Gylfi klúðrað fjórum af síðustu sex vítum fyrir landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2019 13:30 Gylfi hefur átt erfitt uppdráttar á vítapunktinum. vísir/getty Gylfa Þór Sigurðssyni brást bogalistin á vítapunktinum þegar Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020 í gær. Gylfi skoraði sigurmark Íslands á 65. mínútu. Átta mínútum fyrir leikslok fékk hann tækifæri til að skora annað mark sitt og þriðja mark Íslendinga úr vítaspyrnu. Alexei Koselev, markvörður Moldóvu, sá hins vegar við honum. Hafnfirðingurinn hefur klúðrað fjórum af síðustu sex vítaspyrnum sínum með íslenska landsliðinu. Gylfi skoraði úr fyrstu sex vítaspyrnunum sem hann tók fyrir landsliðið. Fyrsta landsliðsmarkið kom einmitt úr víti, í 5-3 tapi fyrir Portúgal 2011. Hann klikkaði fyrst í 3-2 sigri á Finnlandi í undankeppni HM haustið 2016. Hann skaut þá í slá. Gylfi skaut yfir úr vítaspyrnu í 2-0 tapi Íslands fyrir Nígeríu í Volgograd á HM 2018. Í næsta leik, gegn Króatíu, skoraði hann úr vítaspyrnu. Í 2-0 sigrinum á Andorra 14. október 2019 varði Josep Gómes vítaspyrnu Gylfa. Hann klikkaði svo aftur á vítapunktinum í gær. Gylfi hefur ekki bara átt í vandræðum á vítapunktinum með landsliðinu heldur einnig með Everton. Á síðasta tímabili klikkaði hann á þremur vítaspyrnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur alls klúðrað átta vítaspyrnum á ferlinum, þar af sex síðan í júní 2018.Vítaspyrnur Gylfa fyrir landsliðið: MARK 5-3 tap fyrir Portúgal 2011 MARK 2-0 sigur á Holland 2014 MARK 0-1 sigur á Hollandi 2015 MARK 4-2 tap fyrir Póllandi 2015 MARK 3-2 tap fyrir Noregi 2016 MARK 1-1 jafntefli við Ungverjaland 2016 SLÁIN 3-2 sigur á Finnlandi 2016 MARK 1-2 sigur á Kósóvó 2017 YFIR 2-0 tap fyrir Nígeríu 2018 MARK 1-2 tap fyrir Króatíu 2018 VARIÐ 2-0 sigur á Andorra 2019 VARIÐ 1-2 sigur á Moldóvu 2019 EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir nálgast markahæstu menn Birkir Bjarnason er áttundi markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 18. nóvember 2019 08:00 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Moldóvu Ísland lauk leik í undankeppni EM 2020 með sigri á Moldóvu í Kísínev. 18. nóvember 2019 09:30 Umfjöllun: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi skoraði sigurmarkið en klikkaði líka á enn einu vítinu Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Gylfa Þór Sigurðssyni brást bogalistin á vítapunktinum þegar Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020 í gær. Gylfi skoraði sigurmark Íslands á 65. mínútu. Átta mínútum fyrir leikslok fékk hann tækifæri til að skora annað mark sitt og þriðja mark Íslendinga úr vítaspyrnu. Alexei Koselev, markvörður Moldóvu, sá hins vegar við honum. Hafnfirðingurinn hefur klúðrað fjórum af síðustu sex vítaspyrnum sínum með íslenska landsliðinu. Gylfi skoraði úr fyrstu sex vítaspyrnunum sem hann tók fyrir landsliðið. Fyrsta landsliðsmarkið kom einmitt úr víti, í 5-3 tapi fyrir Portúgal 2011. Hann klikkaði fyrst í 3-2 sigri á Finnlandi í undankeppni HM haustið 2016. Hann skaut þá í slá. Gylfi skaut yfir úr vítaspyrnu í 2-0 tapi Íslands fyrir Nígeríu í Volgograd á HM 2018. Í næsta leik, gegn Króatíu, skoraði hann úr vítaspyrnu. Í 2-0 sigrinum á Andorra 14. október 2019 varði Josep Gómes vítaspyrnu Gylfa. Hann klikkaði svo aftur á vítapunktinum í gær. Gylfi hefur ekki bara átt í vandræðum á vítapunktinum með landsliðinu heldur einnig með Everton. Á síðasta tímabili klikkaði hann á þremur vítaspyrnum í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur alls klúðrað átta vítaspyrnum á ferlinum, þar af sex síðan í júní 2018.Vítaspyrnur Gylfa fyrir landsliðið: MARK 5-3 tap fyrir Portúgal 2011 MARK 2-0 sigur á Holland 2014 MARK 0-1 sigur á Hollandi 2015 MARK 4-2 tap fyrir Póllandi 2015 MARK 3-2 tap fyrir Noregi 2016 MARK 1-1 jafntefli við Ungverjaland 2016 SLÁIN 3-2 sigur á Finnlandi 2016 MARK 1-2 sigur á Kósóvó 2017 YFIR 2-0 tap fyrir Nígeríu 2018 MARK 1-2 tap fyrir Króatíu 2018 VARIÐ 2-0 sigur á Andorra 2019 VARIÐ 1-2 sigur á Moldóvu 2019
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir nálgast markahæstu menn Birkir Bjarnason er áttundi markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 18. nóvember 2019 08:00 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Moldóvu Ísland lauk leik í undankeppni EM 2020 með sigri á Moldóvu í Kísínev. 18. nóvember 2019 09:30 Umfjöllun: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi skoraði sigurmarkið en klikkaði líka á enn einu vítinu Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Birkir nálgast markahæstu menn Birkir Bjarnason er áttundi markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 18. nóvember 2019 08:00
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Moldóvu Ísland lauk leik í undankeppni EM 2020 með sigri á Moldóvu í Kísínev. 18. nóvember 2019 09:30
Umfjöllun: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi skoraði sigurmarkið en klikkaði líka á enn einu vítinu Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45