Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2019 12:46 Hemili Baha Abu al-Ata sem ráðinn var af dögum í nótt. EPA/MOHAMMED SABER Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. Einn maður er lítillega særður vegna sprengjanna og einn er látinn og annar særður eftir að Ísraelsmenn segjast hafa gert loftárás á meðlimi Islamic Jihad (PIJ) sem voru að undirbúa eldflaugaskot. Það mun hafa verið fyrsta loftárás Ísraelsmanna á Gaza frá því að Abu al-Ata var felldur en síðan þá hafa fleiri árásir verið gerðar. Nú fyrir skömmu tilkynnti herinn frekari aðgerðir gegn PIJ.Samkvæmt Reuters hafa fregnir borist af því að Ísraelsmenn hafi einnig gert loftárás gegn öðrum leiðtoga PIJ í Damascus í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa fallið í þeirri árás en her Ísrael neitar að tjá sig um þær fregnir.Aðrir leiðtogar PIJ segja að um stríðsyfirlýsingu sé að ræða og heita frekari árásum. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir embættismenn hafa þó lýst Abu al-Ata sem „tifandi tímasprengju“ og segja hann hafa borið ábyrgð á fjölda árása. Þar að auki hafi hann verið að undirbúa frekari árásir á Ísrael. Netanyahu segir að aðgerðin gegn Abu al-Ata hafi verið samþykkt einróma á ríkisstjórnarfundi fyrir tíu dögum síðan eftir margra mánaða umræðu. „Við höfum ekki áhuga á stigmögnun en við munum bregðast við þegar þörf er á,“ hefur Times of Israel eftir Netanyahu.Jonathan Conricus, talsmaður hers Ísrael, sló á svipaða strengi í samtali við Reuters í morgun. „Við gerðum árásina [gegn Abu al-Ata] vegna þess að við höfðum ekkert val. Ég vil ítreka að við höfum ekki áhuga á stigmagna ástandið.“ Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og formaður Yisrael Beiteinu, sagði í morgun að til hefði staðið að ráða Abu al-Ata af dögum í fyrr en Netanyahu hefði komið í veg fyrir það. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. Einn maður er lítillega særður vegna sprengjanna og einn er látinn og annar særður eftir að Ísraelsmenn segjast hafa gert loftárás á meðlimi Islamic Jihad (PIJ) sem voru að undirbúa eldflaugaskot. Það mun hafa verið fyrsta loftárás Ísraelsmanna á Gaza frá því að Abu al-Ata var felldur en síðan þá hafa fleiri árásir verið gerðar. Nú fyrir skömmu tilkynnti herinn frekari aðgerðir gegn PIJ.Samkvæmt Reuters hafa fregnir borist af því að Ísraelsmenn hafi einnig gert loftárás gegn öðrum leiðtoga PIJ í Damascus í Sýrlandi. Tveir eru sagðir hafa fallið í þeirri árás en her Ísrael neitar að tjá sig um þær fregnir.Aðrir leiðtogar PIJ segja að um stríðsyfirlýsingu sé að ræða og heita frekari árásum. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir embættismenn hafa þó lýst Abu al-Ata sem „tifandi tímasprengju“ og segja hann hafa borið ábyrgð á fjölda árása. Þar að auki hafi hann verið að undirbúa frekari árásir á Ísrael. Netanyahu segir að aðgerðin gegn Abu al-Ata hafi verið samþykkt einróma á ríkisstjórnarfundi fyrir tíu dögum síðan eftir margra mánaða umræðu. „Við höfum ekki áhuga á stigmögnun en við munum bregðast við þegar þörf er á,“ hefur Times of Israel eftir Netanyahu.Jonathan Conricus, talsmaður hers Ísrael, sló á svipaða strengi í samtali við Reuters í morgun. „Við gerðum árásina [gegn Abu al-Ata] vegna þess að við höfðum ekkert val. Ég vil ítreka að við höfum ekki áhuga á stigmagna ástandið.“ Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmálaráðherra og formaður Yisrael Beiteinu, sagði í morgun að til hefði staðið að ráða Abu al-Ata af dögum í fyrr en Netanyahu hefði komið í veg fyrir það.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Eldflaugum skotið á Ísrael Eldflaugum var í morgun skotið á Ísrael frá Gasa-svæðinu eftir að Ísraelar réðu háttsettann leiðtoga íslamistasamtaka af dögum. 12. nóvember 2019 07:44