Harry Kane og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir þrennu í leikjum sínum.
Guðjón Guðmundsson tók saman mörkin úr leikjunum í Sportpakkanum.
England vann 7-0 sigur á Svartfjallalandi á heimavelli og tryggði sætið á EM 2020 með stæl. Kane skoraði þrennu á tuttugu mínútna kafla í hálfleik.
Hin mörk Englendinga skoruðu Alex Oxlade-Chamberlain, Marcus Rashford, Tammy Abraham og Svartfellingar gerðu eitt sjálfsmark.
Portúgal vann 6-0 sigur á Litháen þar sem Ronaldo skoraði þrennu.
Hann er nú kominn í 98 landsliðsmörk og styttist óðum í að hann verði markahæsti landsliðsmaður allra tíma, en það er Íraninn Ali Daei sem skoraði 109 mörk á ferlinum.