Rómantísk jól undir stjörnumergð Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 13:00 Myrra Rós og Júlíus Óttar búa í gömlu, jólalegu húsi við Stokkseyrarströnd. Myndefni: Myrra Rós Þrastardóttir og JúlÃus Óttar Björgvinsson, listafólk á Stokkseyri. Hvenær: Fimmtudagur 7. nóvember, klukkan 14 Hvar: Sólvellir 3, 825 Stokkseyri SÃmi: 694 1035 (Myrra) og 845 5847 (JúlÃus) Skil à umbrot: Miðvikudagur 13. nóvember klukkan 11. Taka jólalegar og glaðlegar myndir af Myrru og JúlÃusi á hæð og breidd og heillandi myndir af jólaskrauti sem hann býr til úr gömlum orgelpÃpum föður sÃns. Sigtryggur Ari Í gömlu, fallegu húsi við ströndina á Stokkseyri bræða ung hjón gamlar orgelpípur og skapa úr þeim gamaldags, rómantískt jólaskraut sem kætir og gleður á hátíð kærleikans. Þau segja stjörnurnar bjartari við sæinn og una sér vel í jólakyrrð og brimróti. Við fluttum inn í húsið okkar á Stokkseyri nokkrum dögum fyrir jólin 2017 og eitt það fyrsta sem við settum inn í húsið var jólatré. Það var mikil gleðistund. Við hjónin erum jólabörn í hjörtum okkar og höfum gaman af því að skreyta smá, baka smákökur og hafa það notalegt með fjölskyldunni yfir hátíðarnar. Það skiptir mestu máli," segir Myrra Rós Þrastardóttir, tónlistarkona og listkúnstner, sem er með vinnuborð hjá þeim sem hún kallar heimsins besta tengdapabba; Björgvini Tómassyni orgelsmið. Þar skapar Myrra Rós íðilfagra vængi unna úr spæni og viði. „Ég hef verið starfandi tónlistarkona síðan 2009 en síðustu þrjú árin hef ég einbeitt mér að verkefninu Fjaðrafoki. Ég reyni að endurnýta sem mest í þeirri framleiðslu og má til gamans geta að allir grunnar fyrir vængina eru affall frá orgelsmíði tengdapabba sem fannst þessi verk svo flott hjá mér að hann plantaði mér niður á besta stað í smiðjunni, við glugga með útsýni yfir sjóinn,“ segir Myrra Rós sæl.Myndataka fyrir jólablað Fréttablaðsins. Myndefni: Myrra Rós Þrastardóttir og Júlíus Óttar Björgvinsson, listafólk á Stokkseyri. Hvenær: Fimmtudagur 7. nóvember, klukkan 14 Hvar: Sólvellir 3, 825 Stokkseyri Sími: 694 1035 (Myrra) og 845 5847 (Júlíus) Skil í umbrot: Miðvikudagur 13. nóvember klukkan 11. Taka jólalegar og glaðlegar myndir af Myrru og Júlíusi á hæð og breidd og heillandi myndir af jólaskrauti sem hann býr til úr gömlum orgelpípum föður síns.Endurnýtingin mikilvægÞau Myrra Rós og eiginmaður hennar, Júlíus Óttar, starfa bæði við tónlist en þó sitt í hvoru lagi. Júlíus er meðlimur síðrokkssveitarinnar VAR og Myrra Rós kemur fram undir eigin nafni. „Júlíus vinnur í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar, föður síns, og hefur í raun gert það síðan hann var sex ára gamall og byrjaði að fara með pabba sínum í ferðir til að stilla orgel,“ upplýsir Myrra Rós um sinn heittelskaða sem stendur hjá í smiðjunni og bræðir gamlar orgelpípur sem síðan verða að gullfallegu jólaskrauti. „Jólaskrautið er upprunalega hugmynd frá Björgvini tengdapabba. Hann var með jólamarkað í Orgelsmiðjunni fyrir nokkrum árum og framleiddi þetta skraut fyrir markaðinn. Svo fyrir stuttu fann ég nokkur stykki og spurði hvort ég ætti ekki að fara með þau í Kirsuberjatréð, þar sem ég er með verkin frá Fjaðrafoki til sölu, og athuga hvort fólk tæki vel í þetta fyrir jólin. Það varð heldur betur þannig og Björgvin hvatti okkur Júlíus til að taka við jólaskrautskyndlinum og framleiða jólaskrautið undir nafni Fjaðrafoks,“ útskýrir Myrra Rós og handleikur fallega bangsa, jólabjöllur og jólatré úr gömlu orgelpípunum. „Við höfum alltaf reynt að endurnýta efniviðinn sem við notum í sköpun okkar og framleiðslu. Að bræða gamlar, beyglaðar orgelpípur og gefa þeim framhaldslíf finnst okkur mjög sniðugt og ekki skemmir fyrir hvað þetta er fallegt. Það er einhver gamaldags rómantík í þessu,“ segir Myrra Rós sem endurvinnur líka mikið og uppnýtir í framleiðslu Fjaðrafoks.sLíður vel í kyrrð og brimrótiEftir tvenn jól við suðurströndina eru Myrra Rós og Júlíus Óttar enn að búa til sínar hefðir. „Við eldum hnetusteik á aðfangadag, opnum nokkra pakka og höfum það huggulegt tvö saman. Fyrir mér byrja jólin hins vegar ekki fyrr en dóttir mín, Lára Þöll, kemur til okkar á jóladag. Þá borðum við hangikjöt með öllu tilheyrandi, opnum fleiri pakka og horfum á góða jólamynd en myndin Nightmare Before Christmas verður oft fyrir valinu á þessu heimili,“ segir Myrra Rós í vetrarríki sveitasælunnar þar sem máninn merlar á sænum. „Ég verð að segja að stjörnurnar eru bjartari í myrkrinu hérna á Stokkseyri. Ekkert bara um jólin samt. Okkur líður bara ofboðslega vel í kyrrðinni og rónni hérna við sjóinn. Það er fátt sem toppar að sofna við brimhljóðin í myrkrinu. Það er rómantík í því,“ segir Myrra Rós og unir hag sínum vel. Jólaskraut úr gömlu orgelpípunum fæst í Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4 í Reykjavík. Einnig er hægt að panta það og fá sent hvert á land sem er í gegnum Facebook-síðu Fjaðrafoks og netfanginu fjadrafokwoodworks@gmail.com. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Reidd á hesti til nýrra heimkynna Jólin Jólaþröstur hjá Frank Michelsen Jólin Nú skal segja Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Hallgrímur litli á hvergi betur heima Jól Í splunkunýjum náttkjól, með bók í hönd og Mackintosh í skál Jól Sjá, himins opnast hlið - In dulci jubilo Jól Svona gerirðu graflax Jól
Í gömlu, fallegu húsi við ströndina á Stokkseyri bræða ung hjón gamlar orgelpípur og skapa úr þeim gamaldags, rómantískt jólaskraut sem kætir og gleður á hátíð kærleikans. Þau segja stjörnurnar bjartari við sæinn og una sér vel í jólakyrrð og brimróti. Við fluttum inn í húsið okkar á Stokkseyri nokkrum dögum fyrir jólin 2017 og eitt það fyrsta sem við settum inn í húsið var jólatré. Það var mikil gleðistund. Við hjónin erum jólabörn í hjörtum okkar og höfum gaman af því að skreyta smá, baka smákökur og hafa það notalegt með fjölskyldunni yfir hátíðarnar. Það skiptir mestu máli," segir Myrra Rós Þrastardóttir, tónlistarkona og listkúnstner, sem er með vinnuborð hjá þeim sem hún kallar heimsins besta tengdapabba; Björgvini Tómassyni orgelsmið. Þar skapar Myrra Rós íðilfagra vængi unna úr spæni og viði. „Ég hef verið starfandi tónlistarkona síðan 2009 en síðustu þrjú árin hef ég einbeitt mér að verkefninu Fjaðrafoki. Ég reyni að endurnýta sem mest í þeirri framleiðslu og má til gamans geta að allir grunnar fyrir vængina eru affall frá orgelsmíði tengdapabba sem fannst þessi verk svo flott hjá mér að hann plantaði mér niður á besta stað í smiðjunni, við glugga með útsýni yfir sjóinn,“ segir Myrra Rós sæl.Myndataka fyrir jólablað Fréttablaðsins. Myndefni: Myrra Rós Þrastardóttir og Júlíus Óttar Björgvinsson, listafólk á Stokkseyri. Hvenær: Fimmtudagur 7. nóvember, klukkan 14 Hvar: Sólvellir 3, 825 Stokkseyri Sími: 694 1035 (Myrra) og 845 5847 (Júlíus) Skil í umbrot: Miðvikudagur 13. nóvember klukkan 11. Taka jólalegar og glaðlegar myndir af Myrru og Júlíusi á hæð og breidd og heillandi myndir af jólaskrauti sem hann býr til úr gömlum orgelpípum föður síns.Endurnýtingin mikilvægÞau Myrra Rós og eiginmaður hennar, Júlíus Óttar, starfa bæði við tónlist en þó sitt í hvoru lagi. Júlíus er meðlimur síðrokkssveitarinnar VAR og Myrra Rós kemur fram undir eigin nafni. „Júlíus vinnur í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar, föður síns, og hefur í raun gert það síðan hann var sex ára gamall og byrjaði að fara með pabba sínum í ferðir til að stilla orgel,“ upplýsir Myrra Rós um sinn heittelskaða sem stendur hjá í smiðjunni og bræðir gamlar orgelpípur sem síðan verða að gullfallegu jólaskrauti. „Jólaskrautið er upprunalega hugmynd frá Björgvini tengdapabba. Hann var með jólamarkað í Orgelsmiðjunni fyrir nokkrum árum og framleiddi þetta skraut fyrir markaðinn. Svo fyrir stuttu fann ég nokkur stykki og spurði hvort ég ætti ekki að fara með þau í Kirsuberjatréð, þar sem ég er með verkin frá Fjaðrafoki til sölu, og athuga hvort fólk tæki vel í þetta fyrir jólin. Það varð heldur betur þannig og Björgvin hvatti okkur Júlíus til að taka við jólaskrautskyndlinum og framleiða jólaskrautið undir nafni Fjaðrafoks,“ útskýrir Myrra Rós og handleikur fallega bangsa, jólabjöllur og jólatré úr gömlu orgelpípunum. „Við höfum alltaf reynt að endurnýta efniviðinn sem við notum í sköpun okkar og framleiðslu. Að bræða gamlar, beyglaðar orgelpípur og gefa þeim framhaldslíf finnst okkur mjög sniðugt og ekki skemmir fyrir hvað þetta er fallegt. Það er einhver gamaldags rómantík í þessu,“ segir Myrra Rós sem endurvinnur líka mikið og uppnýtir í framleiðslu Fjaðrafoks.sLíður vel í kyrrð og brimrótiEftir tvenn jól við suðurströndina eru Myrra Rós og Júlíus Óttar enn að búa til sínar hefðir. „Við eldum hnetusteik á aðfangadag, opnum nokkra pakka og höfum það huggulegt tvö saman. Fyrir mér byrja jólin hins vegar ekki fyrr en dóttir mín, Lára Þöll, kemur til okkar á jóladag. Þá borðum við hangikjöt með öllu tilheyrandi, opnum fleiri pakka og horfum á góða jólamynd en myndin Nightmare Before Christmas verður oft fyrir valinu á þessu heimili,“ segir Myrra Rós í vetrarríki sveitasælunnar þar sem máninn merlar á sænum. „Ég verð að segja að stjörnurnar eru bjartari í myrkrinu hérna á Stokkseyri. Ekkert bara um jólin samt. Okkur líður bara ofboðslega vel í kyrrðinni og rónni hérna við sjóinn. Það er fátt sem toppar að sofna við brimhljóðin í myrkrinu. Það er rómantík í því,“ segir Myrra Rós og unir hag sínum vel. Jólaskraut úr gömlu orgelpípunum fæst í Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4 í Reykjavík. Einnig er hægt að panta það og fá sent hvert á land sem er í gegnum Facebook-síðu Fjaðrafoks og netfanginu fjadrafokwoodworks@gmail.com.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Reidd á hesti til nýrra heimkynna Jólin Jólaþröstur hjá Frank Michelsen Jólin Nú skal segja Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Hallgrímur litli á hvergi betur heima Jól Í splunkunýjum náttkjól, með bók í hönd og Mackintosh í skál Jól Sjá, himins opnast hlið - In dulci jubilo Jól Svona gerirðu graflax Jól