Fótbolti

Kane bætti met Del Piero

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Markaskorari af guðs náð.
Markaskorari af guðs náð. vísir/getty
Enski markahrókurinn Harry Kane var á skotskónum í 4-2 endurkomusigri Tottenham á Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í gær en Kane gerði tvö mörk í leiknum.

Hann er þar með kominn með 20 Meistaradeildarmörk á sínum ferli en þetta var hans tuttugasti og fjórði leikur í Meistaradeild Evrópu. 

Enginn hefur náð þessum markafjölda í jafn fáum leikjum en ítalska goðsögnin Alessandro Del Piero átti metið á undan Kane þar sem hann rauf 20 marka múrinn í leik númer 27.

Kane er orðinn 26 ára gamall og verður að teljast ólíklegt að hann muni koma sér í hóp markahæstu leikmanna Meistaradeildarinnar en Cristiano Ronaldo (127 mörk) og Lionel Messi (113 mörk) bera höfuð og herðar yfir menn á þeim lista. Í þriðja sæti er spænska goðsögnin Raul Gonzalez sem skoraði 71 mark í Meistaradeildinni á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×