Skúbba lífrænum ís ofan í sælkera Skúbb kynnir 28. nóvember 2019 11:00 Engin litarefni eru notuð í ísinn hjá Skúbb og allt bragð kemur úr fersku hráefni. Skúbb „Handgerður ís úr lífrænni mjólk er okkar aðalsmerki. Við gerum allt sjálf frá grunni,“ segir Jón Gunnar Jóhannsson, framkvæmdastjóri ísgerðarinnar Skúbb á Laugarásvegi. Skúbb var sett á laggirnar árið 2017 af sælkerum sem langaði í alvöru Gelato ís og hefur slegið í gegn. Jón Gunnar segir mikinn metnað lagðan í framleiðsluna.„Við lögðum strax áherslu að reyna að hafa allt lífrænt sem hægt er. Mjólkin sem notuð er í ísgerðina kemur beint frá Bíó Bú og við notum eingöngu lífrænan sykur. Öll bragðefni eru unnin beint úr fersku hráefni, svo sem myntulaufum og jarðarberjum, lífrænum kaffibaunum og fleiru og við notum engin litarefni í ísinn. Við búum meira að segja til sælgætið sem fer í bragðarefina og bökum smákökurnar í íslokurnar hér á staðnum,“ segir Jón Gunnar.Tilraunagleði í ísgerðÍsframleiðslan hjá Skúbb hefst klukkan 7 á morgnana og búinn er til ís fyrir daginn. Í borðinu eru sextán bragðtegundir og mega viðskiptavinir eiga von á skemmtilegum tilraunum af hálfu ísgerðarmannsins. „Í borðinu eru tíu til tólf fastar bragðtegundir sem margir viðskiptavinir okkar þekkja og svo leikum við okkur með nokkrar og prófum eitthvað nýtt,“ segir Jón Gunnar. „Við gerum oft eitthvað árstíðabundið og til dæmis búum við til piparkökuís fyrir jólin sem hefur rokið út. Kaffiísinn okkar nýtur mikilla vinsælda en í hann eru notaðar ekta kaffibaunir og þá er saltkaramelluísinn algjör klassík. Við búum líka til veganís úr kókosmjólk og vatni og þá má nefna að vöffluformin á Skúbb eru bökuð á staðnum og eru vegan.“Ísterturnar hafa slegið í gegnSkúbb er einnig með ístertur sem hafa notið mikilla vinsælda. „Við erum að bjóða upp á handgerðar ístertur úr skúbb ísnum sem hafa algjörlega slegið í gegn. Þær eru hugsaðar fyrir 6-8 manns og eru algjört lostæti. Við bjóðum upp á þrjár tegundir, jarðaberja og vanillu, súkkulaði með mjólkursúkkulaðihjúp og klassíska saltkaramelluístertu.“Mæta með ísvagninn í veislur og til fyrirtækjaHægt er að sérpanta ís frá Skúbb og er sú þjónusta vinsæl hjá veitingastöðum og fyrirtækjum en einnig geta einstaklingar fengið sérframleiddan ís í 5 lítra boxum. „Það er sniðugt í stærri teiti, jólaveislur, afmæli eða fermingar. Það er mjög skemmtilegt að þróa sérstakan ís eftir skemmtilegum hugmyndum eða fá klassískar tegundir sem allir elska. Önnur vinsæl þjónusta hjá Skúbb er ísvagninn okkar en við mætum með hann til fyrirtækja, á árshátíðir, jólahlaðborð og fleiri viðburði. Það eru 4 tegundir í vagninum sem viðskiptavinurinn velur saman eða við setjum saman vinsælar tegundir. Ísvagninn slær alltaf í gegn hvar sem hann kemur og við getum mettað allt upp í 600 manns.“ segir Jón Gunnar.Ísgerðin Skúbb er til húsa að Laugarásvegi 1 og er opin virka daga frá klukkan 14 til 23 og um helgar frá klukkan 12 til 23.Fylgist með Skúbb á heimasíðunni skubb.is. Skúbb er líka á facebook og InstagramÞessi kynning er unnin í samstarfi við Skúbb. Matur Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Sjá meira
„Handgerður ís úr lífrænni mjólk er okkar aðalsmerki. Við gerum allt sjálf frá grunni,“ segir Jón Gunnar Jóhannsson, framkvæmdastjóri ísgerðarinnar Skúbb á Laugarásvegi. Skúbb var sett á laggirnar árið 2017 af sælkerum sem langaði í alvöru Gelato ís og hefur slegið í gegn. Jón Gunnar segir mikinn metnað lagðan í framleiðsluna.„Við lögðum strax áherslu að reyna að hafa allt lífrænt sem hægt er. Mjólkin sem notuð er í ísgerðina kemur beint frá Bíó Bú og við notum eingöngu lífrænan sykur. Öll bragðefni eru unnin beint úr fersku hráefni, svo sem myntulaufum og jarðarberjum, lífrænum kaffibaunum og fleiru og við notum engin litarefni í ísinn. Við búum meira að segja til sælgætið sem fer í bragðarefina og bökum smákökurnar í íslokurnar hér á staðnum,“ segir Jón Gunnar.Tilraunagleði í ísgerðÍsframleiðslan hjá Skúbb hefst klukkan 7 á morgnana og búinn er til ís fyrir daginn. Í borðinu eru sextán bragðtegundir og mega viðskiptavinir eiga von á skemmtilegum tilraunum af hálfu ísgerðarmannsins. „Í borðinu eru tíu til tólf fastar bragðtegundir sem margir viðskiptavinir okkar þekkja og svo leikum við okkur með nokkrar og prófum eitthvað nýtt,“ segir Jón Gunnar. „Við gerum oft eitthvað árstíðabundið og til dæmis búum við til piparkökuís fyrir jólin sem hefur rokið út. Kaffiísinn okkar nýtur mikilla vinsælda en í hann eru notaðar ekta kaffibaunir og þá er saltkaramelluísinn algjör klassík. Við búum líka til veganís úr kókosmjólk og vatni og þá má nefna að vöffluformin á Skúbb eru bökuð á staðnum og eru vegan.“Ísterturnar hafa slegið í gegnSkúbb er einnig með ístertur sem hafa notið mikilla vinsælda. „Við erum að bjóða upp á handgerðar ístertur úr skúbb ísnum sem hafa algjörlega slegið í gegn. Þær eru hugsaðar fyrir 6-8 manns og eru algjört lostæti. Við bjóðum upp á þrjár tegundir, jarðaberja og vanillu, súkkulaði með mjólkursúkkulaðihjúp og klassíska saltkaramelluístertu.“Mæta með ísvagninn í veislur og til fyrirtækjaHægt er að sérpanta ís frá Skúbb og er sú þjónusta vinsæl hjá veitingastöðum og fyrirtækjum en einnig geta einstaklingar fengið sérframleiddan ís í 5 lítra boxum. „Það er sniðugt í stærri teiti, jólaveislur, afmæli eða fermingar. Það er mjög skemmtilegt að þróa sérstakan ís eftir skemmtilegum hugmyndum eða fá klassískar tegundir sem allir elska. Önnur vinsæl þjónusta hjá Skúbb er ísvagninn okkar en við mætum með hann til fyrirtækja, á árshátíðir, jólahlaðborð og fleiri viðburði. Það eru 4 tegundir í vagninum sem viðskiptavinurinn velur saman eða við setjum saman vinsælar tegundir. Ísvagninn slær alltaf í gegn hvar sem hann kemur og við getum mettað allt upp í 600 manns.“ segir Jón Gunnar.Ísgerðin Skúbb er til húsa að Laugarásvegi 1 og er opin virka daga frá klukkan 14 til 23 og um helgar frá klukkan 12 til 23.Fylgist með Skúbb á heimasíðunni skubb.is. Skúbb er líka á facebook og InstagramÞessi kynning er unnin í samstarfi við Skúbb.
Matur Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Sjá meira