Útsendingin frá úrslitunum byrjar klukkan 12:00 á hádegi og bjóða Rafíþróttasamtök Íslands og Háskólabíó áhugasömum og forvitnum einstaklingum að koma og horfa á úrslitin frítt í Sal 1 í Háskólabíó.
Úrslitin í heimsmeistaramóti League of Legends er stærsti rafíþróttaviðburður heims og horfðu yfir 200 milljón manns á útsendinguna í fyrra.
Þá er dagurinn í dag einnig stór dagur í íslenska rafíþróttaheiminum því í dag fara fram úrslitaleikir Lenovodeildarinnar í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive.
Sjá má úrslitaleikinn í beinni útsendingu hér að neðan