Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 19:00 Suso fagnar marki AC Milan í gær. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Gamla stórveldið í ítalska fótboltanum, AC Milan, er þrettán stigum á eftir Juventus þegar 10 umferðir eru búnar af keppni í serie A. AC Milan vann Spal 1-0 í gærkvöldi, eina markið skoraði Spánverjinn Suso úr aukaspyrnu á 63. mínútu. Suso var í 5 ár hjá Liverpool og lék 14 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni. AC Milan vann Ítalíu meistaratitilinn fimm sinnum á tíunda áratug síðustu aldar og 18. titilinn fyrir 8 árum. Mílanó-liðið hefur tapað fimm af tíu leikjum sínum á leiktíðinni. Þrír leikir verða í deildinni á morgun, allir leikirnir verða sýndir beint á íþróttarásum Sýnar. Napoli fær Roma í heimsókn klukkan 14. Roma er í fjórða sæti með 19 stig, stigi á undan Napoli, sem er í sjötta sætinu. Piero Giacomelli, sem átti að dæma leikinn var settur í skammarkrókinn. Hann dæmdi leik Napoli og Atlanta á miðvikudaginn. Hann sleppti því að dæma víti á Atalanta og dæmdi jöfnunarmark Atalanta gott og gilt. Og til að bæta gráu ofan á svart rak hann knattspyrnustjóra Napoli, Carlo Ancelotti upp í stúku. Ancelotti þykir alla jafnan dagfarsprúður maður. Inter getur komist í 1. sætið um stund að minnsta kosti, Inter mætir Bologna á Renato Dall'Ara vellinum. Bolgna, sem er í 11. sæti vonast til þess að harðjaxlinn Gary Medel geti spilað en hann hefur misst af fimm síðustu leikjum vegna meiðsla. Grannaslagur Torínó og Juventus byrjar klukkan 19,45 annað kvöld. Tórínó er 15 stigum á eftir Juventus og þrýstingur er farinn að aukast á knattspyrnustjórann, Walter Mazzarri. Uppskeran í fimm síðustu leikjum er aðeins tvö stig. Juventus er eina liðið í 5 stærstu deildum Evrópu sem ekki hefur tapað í öllum keppnum í vetur. Cristiano Ronaldo var bjargvætturinn í vikunni þegar Juve vann Genoa 2-1. Tórínó hefur ekki riðið feitum hesti úr bardaga við Juventus í sere A, aðeins einn sigur í 26 síðustu leikjum liðanna. Juventus hefur unnið 19 þeirra. Ljósið í myrkrinu hjá Tórínó er sóknarmaðurinn, Andrea Belotti, sem er búinn að skora 11 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum í vetur. Hann hefur þó ekki náð að skora í síðustu fjórum leikjum. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í ítalska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Gamla stórveldið í ítalska fótboltanum, AC Milan, er þrettán stigum á eftir Juventus þegar 10 umferðir eru búnar af keppni í serie A. AC Milan vann Spal 1-0 í gærkvöldi, eina markið skoraði Spánverjinn Suso úr aukaspyrnu á 63. mínútu. Suso var í 5 ár hjá Liverpool og lék 14 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni. AC Milan vann Ítalíu meistaratitilinn fimm sinnum á tíunda áratug síðustu aldar og 18. titilinn fyrir 8 árum. Mílanó-liðið hefur tapað fimm af tíu leikjum sínum á leiktíðinni. Þrír leikir verða í deildinni á morgun, allir leikirnir verða sýndir beint á íþróttarásum Sýnar. Napoli fær Roma í heimsókn klukkan 14. Roma er í fjórða sæti með 19 stig, stigi á undan Napoli, sem er í sjötta sætinu. Piero Giacomelli, sem átti að dæma leikinn var settur í skammarkrókinn. Hann dæmdi leik Napoli og Atlanta á miðvikudaginn. Hann sleppti því að dæma víti á Atalanta og dæmdi jöfnunarmark Atalanta gott og gilt. Og til að bæta gráu ofan á svart rak hann knattspyrnustjóra Napoli, Carlo Ancelotti upp í stúku. Ancelotti þykir alla jafnan dagfarsprúður maður. Inter getur komist í 1. sætið um stund að minnsta kosti, Inter mætir Bologna á Renato Dall'Ara vellinum. Bolgna, sem er í 11. sæti vonast til þess að harðjaxlinn Gary Medel geti spilað en hann hefur misst af fimm síðustu leikjum vegna meiðsla. Grannaslagur Torínó og Juventus byrjar klukkan 19,45 annað kvöld. Tórínó er 15 stigum á eftir Juventus og þrýstingur er farinn að aukast á knattspyrnustjórann, Walter Mazzarri. Uppskeran í fimm síðustu leikjum er aðeins tvö stig. Juventus er eina liðið í 5 stærstu deildum Evrópu sem ekki hefur tapað í öllum keppnum í vetur. Cristiano Ronaldo var bjargvætturinn í vikunni þegar Juve vann Genoa 2-1. Tórínó hefur ekki riðið feitum hesti úr bardaga við Juventus í sere A, aðeins einn sigur í 26 síðustu leikjum liðanna. Juventus hefur unnið 19 þeirra. Ljósið í myrkrinu hjá Tórínó er sóknarmaðurinn, Andrea Belotti, sem er búinn að skora 11 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum í vetur. Hann hefur þó ekki náð að skora í síðustu fjórum leikjum. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í ítalska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira