Vinur Pólstjörnumanna tekur á sig alla sök og segist plagaður af samviskubiti Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2019 16:30 Einn sakborninga með klút, sólgleraugu og hettu við þingfestingu í héraðsdóm fyrr á árinu. vísir/vilhelm Þremenningarnir sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði neituðu allir sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Íslendingur, sem sendi lögreglu, saksóknara og verjendum bréf þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslunni, hélt frásögn sinni til streitu við aðalmeðferð málsins og segist plagaður af samviskubiti. Þar sagðist hann einn hafa átt amfetamínframleiðsluna í Borgarfirði og hafa unnið að henni ásamt ónafngreindum Pólverja. Íslendingurinn er vinur þeirra Alvars Óskarssonar og Einars Jökuls Einarssonar sem eru ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna. Þeir hlutu á sínum tíma þunga dóma í Pólstjörnumálinu. Sá þriðji sem er ákærður fyrir amfetamínframleiðsluna er Margeir Pétur Jóhannsson. Vinur Alvars og Einars, sem þeir lýstu sem góðum félaga, gaf ekki frekari útskýringu á játningu en að samviskubit hefði nagað hann vegna málsins.Sakborningar í málinu voru upphaflega sex. Þrír játuðu aðild að kannabisframleiðslu og hafa hlotið dóma.Vísir/VilhelmÞremenningarnir gáfu skýrslu hver fyrir sig í gær að kröfu ákæruvaldsins sem vildi með því minnka líkurnar á samræmdum framburði. Allir ákærðu sögðu Íslendinginn sem sendi játningarbréfið bera ábyrgð á framleiðslunni. Lögreglan og ákæruvaldið telur framburð félagans ekki trúverðugan. Telur ákæruvaldið gögn málsins staðfesta sekt þeirra Alvars, Einars og Margeirs. Sá sem sendi bréfið og mætti fyrir aðalmeðferðina í gær og lýsti yfir ábyrgð er ekki ákærður í málinu. Hann sagðist hafa mikið samviskubit vegna málsins. Það mun falla í hlut dómara að fella dóm um hvort frásögn hans er trúverðug eða ekki.Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram.Að skýra rangt frá einhverju fyrir rétti getur varðað allt að fjögurra ára fangelsisvist samkvæmt 142. grein almennra hegningarlaga. Er það hlutverk lögreglu að ákveða hvort framburður mannsins verður rannsakaður frekar ef hann verður metinn ótrúverðugur. Fordæmi eru fyrir því að dæma fólk fyrir rangan vitnisburð hér á landi, einmitt í fíkniefnamálum.Sagðist hafa verið á tímakaupi að vökva plönturnar Málið er nokkuð umfangsmikið en það varðar framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Málið er í raun tvíþætt því það varðar einnig framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ nærri Hellu. Alvar, Einar Jökull og Margeir voru ákærðir fyrir þá framleiðslu ásamt þremur öðrum. Einar og Margeir neituðu báðir sök varðandi kannabisræktunina en Alvar játaði minniháttar hlutdeild í þeirri ræktun. Sagðist hann hafa fengið greitt tímakaup fyrir að vökva plönturnar.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem fór með rannsókn málsins. Peningaþvættisangi málsins er enn til rannsóknar.Tveir karlmenn og ein kona gengust við ákærunni gegn þeim fyrir ræktun á kannabisplöntunum í síðasta mánuði og fengu skilorðsbundna dóma fyrir. Framleiðslan var gerð upptæk 7. júní síðastliðinn eftir umfangsmikla aðgerð lögreglunnar. Samkvæmt gögnum málsins hafði rannsókn lögreglu staðið yfir í tæpt hálft ár vegna grunsemda um að Alvar stæði að stórfelldri framleiðslu á fíkniefnum. Einn lögreglumann sem mætti fyrir dóm sagði að við skoðun á bíl Alvars 10. maí síðastliðinn hafi sést svartur bali, sem geymdi vökva, og hrærivélar ásamt öðru. Það hafi verið staðfesting á grun lögreglu að Alvar stæði að stórfelldri fíkniefnaframleiðslu.Njósnuðu um hina grunuðu í sumarbústaðnum Dagana fyrir handtökuna hafði lögregla beitt aðferð sem hún kýs að kalla „skyggingu“ þar sem sakborningum er fylgt eftir með leynd. Njósnuðu óeinkennisklæddir lögreglumenn á ómerktum lögreglubílum um sakborninga. Komu lögreglumennirnir sér fyrir á svokölluðum „sjónpóstum“ við sumarbústaðinn þar sem þeir fylgdust með ferðum og athæfi sakborninga. Til greina kom að setja eftirlitsbúnað í bíl Alvars en lögreglan hætti við það af ótta við að sakborningar myndu leita að eftirfararbúnaði í bílnum og komast þar með að því að lögreglan væri á eftir þeim.Sakborningar í Pólstjörnumálinu huldu andlit sín þegar dómur var kveðinn upp yfir þeim árið 2009.Fréttablaðið/GVAAðalmeðferðin málsins hófst í gær og stendur enn yfir. Sakborningar og vitni komu fyrir dóminn í gær en lögregla og sérfræðingar í dag. Dómari lagði blátt bann við umfjöllun um framburð þeirra sem kallaðir voru fyrir dóminn. Var það gert til að tryggja að ekki væri hægt að samrýma frásagnir. Var sakborningum meðal annars gert að yfirgefa dómsal svo þeir gætu ekki samrýmt framburð sinn. Eftir að skýrslutöku lauk var því banni aflétt.Kallaði eftir upplýsingum um rannsóknaraðferðir lögreglu Verjendur Alvars, Einars Jökuls og Margeirs voru afar gagnrýnir á rannsókn málsins. Hafa þeir áður gert kröfu um aðgang að dagbókarfærslum lögreglu í málinu en þeirri beiðni hafnaði dómari. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Alvars, var sérstaklega gagnrýninn á að fá ekki upplýsingar um aðferðir lögreglu við eftirlitið með sakborningum. Lögreglu er þó ekki skylt að svara spurningum um það. Sagði einn lögreglumaðurinn að ef upplýsingar yrðu veittar um það þá væri slíkum aðferðum sjálfhætt.Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Alvars Óskarssonar.Vísir/VilhelmStefán Karl gekk nokkuð langt í spurningum sínum til lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðinni. Dómari þurfti nokkrum sinnum að biðja Stefán Karl um að fullyrða ekki um aðgerðir lögreglu og beina heldur spurningum til þeirra sem voru mættir fyrir dóminn. Stefán Karl spurði ítrekað hvaða lögreglumenn hefðu tekið þátt í aðgerðinni og hversu margir. Hann fékk þau svör ekki frá lögreglumönnunum. Stefán Karl tók upp á því að biðja einn lögreglumannanna um að skrifa niður nöfn þeirra lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðinni og afhenda dómara blaðið.Vildi listann til að fá yfirsýn Dómarinn tók það ekki mál. Stefán Karl sagðist vilja gera það til að fá yfirsýn yfir hvort að allir þeir lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðinni hefðu verið boðaðir fyrir dóm. Dómarinn sagði honum að taka það upp við saksóknara. Alvar og Einar Jökull hafa áður hlotið þunga dóma fyrir Pólstjörnumálið svokallaða. Framleiðsla á amfetamíni varðar við 173. grein almennra hegningarlaga. Samkvæmt þeirri grein getur sú framleiðsla varðað allt að tólf ára fangelsisvist. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Steig óvænt fram og lýsti ábyrgð á allri amfetamínframleiðslunni í Borgarfirði Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. 16. október 2019 15:19 Fá ekki aðgang að dagbókarfærslum lögreglu í stóra amfetamínmálinu Landsréttur hefur hafnað kröfum þess efnis að ákæruvaldið þurfi að afhenda dagbókarfærslur lögreglu og afrit af hlustunum í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn sæta ákæru fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 7. október 2019 10:53 Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. 23. október 2019 09:12 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Þremenningarnir sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði neituðu allir sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Íslendingur, sem sendi lögreglu, saksóknara og verjendum bréf þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslunni, hélt frásögn sinni til streitu við aðalmeðferð málsins og segist plagaður af samviskubiti. Þar sagðist hann einn hafa átt amfetamínframleiðsluna í Borgarfirði og hafa unnið að henni ásamt ónafngreindum Pólverja. Íslendingurinn er vinur þeirra Alvars Óskarssonar og Einars Jökuls Einarssonar sem eru ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna. Þeir hlutu á sínum tíma þunga dóma í Pólstjörnumálinu. Sá þriðji sem er ákærður fyrir amfetamínframleiðsluna er Margeir Pétur Jóhannsson. Vinur Alvars og Einars, sem þeir lýstu sem góðum félaga, gaf ekki frekari útskýringu á játningu en að samviskubit hefði nagað hann vegna málsins.Sakborningar í málinu voru upphaflega sex. Þrír játuðu aðild að kannabisframleiðslu og hafa hlotið dóma.Vísir/VilhelmÞremenningarnir gáfu skýrslu hver fyrir sig í gær að kröfu ákæruvaldsins sem vildi með því minnka líkurnar á samræmdum framburði. Allir ákærðu sögðu Íslendinginn sem sendi játningarbréfið bera ábyrgð á framleiðslunni. Lögreglan og ákæruvaldið telur framburð félagans ekki trúverðugan. Telur ákæruvaldið gögn málsins staðfesta sekt þeirra Alvars, Einars og Margeirs. Sá sem sendi bréfið og mætti fyrir aðalmeðferðina í gær og lýsti yfir ábyrgð er ekki ákærður í málinu. Hann sagðist hafa mikið samviskubit vegna málsins. Það mun falla í hlut dómara að fella dóm um hvort frásögn hans er trúverðug eða ekki.Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram.Að skýra rangt frá einhverju fyrir rétti getur varðað allt að fjögurra ára fangelsisvist samkvæmt 142. grein almennra hegningarlaga. Er það hlutverk lögreglu að ákveða hvort framburður mannsins verður rannsakaður frekar ef hann verður metinn ótrúverðugur. Fordæmi eru fyrir því að dæma fólk fyrir rangan vitnisburð hér á landi, einmitt í fíkniefnamálum.Sagðist hafa verið á tímakaupi að vökva plönturnar Málið er nokkuð umfangsmikið en það varðar framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Málið er í raun tvíþætt því það varðar einnig framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ nærri Hellu. Alvar, Einar Jökull og Margeir voru ákærðir fyrir þá framleiðslu ásamt þremur öðrum. Einar og Margeir neituðu báðir sök varðandi kannabisræktunina en Alvar játaði minniháttar hlutdeild í þeirri ræktun. Sagðist hann hafa fengið greitt tímakaup fyrir að vökva plönturnar.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem fór með rannsókn málsins. Peningaþvættisangi málsins er enn til rannsóknar.Tveir karlmenn og ein kona gengust við ákærunni gegn þeim fyrir ræktun á kannabisplöntunum í síðasta mánuði og fengu skilorðsbundna dóma fyrir. Framleiðslan var gerð upptæk 7. júní síðastliðinn eftir umfangsmikla aðgerð lögreglunnar. Samkvæmt gögnum málsins hafði rannsókn lögreglu staðið yfir í tæpt hálft ár vegna grunsemda um að Alvar stæði að stórfelldri framleiðslu á fíkniefnum. Einn lögreglumann sem mætti fyrir dóm sagði að við skoðun á bíl Alvars 10. maí síðastliðinn hafi sést svartur bali, sem geymdi vökva, og hrærivélar ásamt öðru. Það hafi verið staðfesting á grun lögreglu að Alvar stæði að stórfelldri fíkniefnaframleiðslu.Njósnuðu um hina grunuðu í sumarbústaðnum Dagana fyrir handtökuna hafði lögregla beitt aðferð sem hún kýs að kalla „skyggingu“ þar sem sakborningum er fylgt eftir með leynd. Njósnuðu óeinkennisklæddir lögreglumenn á ómerktum lögreglubílum um sakborninga. Komu lögreglumennirnir sér fyrir á svokölluðum „sjónpóstum“ við sumarbústaðinn þar sem þeir fylgdust með ferðum og athæfi sakborninga. Til greina kom að setja eftirlitsbúnað í bíl Alvars en lögreglan hætti við það af ótta við að sakborningar myndu leita að eftirfararbúnaði í bílnum og komast þar með að því að lögreglan væri á eftir þeim.Sakborningar í Pólstjörnumálinu huldu andlit sín þegar dómur var kveðinn upp yfir þeim árið 2009.Fréttablaðið/GVAAðalmeðferðin málsins hófst í gær og stendur enn yfir. Sakborningar og vitni komu fyrir dóminn í gær en lögregla og sérfræðingar í dag. Dómari lagði blátt bann við umfjöllun um framburð þeirra sem kallaðir voru fyrir dóminn. Var það gert til að tryggja að ekki væri hægt að samrýma frásagnir. Var sakborningum meðal annars gert að yfirgefa dómsal svo þeir gætu ekki samrýmt framburð sinn. Eftir að skýrslutöku lauk var því banni aflétt.Kallaði eftir upplýsingum um rannsóknaraðferðir lögreglu Verjendur Alvars, Einars Jökuls og Margeirs voru afar gagnrýnir á rannsókn málsins. Hafa þeir áður gert kröfu um aðgang að dagbókarfærslum lögreglu í málinu en þeirri beiðni hafnaði dómari. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Alvars, var sérstaklega gagnrýninn á að fá ekki upplýsingar um aðferðir lögreglu við eftirlitið með sakborningum. Lögreglu er þó ekki skylt að svara spurningum um það. Sagði einn lögreglumaðurinn að ef upplýsingar yrðu veittar um það þá væri slíkum aðferðum sjálfhætt.Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Alvars Óskarssonar.Vísir/VilhelmStefán Karl gekk nokkuð langt í spurningum sínum til lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðinni. Dómari þurfti nokkrum sinnum að biðja Stefán Karl um að fullyrða ekki um aðgerðir lögreglu og beina heldur spurningum til þeirra sem voru mættir fyrir dóminn. Stefán Karl spurði ítrekað hvaða lögreglumenn hefðu tekið þátt í aðgerðinni og hversu margir. Hann fékk þau svör ekki frá lögreglumönnunum. Stefán Karl tók upp á því að biðja einn lögreglumannanna um að skrifa niður nöfn þeirra lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðinni og afhenda dómara blaðið.Vildi listann til að fá yfirsýn Dómarinn tók það ekki mál. Stefán Karl sagðist vilja gera það til að fá yfirsýn yfir hvort að allir þeir lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðinni hefðu verið boðaðir fyrir dóm. Dómarinn sagði honum að taka það upp við saksóknara. Alvar og Einar Jökull hafa áður hlotið þunga dóma fyrir Pólstjörnumálið svokallaða. Framleiðsla á amfetamíni varðar við 173. grein almennra hegningarlaga. Samkvæmt þeirri grein getur sú framleiðsla varðað allt að tólf ára fangelsisvist.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Steig óvænt fram og lýsti ábyrgð á allri amfetamínframleiðslunni í Borgarfirði Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. 16. október 2019 15:19 Fá ekki aðgang að dagbókarfærslum lögreglu í stóra amfetamínmálinu Landsréttur hefur hafnað kröfum þess efnis að ákæruvaldið þurfi að afhenda dagbókarfærslur lögreglu og afrit af hlustunum í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn sæta ákæru fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 7. október 2019 10:53 Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. 23. október 2019 09:12 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Steig óvænt fram og lýsti ábyrgð á allri amfetamínframleiðslunni í Borgarfirði Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. 16. október 2019 15:19
Fá ekki aðgang að dagbókarfærslum lögreglu í stóra amfetamínmálinu Landsréttur hefur hafnað kröfum þess efnis að ákæruvaldið þurfi að afhenda dagbókarfærslur lögreglu og afrit af hlustunum í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn sæta ákæru fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. 7. október 2019 10:53
Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. 23. október 2019 09:12