Athafnarkonan Manúela Ósk hefur æft stíft fyrir þættina síðustu vikur og myndað sterkt vinasamband með Jóni. Hún er ekki vön á dansgólfinu og sagði til að mynda í viðtali við Vísi á sínum tíma:
„Ég er hræðilegur dansari. En ég er ekki taktlaus, þannig að þetta er alls ekki vonlaust verkefni fyrir Jón Eyþór.“
Jón Eyþór er reyndur dansari og tók þátt í fyrri seríunni. Þar dansaði hann með sunddrottningunni Hrafnhildi Lúthersdóttur.
Dómarar í ár verða þeir sömu og í fyrstu seríunni:
• Selma Björnsdóttir
• Karen Reeve
• Jóhann Gunnar Arnarson
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá Manúelu og Jóni í vikunni og fangaði stemninguna hjá dansparinu.

