun andstæðinga sinna innan Líkúdflokksins og boðaði til formannskosninga. Gideon Sa‘ar var þar fremstur í flokki en hann hefur lengi óskað eftir því að nýr formaður verði kjörinn innan stjórnarflokksins. Þúsundir stuðningsmanna forsætisráðherrans söfnuðust saman í borginni Tel Aviv í kvöld og lýstu yfir stuðningi sínum við Netanjahú. Ljóst er að samstöðugangan hefur engin áhrif á ákæruferlið gegn forsætisráðherranum en gæti veitt honum byr undir báða vængi í átökunum innan Líkúdflokksins. AP greinir frá. Talið er að rúmlega 5000 manns söfnuðust saman með fána og borða í hönd. Sökuðu stuðningsmenn ákæruyfirvöld um kúgun og hótanir. Athygli vakti að lítill hluti háttsettra Líkúd-manna lét sjá sig á stuðningsfundinum.Skortur á stuðningi frá æðstu Líkúd-mönnum Útlit er fyrir að Ísraelar kjósi í þingkosningum í þriðja skiptið á einu ári en hvorki Netanjahú né Benny Gantz í Hvít-bláa flokknum tókst að mynda meirihluta eftir kosningarnar í september. Í ljósi þeirrar stöðu hafði áðurnefndur Sa‘ar byrjað að kalla eftir formannskjöri. Enn sem komið er hefur enginn annar en Sa‘ar lýst vilja til að taka við af Netanjahú en stjórnmálaspekingar ytra telja sem svo að skortur á stuðningsyfirlýsingum við Netanjahú séu slæmar fréttir fyrir forsætisráðherrann. Gagnrýnendur forsætisráðherrans hafa sagt framferði hans eftir tilkynningu ríkissaksóknara vera hættulegt. Varaformaður Hvít-bláa flokksins, Yair Lapid, hefur jafnvel gengið svo langt að segja Netanjahú vera að reyna að koma af stað borgarastyrjöld. „Benjamín Netanjahú getur ekki haldið áfram stjórn sinni á landinu. Það eru ekki bara ákærurnar gegn honum, heldur árásir hans á réttarkerfið, löggæslu og tilraunir til þess að tvístra okkur. Hvetja okkur til þess að ráðast gegn bræðrum okkar og systrum,“ sagði Lapid.
Ísrael Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira