Hún á það besta skilið Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. nóvember 2019 11:00 Ása segir mikið vanta upp á í endurhæfingu á Íslandi. Hún segir Grensásdeild ekki í stakk búna til að veita þá þjónustu sem Jóna systir hennar þarf á að halda. Fréttablaðið/Ernir Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi hafa 1.578 manns látið lífið í umferðinni og margfalt fleiri slasast. Á morgun er haldinn hátíðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa og af því tilefni verða minningarathafnir haldnar um land allt, meðal annars við Landspítalann í Fossvogi. Ása Ottesen flytur ávarp á minningarathöfninni en hún hefur tvisvar á lífsleiðinni upplifað það að nánir aðstandendur hennar lendi í umferðarslysi. Þegar Ása var átján ára lenti fjölskylda hennar í alvarlegu slysi rétt utan við Mosfellsbæ. Í slysinu slasaðist móðir hennar alvarlega og bróðir hennar, Marínó, lét lífið aðeins tveggja ára gamall. Þann fyrsta júní á þessu ári lenti systir Ásu, Jóna, í alvarlegu slysi og er í hjólastól. „Ég held að þegar einhver svona nákominn þér er að berjast fyrir lífi sínu þá fari maður annaðhvort til baka og alveg inn í sig eða keyri þetta áfram og ég er búin að gera það,“ segir Ása.Mikilvæg skilaboð „Þegar ég var beðin um að flytja ávarp á minningarathöfninni á sunnudaginn var ég ekki viss hvort ég ætti að gera það eða ekki því að mig langar ekki beint til að standa fyrir framan fólk og tala um það hvað allt sé erfitt svo ég sagðist myndu hugsa málið,“ segir Ása. „Því meira sem ég hugsað þá áttaði ég mig á því að ég gæti kannski komið einhverjum mikilvægum skilaboðum á framfæri með því að gera það. Að þetta gæti verið tækifæri fyrir mig til að láta í mér heyra varðandi vegina hér, hætturnar í umferðinni og svo auðvitað til að þakka öllum viðbragðsaðilunum sem komu að slysinu,“ segir Ása. „Mér finnst það vera mitt hlutverk að tala um þetta systur minnar vegna,“ bætir hún við.Ãsa OttesenÞegar Jóna lenti í slysinu var Ugla fimm ára dóttir hennar með henni í bílnum. Ugla slapp ómeidd en Jóna slasaðist alvarlega og hlaut mænuskaða. „Slysið varð um mitt sumar svo það voru margir bílar á ferð. Bara allir í halarófu og þegar þetta gerist þá er erlendur læknir í einum bílnum og hjúkrunarfræðingur í öðrum, segir Ása. „Hjúkrunarfræðingurinn var kona sem kannaðist við Jónu og þegar hún kemur að slysinu hleypur hún strax að Uglu og sér að hún er alveg í lagi. Hún tekur Uglu í sinn bíl svo hún þurfti ekki að vera í allri hringiðunni og upplifa hræðsluna sem því fylgir. Hún fer bara strax með hana í bílinn og tekur hana alveg að sér. Hún veitir Uglu strax svo góða aðhlynningu,“ segir Ása. „Jóna segir lækninum að hún geti ekki hreyft sig. Hann fattar strax að það megi ekkert hreyfa við henni og hlúir að henni alveg þangað til þyrlan kemur,“ segir hún og bætir við að mikilvægt sé að fólk kunni að bregðast rétt við í aðstæðum sem þessum. ,,Bæði í þessu slysi og í slysum almennt er mjög mikilvægt að fólk kunni að bregðast við, að fólk sé til dæmis ekki hreyft til því að maður veit aldrei hvað er brotið og það getur skipt svo miklu máli fyrir batann,“ segir hún.Endurhæfingin ekki sem skyldi Árið 1997, eftir að móðir Ásu lenti í slysinu eyddi hún tíma á gjörgæslu og þaðan fór hún á bæklunardeild. ,,Mamma var mjög fljót að koma sér í stand eftir slysið. Hún lifir góðu lífi í dag, alltaf á fjöllum, syndir og hleypur,“ segir Ása. „Batinn hjá Jónu er allt öðruvísi. Hún var á gjörgæslu lengur en hún hefði þurft að vera því það var ekki pláss á heila- og taugadeildinni. Þegar hún kom þangað varð hún svo líka að vera þar lengur en hún hefði þurft því að það var ekki pláss á Grensási,“ segir hún. Það var mikil tilhlökkun í allri fjölskyldunni eftir að Jóna kæmist að á Grensási, endurhæfingardeild Landspítalans. Þau stóðu í þeirri trú að þar myndi bataferlið hefjast fyrir alvöru. „Við vorum búin að bíða eftir því að hún kæmist á Grensás því að þá áttu hlutirnir að fara að gerast en það er rosa lítið prógramm í gangi þar. Það er sjúkraþjálfun í klukkutíma svo hlé og svo aftur sjúkraþjálfun í klukkutíma. Svo bara eiginlega ekkert meir. Hún er mestmegnis að horfa bara út í loftið og mikill tími sem fer í að gera ekki neitt, sem okkur finnst ekki nógu gott,“ segir Ása. Hún segir að endurhæfingardeildin á Grensási sé löngu sprungin. Þar sé biðlisti og húsnæðið hafi ekki burði til að sinna þeirri starfsemi sem nauðsynleg sé í endurhæfingu. „Það eru allir sammála um að það þurfi stærra húsnæði undir deildina, það er meira að segja búið að teikna hana en eitthvað er því til fyrirstöðu að hún sé byggð,“ útskýrir Ása.Úrræðin ekki til á Íslandi „Edda Heiðrún Backman leikkona ásamt Hollvinum Grensásdeildar, hrinti af stað söfnun sem var kölluð Á rás fyrir Grensás fyrir tíu árum. Þar söfnuðust yfir 100 milljónir svo það er til peningur fyrir til dæmis nýjum tækjum en það er ekki pláss fyrir þau í húsnæðinu. Það var dálítið áfall að heyra það,“ segir Ása og vonbrigðin leyna sér ekki. „Grensás var byggt árið 1973 og það hefur bara verið eins síðan þá, ekki einu herbergi hefur verið bætt við. Það er biðlisti þangað inn og það er rosa slæmt fyrir fólk sem er til dæmis með mænuskaða því að heilinn og taugarnar eru fljót að gleyma sínu hlutverki og biðin getur hægt á batanum,“ segir hún. Fljótlega eftir að Jóna lenti í slysinu hóf Ása að kanna hvað væri í boði fyrir fólk í hennar stöðu. Þá sá hún að ýmis úrræði voru í boði fyrir fólk með mænuskaða en fæst þeirra væru þó í boði hér á landi. „Svo fór ég að heyra það frá fólki sem þekkti til að þessi úrræði væru ekki í boði á Grensási,“ útskýrir Ása. „Það er ömurlegt að vita af systur minni þarna inni í umhverfi sem hefur ekki breyst síðan 1973 og að hún fái ekki þau úrræði sem hún ætti að geta fengið,“ segir Ása. Ása áttaði sig á því snemma í ferlinu að Jóna fengi ekki þá þjónustu sem hún þyrfti á Grensási. „Það er ekki við starfsfólkið að sakast, þau eru öll að vinna sína vinnu, þetta eru einhverjir með meiri völd sem stjórna þessu og heilbrigðisráðherra ætti kannski að fara að skoða þetta og gera eitthvað í ástandinu,“ segir hún.Halda í vonina Ása, ásamt vinkonum hennar og Jónu, setti af stað söfnun fyrir Jónu. Hópurinn hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu og þar safnaðist dágóð upphæð. „Systir mín á skilið að fara í bestu meðferðina til að eiga sem bestan möguleika á bata og þess vegna ákváðum við safna peningum,“ segir Ása og bætir við að meðferðirnar sem Jóna þarfnast séu ekki einu þættirnir sem þýði aukinn kostnað fyrir fjölskylduna eftir slysið. „Íbúðin þeirra hentar þeim ekki lengur og ekki bíllinn svo peningurinn sem safnaðist mun fara í þetta og endurhæfinguna sama hvort hún verður hér eða ef við þurfum að fara út,“ segir Ása. Aðspurð hvort fjölskyldan hafi íhugað að fara til útlanda til að leita að þjónustu fyrir Jónu segir hún ekkert útilokað í þeim efnum. „Þegar Marínó bróðir dó fylgdi því mikil sorg sem við þurftum að læra að lifa með. Við minnumst hans í dag með hlýju, höldum upp á afmælið hans og höfum vanist því að lifa með sorginni,“ segir Ása. „En Jóna lifði af og þar er von. Maður veit aldrei hvað gerist og við munum reyna að gera allt til þess að hjálpa henni,“ segir Ása. „Hún fékk símtal um daginn frá sérfræðingum í handaaðgerðum í Svíþjóð. Jóna getur hreyft hendurnar og er farin að gera hluti sem hún gat ekki gert fyrst og þessi aðgerð gæti mögulega hjálpað henni að bæta enn meira það sem komið er,“ bætir Ása við.Áhrif á alla fjölskylduna Slysið hefur breytt lífi allrar fjölskyldunnar en Ása lítur á verkefnið þannig að nú þurfi þau aftur að læra að lifa lífinu öðruvísi líkt og þegar þau misstu Marínó. „Þetta breytir hennar lífi ótrúlega mikið og auðvitað lífi dóttur hennar sem þarf að læra að lifa með þessu og læra að lifa með því að eiga mömmu sem er í þessari aðstöðu. En hún er svo mögnuð, alveg grjóthörð við mömmu sína,“ segir Ása. „Auðvitað hefur þetta breytt lífi okkar allra en ég sé fyrir mér að við Jóna getum haldið áfram að gera allt saman sem við vorum vanar að gera, við þurfum bara að læra að gera það öðruvísi,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Frá því að fyrsta banaslysið í umferðinni var skráð á Íslandi hafa 1.578 manns látið lífið í umferðinni og margfalt fleiri slasast. Á morgun er haldinn hátíðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa og af því tilefni verða minningarathafnir haldnar um land allt, meðal annars við Landspítalann í Fossvogi. Ása Ottesen flytur ávarp á minningarathöfninni en hún hefur tvisvar á lífsleiðinni upplifað það að nánir aðstandendur hennar lendi í umferðarslysi. Þegar Ása var átján ára lenti fjölskylda hennar í alvarlegu slysi rétt utan við Mosfellsbæ. Í slysinu slasaðist móðir hennar alvarlega og bróðir hennar, Marínó, lét lífið aðeins tveggja ára gamall. Þann fyrsta júní á þessu ári lenti systir Ásu, Jóna, í alvarlegu slysi og er í hjólastól. „Ég held að þegar einhver svona nákominn þér er að berjast fyrir lífi sínu þá fari maður annaðhvort til baka og alveg inn í sig eða keyri þetta áfram og ég er búin að gera það,“ segir Ása.Mikilvæg skilaboð „Þegar ég var beðin um að flytja ávarp á minningarathöfninni á sunnudaginn var ég ekki viss hvort ég ætti að gera það eða ekki því að mig langar ekki beint til að standa fyrir framan fólk og tala um það hvað allt sé erfitt svo ég sagðist myndu hugsa málið,“ segir Ása. „Því meira sem ég hugsað þá áttaði ég mig á því að ég gæti kannski komið einhverjum mikilvægum skilaboðum á framfæri með því að gera það. Að þetta gæti verið tækifæri fyrir mig til að láta í mér heyra varðandi vegina hér, hætturnar í umferðinni og svo auðvitað til að þakka öllum viðbragðsaðilunum sem komu að slysinu,“ segir Ása. „Mér finnst það vera mitt hlutverk að tala um þetta systur minnar vegna,“ bætir hún við.Ãsa OttesenÞegar Jóna lenti í slysinu var Ugla fimm ára dóttir hennar með henni í bílnum. Ugla slapp ómeidd en Jóna slasaðist alvarlega og hlaut mænuskaða. „Slysið varð um mitt sumar svo það voru margir bílar á ferð. Bara allir í halarófu og þegar þetta gerist þá er erlendur læknir í einum bílnum og hjúkrunarfræðingur í öðrum, segir Ása. „Hjúkrunarfræðingurinn var kona sem kannaðist við Jónu og þegar hún kemur að slysinu hleypur hún strax að Uglu og sér að hún er alveg í lagi. Hún tekur Uglu í sinn bíl svo hún þurfti ekki að vera í allri hringiðunni og upplifa hræðsluna sem því fylgir. Hún fer bara strax með hana í bílinn og tekur hana alveg að sér. Hún veitir Uglu strax svo góða aðhlynningu,“ segir Ása. „Jóna segir lækninum að hún geti ekki hreyft sig. Hann fattar strax að það megi ekkert hreyfa við henni og hlúir að henni alveg þangað til þyrlan kemur,“ segir hún og bætir við að mikilvægt sé að fólk kunni að bregðast rétt við í aðstæðum sem þessum. ,,Bæði í þessu slysi og í slysum almennt er mjög mikilvægt að fólk kunni að bregðast við, að fólk sé til dæmis ekki hreyft til því að maður veit aldrei hvað er brotið og það getur skipt svo miklu máli fyrir batann,“ segir hún.Endurhæfingin ekki sem skyldi Árið 1997, eftir að móðir Ásu lenti í slysinu eyddi hún tíma á gjörgæslu og þaðan fór hún á bæklunardeild. ,,Mamma var mjög fljót að koma sér í stand eftir slysið. Hún lifir góðu lífi í dag, alltaf á fjöllum, syndir og hleypur,“ segir Ása. „Batinn hjá Jónu er allt öðruvísi. Hún var á gjörgæslu lengur en hún hefði þurft að vera því það var ekki pláss á heila- og taugadeildinni. Þegar hún kom þangað varð hún svo líka að vera þar lengur en hún hefði þurft því að það var ekki pláss á Grensási,“ segir hún. Það var mikil tilhlökkun í allri fjölskyldunni eftir að Jóna kæmist að á Grensási, endurhæfingardeild Landspítalans. Þau stóðu í þeirri trú að þar myndi bataferlið hefjast fyrir alvöru. „Við vorum búin að bíða eftir því að hún kæmist á Grensás því að þá áttu hlutirnir að fara að gerast en það er rosa lítið prógramm í gangi þar. Það er sjúkraþjálfun í klukkutíma svo hlé og svo aftur sjúkraþjálfun í klukkutíma. Svo bara eiginlega ekkert meir. Hún er mestmegnis að horfa bara út í loftið og mikill tími sem fer í að gera ekki neitt, sem okkur finnst ekki nógu gott,“ segir Ása. Hún segir að endurhæfingardeildin á Grensási sé löngu sprungin. Þar sé biðlisti og húsnæðið hafi ekki burði til að sinna þeirri starfsemi sem nauðsynleg sé í endurhæfingu. „Það eru allir sammála um að það þurfi stærra húsnæði undir deildina, það er meira að segja búið að teikna hana en eitthvað er því til fyrirstöðu að hún sé byggð,“ útskýrir Ása.Úrræðin ekki til á Íslandi „Edda Heiðrún Backman leikkona ásamt Hollvinum Grensásdeildar, hrinti af stað söfnun sem var kölluð Á rás fyrir Grensás fyrir tíu árum. Þar söfnuðust yfir 100 milljónir svo það er til peningur fyrir til dæmis nýjum tækjum en það er ekki pláss fyrir þau í húsnæðinu. Það var dálítið áfall að heyra það,“ segir Ása og vonbrigðin leyna sér ekki. „Grensás var byggt árið 1973 og það hefur bara verið eins síðan þá, ekki einu herbergi hefur verið bætt við. Það er biðlisti þangað inn og það er rosa slæmt fyrir fólk sem er til dæmis með mænuskaða því að heilinn og taugarnar eru fljót að gleyma sínu hlutverki og biðin getur hægt á batanum,“ segir hún. Fljótlega eftir að Jóna lenti í slysinu hóf Ása að kanna hvað væri í boði fyrir fólk í hennar stöðu. Þá sá hún að ýmis úrræði voru í boði fyrir fólk með mænuskaða en fæst þeirra væru þó í boði hér á landi. „Svo fór ég að heyra það frá fólki sem þekkti til að þessi úrræði væru ekki í boði á Grensási,“ útskýrir Ása. „Það er ömurlegt að vita af systur minni þarna inni í umhverfi sem hefur ekki breyst síðan 1973 og að hún fái ekki þau úrræði sem hún ætti að geta fengið,“ segir Ása. Ása áttaði sig á því snemma í ferlinu að Jóna fengi ekki þá þjónustu sem hún þyrfti á Grensási. „Það er ekki við starfsfólkið að sakast, þau eru öll að vinna sína vinnu, þetta eru einhverjir með meiri völd sem stjórna þessu og heilbrigðisráðherra ætti kannski að fara að skoða þetta og gera eitthvað í ástandinu,“ segir hún.Halda í vonina Ása, ásamt vinkonum hennar og Jónu, setti af stað söfnun fyrir Jónu. Hópurinn hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu og þar safnaðist dágóð upphæð. „Systir mín á skilið að fara í bestu meðferðina til að eiga sem bestan möguleika á bata og þess vegna ákváðum við safna peningum,“ segir Ása og bætir við að meðferðirnar sem Jóna þarfnast séu ekki einu þættirnir sem þýði aukinn kostnað fyrir fjölskylduna eftir slysið. „Íbúðin þeirra hentar þeim ekki lengur og ekki bíllinn svo peningurinn sem safnaðist mun fara í þetta og endurhæfinguna sama hvort hún verður hér eða ef við þurfum að fara út,“ segir Ása. Aðspurð hvort fjölskyldan hafi íhugað að fara til útlanda til að leita að þjónustu fyrir Jónu segir hún ekkert útilokað í þeim efnum. „Þegar Marínó bróðir dó fylgdi því mikil sorg sem við þurftum að læra að lifa með. Við minnumst hans í dag með hlýju, höldum upp á afmælið hans og höfum vanist því að lifa með sorginni,“ segir Ása. „En Jóna lifði af og þar er von. Maður veit aldrei hvað gerist og við munum reyna að gera allt til þess að hjálpa henni,“ segir Ása. „Hún fékk símtal um daginn frá sérfræðingum í handaaðgerðum í Svíþjóð. Jóna getur hreyft hendurnar og er farin að gera hluti sem hún gat ekki gert fyrst og þessi aðgerð gæti mögulega hjálpað henni að bæta enn meira það sem komið er,“ bætir Ása við.Áhrif á alla fjölskylduna Slysið hefur breytt lífi allrar fjölskyldunnar en Ása lítur á verkefnið þannig að nú þurfi þau aftur að læra að lifa lífinu öðruvísi líkt og þegar þau misstu Marínó. „Þetta breytir hennar lífi ótrúlega mikið og auðvitað lífi dóttur hennar sem þarf að læra að lifa með þessu og læra að lifa með því að eiga mömmu sem er í þessari aðstöðu. En hún er svo mögnuð, alveg grjóthörð við mömmu sína,“ segir Ása. „Auðvitað hefur þetta breytt lífi okkar allra en ég sé fyrir mér að við Jóna getum haldið áfram að gera allt saman sem við vorum vanar að gera, við þurfum bara að læra að gera það öðruvísi,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Viðtal Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira