„Vissum ekki hvort einhver ætlaði að vera fyndinn á okkar kostnað“ Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 12. nóvember 2019 08:30 Íslenska landsliðið í fyrri leiknum á móti Tyrkjum. Getty/Oliver Hardt Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, er ánægður með móttökur Tyrkja og segir alla leikmenn hafa verið undirbúnir að vera þolinmóðir á landamærunum. Víðir hefur haft í nægu að snúast í aðdraganda Tyrklandsferðarinnar sem og fyrstu dagana þegar íslensku landsliðsmennirnir hafa verið að tínast til Tyrklands. Tyrkir voru mjög ósáttir með að fá ekki sérstaka hraðferð í gegnum landamæraeftirlitið í Leifsstöð þegar þeir komu til Íslands í júní. Ekki létti belgíski burstinn heldur skap þeirra og hvað þá úrslit leiksins sem Ísland vann 2-1. Nú er komið að seinni leik þjóðanna út í Tyrklandi. Íslensku landsliðsmennirnir voru að koma til Tyrklands allt frá laugardegi til þriðjudags og sumir fengu mun nánari og ítarlegri vegabréfaskoðun en aðrir. „Leikmennirnir voru að koma alls staðar að og það voru miklar pælingar í að gera flugferðirnar sem einfaldastar þannig að menn yrðu ekki þreyttir eftir þær þegar þeir komu hingað. Það er stuttur tími til að undirbúa þannig að allt þarf að ganga vel upp,“ sagði Víðir Reynisson en leikurinn við Tyrki er strax á fimmtudaginn.Víðir Reynisson öryggisstjóri sýnir takta með boltann á HM í Rússlandi sumarið 2018.vísir/vilhelm„Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir það að koma hingað. Það var rosalega vel tekið á móti okkur þegar við vorum hérna seinast. Við vorum því ekki með neinar áhyggjur af því. Hér hafa móttökurnar verið frábærar og starfsfólkið á hótelinu og á æfingavellinum alveg til fyrirmyndar í öllu og dekra eiginlega við okkur,“ sagði Víðir. Það fór samt ekki á milli mála að sumir leikmenn íslenska liðsins lentu í því að þurfa bíða lengi í vegabréfsskoðuninni sem og að töskur þeirra voru skoðaðar rækilega. „Ég veit hvað það er en allir leikmenn fengu góða vegabréfaskoðun við landamærin. Þeir sögðu okkur að þetta væri bara hefðbundin skoðun og það er bara allt í lagi. Þeir bera ábyrgð á öryggi síns lands. Við höfum engar áhyggjur af því og bara brosum og höfum gaman af þessu,“ sagði Víðir. „Við vorum búnir að tala um það við þá að við vissum ekki hverjum við ættum von á eða hvort að það ætlaði einhver að vera fyndinn á okkar kostnað. Við vorum undirbúnir undir það og það voru allir rólegir á landamærunum. Ég held bara að þetta hafi gengið vel hjá öllum,“ sagði Víðir. EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Sjá meira
Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, er ánægður með móttökur Tyrkja og segir alla leikmenn hafa verið undirbúnir að vera þolinmóðir á landamærunum. Víðir hefur haft í nægu að snúast í aðdraganda Tyrklandsferðarinnar sem og fyrstu dagana þegar íslensku landsliðsmennirnir hafa verið að tínast til Tyrklands. Tyrkir voru mjög ósáttir með að fá ekki sérstaka hraðferð í gegnum landamæraeftirlitið í Leifsstöð þegar þeir komu til Íslands í júní. Ekki létti belgíski burstinn heldur skap þeirra og hvað þá úrslit leiksins sem Ísland vann 2-1. Nú er komið að seinni leik þjóðanna út í Tyrklandi. Íslensku landsliðsmennirnir voru að koma til Tyrklands allt frá laugardegi til þriðjudags og sumir fengu mun nánari og ítarlegri vegabréfaskoðun en aðrir. „Leikmennirnir voru að koma alls staðar að og það voru miklar pælingar í að gera flugferðirnar sem einfaldastar þannig að menn yrðu ekki þreyttir eftir þær þegar þeir komu hingað. Það er stuttur tími til að undirbúa þannig að allt þarf að ganga vel upp,“ sagði Víðir Reynisson en leikurinn við Tyrki er strax á fimmtudaginn.Víðir Reynisson öryggisstjóri sýnir takta með boltann á HM í Rússlandi sumarið 2018.vísir/vilhelm„Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir það að koma hingað. Það var rosalega vel tekið á móti okkur þegar við vorum hérna seinast. Við vorum því ekki með neinar áhyggjur af því. Hér hafa móttökurnar verið frábærar og starfsfólkið á hótelinu og á æfingavellinum alveg til fyrirmyndar í öllu og dekra eiginlega við okkur,“ sagði Víðir. Það fór samt ekki á milli mála að sumir leikmenn íslenska liðsins lentu í því að þurfa bíða lengi í vegabréfsskoðuninni sem og að töskur þeirra voru skoðaðar rækilega. „Ég veit hvað það er en allir leikmenn fengu góða vegabréfaskoðun við landamærin. Þeir sögðu okkur að þetta væri bara hefðbundin skoðun og það er bara allt í lagi. Þeir bera ábyrgð á öryggi síns lands. Við höfum engar áhyggjur af því og bara brosum og höfum gaman af þessu,“ sagði Víðir. „Við vorum búnir að tala um það við þá að við vissum ekki hverjum við ættum von á eða hvort að það ætlaði einhver að vera fyndinn á okkar kostnað. Við vorum undirbúnir undir það og það voru allir rólegir á landamærunum. Ég held bara að þetta hafi gengið vel hjá öllum,“ sagði Víðir.
EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Sjá meira