Íslendingur sem aldrei hefur spilað fótbolta starfsmannastjóri hjá Barcelona Anton Ingi Leifsson skrifar 20. nóvember 2019 08:30 Sara Jóhannsdóttir hefur gert góða hluti í Barcelona. mynd/sj Sara Jóhannsdóttir er Akureyringur sem býr í Barcelona. Þar vinnur hún fyrir eitt stærsta, ef ekki stærsta, knattspyrnufélag heims, Barcelona. Sara er starfsmannastjóri hjá akademíu félagsins. Flestir myndu halda að hin 28 ára Sara ætti langan og flottan fótboltaferil að baki en svo er ekki. Hún hefur nefnilega aldrei æft né spilað fótbolta en hún leiddist inn í starfið eftir að hafa kynnst fólki sem starfar innan félagsins. „Ætli það sé ekki smá fyndið að ég hefi sjálf aldrei spilað fótbolta og nú snúast allir dagar hjá mér um þessa íþrótt. Ég hef alltaf verið á hliðarlínunni að fylgjast með vinum mínum og verið mikið inn í þessum heimi en aldrei sem leikmaður,“ sagði Sara þegar Vísir sló á þráðinn til hennar á dögunum. Hún var nýkomin til baka til Barcelona eftir örlítið frí og hún gaf sér tíma til að spjalla við Vísi um starfið. „Ég er fædd og uppalin á Akureyri, þar sem öll fjölskyldan mín er, en fluttist síðan í Hafnarfjörð þegar ég var á unglingsaldri. Ég var í ballett og dansi frá 6 ára aldri en þurfti svo að hætta vegna meiðsla þegar ég var að byrja í framhaldsskóla.“ „Íþróttir áttu aldrei hug minn allan nema bara á hliðarlínunni, sem síðar kom útskýring á þegar ég varð fullorðin og greindist með hjartagalla. Þar útskýrðist af hverju íþróttir fyrir mig voru meira heillandi að horfa á en stunda sjálf. Fótbolti hefur einhvern veginn alltaf heillað mig en aldrei datt mér í hug að lífið mitt myndi snúast um íþrótt sem ég hef sjálf aldrei spilað.“ Sara vinnur hjá risafélagi og starfið er ekki af verri endanum. „Ég vinn sem tengiliður fyrir fótboltaakademíu Barcelona þar sem ég sé um alþjóðahlutann hjá akademíunni. Ég er starfsmannastjóri þar og held utan um fjölskyldur allra þeirra leikmanna sem koma til okkar en Barcelona vinnur með nokkrum tengiliðafyrirtækjum. Þá koma krakkar hingað og fá að æfa og kynnast betur þeirri aðferðafræði sem er hérna.“ „Þetta eru ungir leikmenn sem koma hingað og æfa í tíu daga og öll aðstaða er eins og hjá aðalliðinu. Flestir af þeim krökkum sem fá boðið hafa komið í gegnum Barca Academy Camps sem eru staðsettar út um allan heim. Eftir að hafa tekið þátt í þeim námskeiðum hafa þau fengið að koma og prufa sig áfram hér.“ Sara sér ekki eftir ákvörðuninni að flytja til Spánar fyrir fimm árum en þá dróst hún inn í starfið samhliða námi sínu. „Þegar ég flutti hingað fyrst fyrir fimm árum síðan eignaðist ég vini sem unnu fyrir félagið og kynntist liðinu þá betur. Ég byrjaði að vinna á mörgum íþróttaviðburðum í borginni og kjölfarið kom mér alveg inn í þennan fótboltaheim. Ég hef náð að sameina vinnuna mína og námið mitt í alþjóðaviðskiptum vel. Ég lagði sjálf áherslu á markaðsfræði í náminu mínu, og að vinna á bak við tjöldin hjá þessum félögum hefur gefið mér heilmikla reynslu og betri innsýn inn í íþróttaheiminn.“ „Þetta eru ungir leikmenn sem koma hingað og æfa í tíu daga og öll aðstaða er eins og hjá aðalliðinu. Flestir af þeim krökkum sem fá boðið hafa komið í gegnum Barca Academy. Eftir að hafa tekið þátt í þeim námskeiðum hafa þau fengið að koma og prófa.“Sara með leikmönnum í Barca Academy sem hafa heimsótt félagið.mynd/sjUnnið fyrir tvö af stærstu knattspyrnufélög heims Sara vinnur ekki náið með krökkunum en hefur margar sögur af þeim krökkum sem koma í akademíuna. Argentínski snillingurinn, Lionel Messi, er eðlilega í miklu uppáhaldi hjá krökkunum. „Allir leikirnir sem ég fengið tækifæri til að horfa á og fólkið sem ég hef kynnst hafa gert þennan fótboltatíma enn eftirminnilegri. Ég sjálf sé ekki um leikmennina sem koma til okkar en hef stundum tíma til að kíkja á æfingasvæði.“ „Í síðasta mánuði voru við með stelpuhóp, 80 stelpur, og nokkrar voru svo heppnar að sjá Messi og eiginkonu hans og börn á æfingasvæðinu. Það er alltaf jafn gaman að sjá hamingjuna hjá krökkunum þegar þau sjá leikmennina, ætli það sé ekki skemmtilegast.“ Það má heyra á Söru að það fer vel um hana í Katalóníu. Hún ber Barcelona vel söguna sem og upplifun sína í borginni, sem hefur opnað nýjar leiðir fyrir hana inn í þennan fótboltaheim. „Það hefur verið góður undirbúningur að fylgjast með Barcelona síðustu ár og séð hvernig allt virkar. Hversu mikið er lagt upp úr öryggi leikmannana frá öllum hliðum er eitthvað sem ég hafði aldrei hugsað um áður en ég hóf störf hjá félaginu. Það er lagt mikið upp úr því að leikmennirnir séu öruggir og þeirra hamingja sé í fyrirrúmi.“ Það er ekki bara Barcelona sem Sara hefur unnið fyrir. Englandsmeistarar síðustu tveggja ára hafa einnig notið krafta Söru. „Ég hef verið að vinna fyrir Barcelona og hef svo verið í aukaverkefnum fyrir Manchester City,“ segir Sara sem hefur því unnið fyrir tvö stærstu knattspyrnufélög heims. En hvað hefur hún verið að gera fyrir Manchester City? „Fótboltaakademían hjá City er að stækka og ég hef verið að taka að mér verkefni í Englandi við það sama og ég starfa í Barcelona. Tengiliður fyrir þá sem vilja fara í fótboltaprógram hjá akademíunni og held þar utan um fjölskyldur leikmannanna.“Sara fór einnig í heimsókn til Englands þar sem hún dvaldi hjá enska knattspyrnusambandinu.mynd/saraEkki skemmtilegur vinnudagur á Etihad eftir tapið gegn Tottenham Sara hefur upplifað margt á sínum vinnuferli, hjá bæði Manchester City og Barcelona, en hún segir að ferð til Englands síðasta vor standi upp úr. Þar sá hún ótrúlegan leik Man. City og Tottenham í Meistaradeildinni. Stemningin var eðlilega ekki mikil á æfingasvæði City daginn eftir. „Ég eyddi síðustu páskum í Englandi þar sem ég var við vinnu í tvær vikur. Ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi þá farið á minn eftirminnilegasta leik í Meistaradeildinni þegar Tottenham náði með ótrúlegum hætti að koma City út úr deildinni. „Það var hins vegar ekki skemmtilegur vinnudagurinn á Etihad daginn eftir. Í þeirri ferð fékk ég líka tækifæri á að dvelja tvo daga á æfingasvæði enska landsliðsins og það var mjög gaman að vera þar og sjá betur aðstöðuna þeirra.“ Sara segist ekki útiloka einn daginn að koma heim til Íslands en er staðráðin í því að halda sig við fótboltann og miðla reynslu sinni betur til fótboltafélaga og leikmanna hérlendis, og hjálpa ungu og frambærilegu knattspyrnufólki að koma sér á framfæri. „Draumastarfið á Íslandi er klárlega að koma ungum leikmönnum á framfæri og hjálpa þeim að kynna sig betur. Fótboltaferillinn er stuttur og því er mikilvægt að huga að hvað sé hægt að gera eftir boltann.“ „Það er mikilvægt að víkka tekjumöguleikana á meðan ferlinum stendur. Leikmenn sjálfir eiga að einbeita sér að boltanum og hafa aðila sem hafa þekkingu á hinni hliðinni í þessum fótbotaheimi.“ Hún er með góð ráð til Íslendinga og þeirra sem sjá um knattspyrnufélögin hér heima. „Ísland þarf að kunna að nýta sér betur mikilvægi þess hve smá en mikilvæg þjóð við erum í raun og veru í þessum fótboltaheimi,“ sagði Sara að lokum. Íslendingar erlendis Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Sjá meira
Sara Jóhannsdóttir er Akureyringur sem býr í Barcelona. Þar vinnur hún fyrir eitt stærsta, ef ekki stærsta, knattspyrnufélag heims, Barcelona. Sara er starfsmannastjóri hjá akademíu félagsins. Flestir myndu halda að hin 28 ára Sara ætti langan og flottan fótboltaferil að baki en svo er ekki. Hún hefur nefnilega aldrei æft né spilað fótbolta en hún leiddist inn í starfið eftir að hafa kynnst fólki sem starfar innan félagsins. „Ætli það sé ekki smá fyndið að ég hefi sjálf aldrei spilað fótbolta og nú snúast allir dagar hjá mér um þessa íþrótt. Ég hef alltaf verið á hliðarlínunni að fylgjast með vinum mínum og verið mikið inn í þessum heimi en aldrei sem leikmaður,“ sagði Sara þegar Vísir sló á þráðinn til hennar á dögunum. Hún var nýkomin til baka til Barcelona eftir örlítið frí og hún gaf sér tíma til að spjalla við Vísi um starfið. „Ég er fædd og uppalin á Akureyri, þar sem öll fjölskyldan mín er, en fluttist síðan í Hafnarfjörð þegar ég var á unglingsaldri. Ég var í ballett og dansi frá 6 ára aldri en þurfti svo að hætta vegna meiðsla þegar ég var að byrja í framhaldsskóla.“ „Íþróttir áttu aldrei hug minn allan nema bara á hliðarlínunni, sem síðar kom útskýring á þegar ég varð fullorðin og greindist með hjartagalla. Þar útskýrðist af hverju íþróttir fyrir mig voru meira heillandi að horfa á en stunda sjálf. Fótbolti hefur einhvern veginn alltaf heillað mig en aldrei datt mér í hug að lífið mitt myndi snúast um íþrótt sem ég hef sjálf aldrei spilað.“ Sara vinnur hjá risafélagi og starfið er ekki af verri endanum. „Ég vinn sem tengiliður fyrir fótboltaakademíu Barcelona þar sem ég sé um alþjóðahlutann hjá akademíunni. Ég er starfsmannastjóri þar og held utan um fjölskyldur allra þeirra leikmanna sem koma til okkar en Barcelona vinnur með nokkrum tengiliðafyrirtækjum. Þá koma krakkar hingað og fá að æfa og kynnast betur þeirri aðferðafræði sem er hérna.“ „Þetta eru ungir leikmenn sem koma hingað og æfa í tíu daga og öll aðstaða er eins og hjá aðalliðinu. Flestir af þeim krökkum sem fá boðið hafa komið í gegnum Barca Academy Camps sem eru staðsettar út um allan heim. Eftir að hafa tekið þátt í þeim námskeiðum hafa þau fengið að koma og prufa sig áfram hér.“ Sara sér ekki eftir ákvörðuninni að flytja til Spánar fyrir fimm árum en þá dróst hún inn í starfið samhliða námi sínu. „Þegar ég flutti hingað fyrst fyrir fimm árum síðan eignaðist ég vini sem unnu fyrir félagið og kynntist liðinu þá betur. Ég byrjaði að vinna á mörgum íþróttaviðburðum í borginni og kjölfarið kom mér alveg inn í þennan fótboltaheim. Ég hef náð að sameina vinnuna mína og námið mitt í alþjóðaviðskiptum vel. Ég lagði sjálf áherslu á markaðsfræði í náminu mínu, og að vinna á bak við tjöldin hjá þessum félögum hefur gefið mér heilmikla reynslu og betri innsýn inn í íþróttaheiminn.“ „Þetta eru ungir leikmenn sem koma hingað og æfa í tíu daga og öll aðstaða er eins og hjá aðalliðinu. Flestir af þeim krökkum sem fá boðið hafa komið í gegnum Barca Academy. Eftir að hafa tekið þátt í þeim námskeiðum hafa þau fengið að koma og prófa.“Sara með leikmönnum í Barca Academy sem hafa heimsótt félagið.mynd/sjUnnið fyrir tvö af stærstu knattspyrnufélög heims Sara vinnur ekki náið með krökkunum en hefur margar sögur af þeim krökkum sem koma í akademíuna. Argentínski snillingurinn, Lionel Messi, er eðlilega í miklu uppáhaldi hjá krökkunum. „Allir leikirnir sem ég fengið tækifæri til að horfa á og fólkið sem ég hef kynnst hafa gert þennan fótboltatíma enn eftirminnilegri. Ég sjálf sé ekki um leikmennina sem koma til okkar en hef stundum tíma til að kíkja á æfingasvæði.“ „Í síðasta mánuði voru við með stelpuhóp, 80 stelpur, og nokkrar voru svo heppnar að sjá Messi og eiginkonu hans og börn á æfingasvæðinu. Það er alltaf jafn gaman að sjá hamingjuna hjá krökkunum þegar þau sjá leikmennina, ætli það sé ekki skemmtilegast.“ Það má heyra á Söru að það fer vel um hana í Katalóníu. Hún ber Barcelona vel söguna sem og upplifun sína í borginni, sem hefur opnað nýjar leiðir fyrir hana inn í þennan fótboltaheim. „Það hefur verið góður undirbúningur að fylgjast með Barcelona síðustu ár og séð hvernig allt virkar. Hversu mikið er lagt upp úr öryggi leikmannana frá öllum hliðum er eitthvað sem ég hafði aldrei hugsað um áður en ég hóf störf hjá félaginu. Það er lagt mikið upp úr því að leikmennirnir séu öruggir og þeirra hamingja sé í fyrirrúmi.“ Það er ekki bara Barcelona sem Sara hefur unnið fyrir. Englandsmeistarar síðustu tveggja ára hafa einnig notið krafta Söru. „Ég hef verið að vinna fyrir Barcelona og hef svo verið í aukaverkefnum fyrir Manchester City,“ segir Sara sem hefur því unnið fyrir tvö stærstu knattspyrnufélög heims. En hvað hefur hún verið að gera fyrir Manchester City? „Fótboltaakademían hjá City er að stækka og ég hef verið að taka að mér verkefni í Englandi við það sama og ég starfa í Barcelona. Tengiliður fyrir þá sem vilja fara í fótboltaprógram hjá akademíunni og held þar utan um fjölskyldur leikmannanna.“Sara fór einnig í heimsókn til Englands þar sem hún dvaldi hjá enska knattspyrnusambandinu.mynd/saraEkki skemmtilegur vinnudagur á Etihad eftir tapið gegn Tottenham Sara hefur upplifað margt á sínum vinnuferli, hjá bæði Manchester City og Barcelona, en hún segir að ferð til Englands síðasta vor standi upp úr. Þar sá hún ótrúlegan leik Man. City og Tottenham í Meistaradeildinni. Stemningin var eðlilega ekki mikil á æfingasvæði City daginn eftir. „Ég eyddi síðustu páskum í Englandi þar sem ég var við vinnu í tvær vikur. Ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi þá farið á minn eftirminnilegasta leik í Meistaradeildinni þegar Tottenham náði með ótrúlegum hætti að koma City út úr deildinni. „Það var hins vegar ekki skemmtilegur vinnudagurinn á Etihad daginn eftir. Í þeirri ferð fékk ég líka tækifæri á að dvelja tvo daga á æfingasvæði enska landsliðsins og það var mjög gaman að vera þar og sjá betur aðstöðuna þeirra.“ Sara segist ekki útiloka einn daginn að koma heim til Íslands en er staðráðin í því að halda sig við fótboltann og miðla reynslu sinni betur til fótboltafélaga og leikmanna hérlendis, og hjálpa ungu og frambærilegu knattspyrnufólki að koma sér á framfæri. „Draumastarfið á Íslandi er klárlega að koma ungum leikmönnum á framfæri og hjálpa þeim að kynna sig betur. Fótboltaferillinn er stuttur og því er mikilvægt að huga að hvað sé hægt að gera eftir boltann.“ „Það er mikilvægt að víkka tekjumöguleikana á meðan ferlinum stendur. Leikmenn sjálfir eiga að einbeita sér að boltanum og hafa aðila sem hafa þekkingu á hinni hliðinni í þessum fótbotaheimi.“ Hún er með góð ráð til Íslendinga og þeirra sem sjá um knattspyrnufélögin hér heima. „Ísland þarf að kunna að nýta sér betur mikilvægi þess hve smá en mikilvæg þjóð við erum í raun og veru í þessum fótboltaheimi,“ sagði Sara að lokum.
Íslendingar erlendis Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Sjá meira