Leikmynd úr endurnýttum hlutum í Þjóðleikhúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2019 12:30 Búið að koma fyrir gámi við Sorpu í Ánanaustum. Þjóðleikhúsið í samstarfi við Sorpu og Stólpa Gáma stendur fyrir söfnun á nytjahlutum um helgina á endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum í Reykjavík. „Tilgangur söfnunarinnar er að búa til leikmynd úr þeim hlutum sem safnast fyrir leiksýninguna Engillinn sem frumsýnd verður í desember. Sérstökum söfnunargámi verður komið fyrir í Sorpu Ánanaustum og fær hann að standa þar yfir helgina. Gámurinn verður svo opnaður með viðhöfn í leikhúsinu þann 7. nóvember á afmælisdegi Þorvaldar Þorsteinssonar en sýningin byggir á verkum hans, myndlist, textum, leikritum og gjörningum, “ segir Atli Þór Albertsson markaðsstjóri leikhússins. Atli segir að áhorfendur geti keypt það sem þeim líst vel á. „Það verður spennandi að sjá hvað skilar sér í gáminn og líklega er spennustigið hæst hjá leikmyndahöfundi sýningarinnar og listrænum stjórnendum því þau eiga það vandasama verkefni fyrir höndum að láta þetta ganga upp sem leikmynd fyrir sýninguna. Þegar sýningar hefjast munu áhorfendur svo geta keypt það sem þau girnast úr leikmyndinni og fengið það afhent eftir að sýningum lýkur. Þannig öðlast hlutirnir framhaldslíf eftir að þeir hafa lokið hlutverki sínu hjá okkur. Það sem ekki selst á sýningum verður sett í sölu í verslun Sorpu, Góða hirðinum. Öll innkoma af þessari sölu rennur svo í góðgerðarmálefni en það verður hlutverk Kvenfélagasamband Íslands að ráðstafa því.“Kökubasar á hverri sýningu Hlutverk Kvenfélagasambandsins er stærra því á hverri sýningu verður alvöru kökubasar á sviðinu sem félagskonur í hinum ýmsu kvenfélögum innan sambandsins stýra. Gestir geta því farið heim að sýningu lokinni með kræsingar í farteskinu. Ágóðinn af þessu rennur líka beint í góðgerðarmál. Rithöfundurinn, myndlistarmaðurinn og kennarinn Þorvaldur Þorsteinsson (1960-2013) sem féll frá langt fyrir aldur fram, en skildi eftir sig fjölda verka sem notið höfðu mikillar hylli, meðal annars örleikrit, leikrit í fullri lengd og handrit fyrir sjónvarp og útvarp. Í leiksýningunni Englinum er arfleifð Þorvaldar heiðruð. Í umfjöllun um verkið á heimasíðu Þjóðleikhússins er Englinum lýst sem hversdagslega súrrealískri sýningu sem kemur á óvart. Menning Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þjóðleikhúsið í samstarfi við Sorpu og Stólpa Gáma stendur fyrir söfnun á nytjahlutum um helgina á endurvinnslustöð Sorpu í Ánanaustum í Reykjavík. „Tilgangur söfnunarinnar er að búa til leikmynd úr þeim hlutum sem safnast fyrir leiksýninguna Engillinn sem frumsýnd verður í desember. Sérstökum söfnunargámi verður komið fyrir í Sorpu Ánanaustum og fær hann að standa þar yfir helgina. Gámurinn verður svo opnaður með viðhöfn í leikhúsinu þann 7. nóvember á afmælisdegi Þorvaldar Þorsteinssonar en sýningin byggir á verkum hans, myndlist, textum, leikritum og gjörningum, “ segir Atli Þór Albertsson markaðsstjóri leikhússins. Atli segir að áhorfendur geti keypt það sem þeim líst vel á. „Það verður spennandi að sjá hvað skilar sér í gáminn og líklega er spennustigið hæst hjá leikmyndahöfundi sýningarinnar og listrænum stjórnendum því þau eiga það vandasama verkefni fyrir höndum að láta þetta ganga upp sem leikmynd fyrir sýninguna. Þegar sýningar hefjast munu áhorfendur svo geta keypt það sem þau girnast úr leikmyndinni og fengið það afhent eftir að sýningum lýkur. Þannig öðlast hlutirnir framhaldslíf eftir að þeir hafa lokið hlutverki sínu hjá okkur. Það sem ekki selst á sýningum verður sett í sölu í verslun Sorpu, Góða hirðinum. Öll innkoma af þessari sölu rennur svo í góðgerðarmálefni en það verður hlutverk Kvenfélagasamband Íslands að ráðstafa því.“Kökubasar á hverri sýningu Hlutverk Kvenfélagasambandsins er stærra því á hverri sýningu verður alvöru kökubasar á sviðinu sem félagskonur í hinum ýmsu kvenfélögum innan sambandsins stýra. Gestir geta því farið heim að sýningu lokinni með kræsingar í farteskinu. Ágóðinn af þessu rennur líka beint í góðgerðarmál. Rithöfundurinn, myndlistarmaðurinn og kennarinn Þorvaldur Þorsteinsson (1960-2013) sem féll frá langt fyrir aldur fram, en skildi eftir sig fjölda verka sem notið höfðu mikillar hylli, meðal annars örleikrit, leikrit í fullri lengd og handrit fyrir sjónvarp og útvarp. Í leiksýningunni Englinum er arfleifð Þorvaldar heiðruð. Í umfjöllun um verkið á heimasíðu Þjóðleikhússins er Englinum lýst sem hversdagslega súrrealískri sýningu sem kemur á óvart.
Menning Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira