Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Birkir bestur Íþróttadeild skrifar 17. nóvember 2019 21:30 Birkir var maður leiksins í Moldóvu. vísir/getty Ísland vann Moldóvu, 1-2, í Kísenev í lokaleik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland endaði í 3. sæti riðilsins með 19 stig. Íslenska liðið fer í umspil um sæti á EM í mars á næsta ári. Það kemur í ljós á föstudaginn hverjum Ísland mætir í undanúrslitum umspilsins. Birkir Bjarnason, besti maður vallarins, kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir sendingu frá Mikael Neville Anderson. Staðan var 0-1 í hálfleik, Íslendingum í vil. Nicolae Milinceanu jafnaði fyrir Moldóvu á 56. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmark Íslands. Hann klúðraði svo vítaspyrnu á 78. mínútu. Eins og áður sagði var Birkir bestur á vellinum. Mikael og Gylfi áttu einnig góðan leik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Moldóvar áttu nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem Hannes greip af öryggi. Gat ekkert gert í markinu sem Milinceanu skoraði.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 5 Gaf Sergiu Platica alltof mikinn tíma á vinstri kantinum, m.a. í markinu. Bauð upp á lítið í sókninni.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Vonbrigðaframmistaða hjá Sverri. Frekar óöruggur og illa staðsettur í markinu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Las leikinn vel og lék vel í fyrri hálfleik. Ekki nógu góður í þeim seinni og leit ekki vel út í dauðafærinu sem Vitalie Damascan fékk. Hefði líka getað gert betur í markinu.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Allar bestu sóknir Íslands í fyrri hálfleik komu upp vinstri kantinn. Fékk mikinn tíma og pláss og nýtti það að mestu vel. Átti stóran þátt í fyrsta markinu. Minna áberandi í seinni hálfleik.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 6 Var lítið í boltanum eins og gegn Tyrklandi en gerði vel í sigurmarkinu og fiskaði vítið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Skoraði sigurmarkið og hefði hæglega geta skorað fleiri mörk. Klúðraði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Átti nokkrar hættulegar tilraunir eftir það.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Skoraði og átti skot í slá og stöng. Var allt í öllu í íslenska liðinu meðan hann var inni á miðjunni. Færði sig út á vinstri kantinn eftir að Mikael fór af velli. Frábær í síðustu fjórum leikjunum í undankeppninni.Mikael Neville Anderson, vinstri kantmaður 7 Lagði upp markið fyrir Birki. Líflegur, vel spilandi og flinkur leikmaður. Fékk að finna fyrir því og þurfti á endanum að fara meiddur af velli.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Nokkrir kröftugir sprettir en ekki ógnandi upp við markið. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Átti þátt í öðru markinu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 5 Fór meiddur af velli á 29. mínútu. Hafði lítið gert fram að því.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson - 5 (Kom inn fyrir Kolbein á 29. mínútu) Komst í dauðafæri skömmu eftir að hann kom inn á en Alexei Koselev varði skot hans. Fyrirgjöf hans skapaði sigurmarkið.Samúel Kári Friðjónsson - 6 (Kom inn fyrir Mikael á 55. mínútu) Moldóva jafnaði skömmu eftir að Samúel kom inn á. Jafnaði sig fljótt á því og lét boltann ganga vel.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Birki á 87. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Ísland vann Moldóvu, 1-2, í Kísenev í lokaleik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland endaði í 3. sæti riðilsins með 19 stig. Íslenska liðið fer í umspil um sæti á EM í mars á næsta ári. Það kemur í ljós á föstudaginn hverjum Ísland mætir í undanúrslitum umspilsins. Birkir Bjarnason, besti maður vallarins, kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir sendingu frá Mikael Neville Anderson. Staðan var 0-1 í hálfleik, Íslendingum í vil. Nicolae Milinceanu jafnaði fyrir Moldóvu á 56. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmark Íslands. Hann klúðraði svo vítaspyrnu á 78. mínútu. Eins og áður sagði var Birkir bestur á vellinum. Mikael og Gylfi áttu einnig góðan leik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Moldóvar áttu nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem Hannes greip af öryggi. Gat ekkert gert í markinu sem Milinceanu skoraði.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 5 Gaf Sergiu Platica alltof mikinn tíma á vinstri kantinum, m.a. í markinu. Bauð upp á lítið í sókninni.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Vonbrigðaframmistaða hjá Sverri. Frekar óöruggur og illa staðsettur í markinu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Las leikinn vel og lék vel í fyrri hálfleik. Ekki nógu góður í þeim seinni og leit ekki vel út í dauðafærinu sem Vitalie Damascan fékk. Hefði líka getað gert betur í markinu.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Allar bestu sóknir Íslands í fyrri hálfleik komu upp vinstri kantinn. Fékk mikinn tíma og pláss og nýtti það að mestu vel. Átti stóran þátt í fyrsta markinu. Minna áberandi í seinni hálfleik.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 6 Var lítið í boltanum eins og gegn Tyrklandi en gerði vel í sigurmarkinu og fiskaði vítið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Skoraði sigurmarkið og hefði hæglega geta skorað fleiri mörk. Klúðraði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Átti nokkrar hættulegar tilraunir eftir það.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Skoraði og átti skot í slá og stöng. Var allt í öllu í íslenska liðinu meðan hann var inni á miðjunni. Færði sig út á vinstri kantinn eftir að Mikael fór af velli. Frábær í síðustu fjórum leikjunum í undankeppninni.Mikael Neville Anderson, vinstri kantmaður 7 Lagði upp markið fyrir Birki. Líflegur, vel spilandi og flinkur leikmaður. Fékk að finna fyrir því og þurfti á endanum að fara meiddur af velli.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Nokkrir kröftugir sprettir en ekki ógnandi upp við markið. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Átti þátt í öðru markinu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 5 Fór meiddur af velli á 29. mínútu. Hafði lítið gert fram að því.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson - 5 (Kom inn fyrir Kolbein á 29. mínútu) Komst í dauðafæri skömmu eftir að hann kom inn á en Alexei Koselev varði skot hans. Fyrirgjöf hans skapaði sigurmarkið.Samúel Kári Friðjónsson - 6 (Kom inn fyrir Mikael á 55. mínútu) Moldóva jafnaði skömmu eftir að Samúel kom inn á. Jafnaði sig fljótt á því og lét boltann ganga vel.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Birki á 87. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45