Úrslitin ráðast í Lenovo-deildinni Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2019 13:30 Dusty mæta FH í LOL og Seven í CS:GO Í dag ráðast úrslitin í íslensku rafíþróttadeildinni, Lenovo-deildinni, en keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í tölvuleikjunum League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive í sal 1 í Háskólabíó. Í League of Legends hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og FH. Í deildarkeppninni tapaði Dusty ekki einum einasta leik og hljóta því að teljast sigurstranglegri. FH hefur þó ekki verið þekkt fyrir uppgjöf og verður því ekkert gefið eftir í Háskólabíó klukkan 17:00 í dag.Hérna má sjá hvernig liðin Dusty og FH stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar.Í Counter-Strike: Global Offensive hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og Seven. Eftir deildarkeppnina var lítið sem benti til þess að þessi lið myndum mætast í úrslitaviðureigninni en liðin höfnuðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Því þurftu þau að mæta liðunum í fyrsta og öðru sæti deildarinnar til þess að komast í Háskólabíó.Dusty lagði KR-inga sannfærandi í undanúrslitunum en Seven lagði árbæingana í Fylki í æsispennandi viðureign. Enginn afsláttur verður gefinn í úrslitaleiknum í CS:OG í Háskólabíó.Hér má sjá hvernig liðin Dusty og Seven stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar. Hægt verður að fylgjast með veislunni í spilaranum hér að neðan. Einnig er hægt að leggja leið sína í Háskólabíó og fá stemmninguna beint í æð.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Í dag ráðast úrslitin í íslensku rafíþróttadeildinni, Lenovo-deildinni, en keppt verður um Íslandsmeistaratitilinn í tölvuleikjunum League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive í sal 1 í Háskólabíó. Í League of Legends hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og FH. Í deildarkeppninni tapaði Dusty ekki einum einasta leik og hljóta því að teljast sigurstranglegri. FH hefur þó ekki verið þekkt fyrir uppgjöf og verður því ekkert gefið eftir í Háskólabíó klukkan 17:00 í dag.Hérna má sjá hvernig liðin Dusty og FH stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar.Í Counter-Strike: Global Offensive hluta Lenovo-deildarinnar mætast Dusty og Seven. Eftir deildarkeppnina var lítið sem benti til þess að þessi lið myndum mætast í úrslitaviðureigninni en liðin höfnuðu í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Því þurftu þau að mæta liðunum í fyrsta og öðru sæti deildarinnar til þess að komast í Háskólabíó.Dusty lagði KR-inga sannfærandi í undanúrslitunum en Seven lagði árbæingana í Fylki í æsispennandi viðureign. Enginn afsláttur verður gefinn í úrslitaleiknum í CS:OG í Háskólabíó.Hér má sjá hvernig liðin Dusty og Seven stóðu sig í deildarkeppni Lenovo-deildarinnar. Hægt verður að fylgjast með veislunni í spilaranum hér að neðan. Einnig er hægt að leggja leið sína í Háskólabíó og fá stemmninguna beint í æð.Watch live video from Rafithrottir on www.twitch.tv
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira