Jón Daði: Ekkert hræddir við það að spila hérna í hávaðanum í Tyrklandi Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 13. nóvember 2019 09:30 Jón Daði Böðvarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í þessum leik á móti Tyrkjum árið 2014. Getty/Mustafa Yalcin Jón Daði Böðvarsson hefur átt marga stórleikina á móti Tyrkjum í gegnum tíðina og hann er klár í leikinn í Istanbul á fimmtudagskvöldið. „Það er alvöru verkefni fram undan en það er skemmtilegt að spila í svona stemmningu og látum. Við höfum gert það líka áður og það er bara tilhlökkun,“ sagði Jón Daði Böðvarsson en íslenska liðið verður að vinna leikinn til að halda lífi í möguleikanum að komast upp úr riðlinum. Leikurinn fer fram á þeim fótboltavelli sem menn hafa mælt mesta hávaðann í heiminum. „Sem leikmaður í fótbolta þá viltu spila í sem mestri stemmningu og því meiri stemmning því skemmtilegra er að spila. Ég ásamt hinum strákunum hefur fundist mjög skemmtilegt að spila hérna út í Tyrklandi og við erum ekkert hræddir við það,“ sagði Jón Daði og íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum við Tyrki undanfarin ár. „Það hefur gengið vel á móti þeim hingað til og það er markmiðið að halda því áfram. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er sterkara lið hjá þeim. Þeir eru komnir með meira lið núna heldur en síðustu ár. Við þurfum bara mæta með fullt sjálfstraust og klárir í verkefnið,“ sagði Jón Daði. „Við þurfum að halda áfram í sömu gildi og áður sem er sterkur varnarleikur. Svo erum við alltaf sterkir í föstum leikatriðum. Við þurfum að treysta á það að geta haldið boltanum líka af og til og sækja á þá þegar við getum. Það hefur gengið vel hingað til og það breytist ekkert,“ sagði Jón Daði. Jón Daði fékk sitt fyrsta tækifæri í keppnisleik með landsliðinu á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum haustið 2014. Hann borgaði fyrir traustið með því að skora í 3-0 sigri. „Það er leikur sem verður lengi hafður í minni. Ég hef alltaf gaman að því að spila á móti Tyrklandi. Þetta er skemmtileg fótboltaþjóð og það er svo mikil stemmning. Ég get bara ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Jón Daði sem átti einnig mjög góðan leik í 3-0 sigri á Tyrkjum í síðasta leik þjóðanna í Tyrklandi. „Það er einn af þessum leikjum hjá manni þar sem maður er í algjöru flæði og allt gengur upp. Allar snertingar og allt. Það var æðislegur leikur að upplifa og kom okkur líka langleiðina á HM á sínum tíma. Þarna eru góðar minningar og getum við skapað fleiri minningar,“ sagði Jón Daði sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. „Við höfum upplifað svo margt í gegnum tíðina og hópurinn er það reynslumikill að við förum bara með fulla einbeitingu í þennan leik og ekkert með neitt hik eða eitthvað hálfkák. Ef við gerum það og verðum allir hundrað prósent með hausinn í lagi og líkamann líka þá hef ég engar áhyggjur af þessu,“ sagði Jón Daði. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson hefur átt marga stórleikina á móti Tyrkjum í gegnum tíðina og hann er klár í leikinn í Istanbul á fimmtudagskvöldið. „Það er alvöru verkefni fram undan en það er skemmtilegt að spila í svona stemmningu og látum. Við höfum gert það líka áður og það er bara tilhlökkun,“ sagði Jón Daði Böðvarsson en íslenska liðið verður að vinna leikinn til að halda lífi í möguleikanum að komast upp úr riðlinum. Leikurinn fer fram á þeim fótboltavelli sem menn hafa mælt mesta hávaðann í heiminum. „Sem leikmaður í fótbolta þá viltu spila í sem mestri stemmningu og því meiri stemmning því skemmtilegra er að spila. Ég ásamt hinum strákunum hefur fundist mjög skemmtilegt að spila hérna út í Tyrklandi og við erum ekkert hræddir við það,“ sagði Jón Daði og íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum við Tyrki undanfarin ár. „Það hefur gengið vel á móti þeim hingað til og það er markmiðið að halda því áfram. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er sterkara lið hjá þeim. Þeir eru komnir með meira lið núna heldur en síðustu ár. Við þurfum bara mæta með fullt sjálfstraust og klárir í verkefnið,“ sagði Jón Daði. „Við þurfum að halda áfram í sömu gildi og áður sem er sterkur varnarleikur. Svo erum við alltaf sterkir í föstum leikatriðum. Við þurfum að treysta á það að geta haldið boltanum líka af og til og sækja á þá þegar við getum. Það hefur gengið vel hingað til og það breytist ekkert,“ sagði Jón Daði. Jón Daði fékk sitt fyrsta tækifæri í keppnisleik með landsliðinu á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum haustið 2014. Hann borgaði fyrir traustið með því að skora í 3-0 sigri. „Það er leikur sem verður lengi hafður í minni. Ég hef alltaf gaman að því að spila á móti Tyrklandi. Þetta er skemmtileg fótboltaþjóð og það er svo mikil stemmning. Ég get bara ekki beðið eftir leiknum,“ sagði Jón Daði sem átti einnig mjög góðan leik í 3-0 sigri á Tyrkjum í síðasta leik þjóðanna í Tyrklandi. „Það er einn af þessum leikjum hjá manni þar sem maður er í algjöru flæði og allt gengur upp. Allar snertingar og allt. Það var æðislegur leikur að upplifa og kom okkur líka langleiðina á HM á sínum tíma. Þarna eru góðar minningar og getum við skapað fleiri minningar,“ sagði Jón Daði sem átti tvær stoðsendingar í leiknum. „Við höfum upplifað svo margt í gegnum tíðina og hópurinn er það reynslumikill að við förum bara með fulla einbeitingu í þennan leik og ekkert með neitt hik eða eitthvað hálfkák. Ef við gerum það og verðum allir hundrað prósent með hausinn í lagi og líkamann líka þá hef ég engar áhyggjur af þessu,“ sagði Jón Daði.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Sjá meira