Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 09:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir Eitt af því sem krakkarnir mínir elska er að telja niður þegar eitthvað stendur til, hvort sem það eru ferðalög, jólin, afmæli. Þau elska að sjá töluna breytast í 0. Ég hef nokkrum sinnum útbúið eitthvað til að telja niður en aldrei verið fullkomlega ánægð, fyrr en núna. Ég veit að ég segi þetta mjög oft, en þetta kemur ótrúlega vel út, kostaði að vísu pínu vinnu en alveg þess virði. Það helsta sem þú þarft er rammi, barna minnisspil úr við og risa íspinnaspýtur. Þú getur notað þessar úr Tiger en ég keypti þessar í Kanada, þær eru ennþá stærri en þessar í Tiger. Þú þarf líka trélím, nokkrar íspinnaspýtur í eðlilegri stærð og málningu. Ég notaði líka límmiða og límlakk en ef þú treystir rithönd þinni þá getur þú sleppt því.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að klippa risaspýturnar niður þannig að þær myndu passa í rammann. Svo málaði ég þær svartar.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg pússaði myndirnar af minnisspilinu og málið plöturnar svartar. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna haldið þið að ég sé orðin ótrúlega svartsýn, en bíðið róleg. Ég notaði trélím til að líma spýturnar á bakið á rammanum. Ekki misskilja mig, ég og heitalímbyssan mín erum ennþá jafn nánar, en trélímið hentaði bara betur í þetta. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo á meðan límið var að taka sig og þorna þá lagði ég plast yfir og svo tvær þungar bækur til að pressa allt vel niður. Hafið þið lesið þessar bækur, Eragon? Ég mæli með þeim.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þurrburstaði ég með hvítu yfir bæði plöturnar úr spilinu og spýturnar. Þarna sjáið þið, ég er ekkert orðin svartsýn.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók íspinna spýturnar, klippti af endana á þeim og bjó til hillur með því að líma þær saman í L. Svo með því að veifa málningarbursta og svartri málningu þá urðu þær svartar. Ég prófaði að þurrbusta þær hvítar en fannst þær hverfa of mikið þannig inn í bakgrunninn, þannig að ég málaði þær aftur svartar. Ég sótti svo dúkahníf, bjó til rákir í rammann þar sem ég vildi hafa hillurnar og límdi þær fastar með trélíminu. Svo „skrifaði“ ég með uppáhalds aðferðinni minni sem er þannig að ég prentaði texta út, krotaði með blýanti á bakhliðina, lagði blaðið á bakið á rammanum, fór yfir með blýanti og fór svo yfir það með málningarpenna. Ég skrifaði „Það eru og dagar í“ en þú getur líka notað límmiða eða gert þetta fríhendis. Þegar þetta var allt komið þá tók ég límmiða, bæði stafrófið og tölustafi, límdi á litlu plöturnar og fór yfir með límlakki, bara til að vera örugg um að límmiðarnir færu ekki á flakk því þú tryggir ekki eftir á.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna þegar ég sé þetta tilbúið þá mun ég líklegast stækka textann og jafnvel breyta um leturgerð. Það ekkert mál að gera það, bara mála yfir og byrja aftur, þannig að „Það eru ..... dagar í“ passi betur við stafina og límmiðana á litlu plötunum. En ég var bara svo spennt að sýna ykkur þetta. Þetta er líka ótrúlega flott, er það ekki? LokaútkomanMynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15 Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Eitt af því sem krakkarnir mínir elska er að telja niður þegar eitthvað stendur til, hvort sem það eru ferðalög, jólin, afmæli. Þau elska að sjá töluna breytast í 0. Ég hef nokkrum sinnum útbúið eitthvað til að telja niður en aldrei verið fullkomlega ánægð, fyrr en núna. Ég veit að ég segi þetta mjög oft, en þetta kemur ótrúlega vel út, kostaði að vísu pínu vinnu en alveg þess virði. Það helsta sem þú þarft er rammi, barna minnisspil úr við og risa íspinnaspýtur. Þú getur notað þessar úr Tiger en ég keypti þessar í Kanada, þær eru ennþá stærri en þessar í Tiger. Þú þarf líka trélím, nokkrar íspinnaspýtur í eðlilegri stærð og málningu. Ég notaði líka límmiða og límlakk en ef þú treystir rithönd þinni þá getur þú sleppt því.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að klippa risaspýturnar niður þannig að þær myndu passa í rammann. Svo málaði ég þær svartar.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg pússaði myndirnar af minnisspilinu og málið plöturnar svartar. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna haldið þið að ég sé orðin ótrúlega svartsýn, en bíðið róleg. Ég notaði trélím til að líma spýturnar á bakið á rammanum. Ekki misskilja mig, ég og heitalímbyssan mín erum ennþá jafn nánar, en trélímið hentaði bara betur í þetta. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo á meðan límið var að taka sig og þorna þá lagði ég plast yfir og svo tvær þungar bækur til að pressa allt vel niður. Hafið þið lesið þessar bækur, Eragon? Ég mæli með þeim.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þurrburstaði ég með hvítu yfir bæði plöturnar úr spilinu og spýturnar. Þarna sjáið þið, ég er ekkert orðin svartsýn.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók íspinna spýturnar, klippti af endana á þeim og bjó til hillur með því að líma þær saman í L. Svo með því að veifa málningarbursta og svartri málningu þá urðu þær svartar. Ég prófaði að þurrbusta þær hvítar en fannst þær hverfa of mikið þannig inn í bakgrunninn, þannig að ég málaði þær aftur svartar. Ég sótti svo dúkahníf, bjó til rákir í rammann þar sem ég vildi hafa hillurnar og límdi þær fastar með trélíminu. Svo „skrifaði“ ég með uppáhalds aðferðinni minni sem er þannig að ég prentaði texta út, krotaði með blýanti á bakhliðina, lagði blaðið á bakið á rammanum, fór yfir með blýanti og fór svo yfir það með málningarpenna. Ég skrifaði „Það eru og dagar í“ en þú getur líka notað límmiða eða gert þetta fríhendis. Þegar þetta var allt komið þá tók ég límmiða, bæði stafrófið og tölustafi, límdi á litlu plöturnar og fór yfir með límlakki, bara til að vera örugg um að límmiðarnir færu ekki á flakk því þú tryggir ekki eftir á.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna þegar ég sé þetta tilbúið þá mun ég líklegast stækka textann og jafnvel breyta um leturgerð. Það ekkert mál að gera það, bara mála yfir og byrja aftur, þannig að „Það eru ..... dagar í“ passi betur við stafina og límmiðana á litlu plötunum. En ég var bara svo spennt að sýna ykkur þetta. Þetta er líka ótrúlega flott, er það ekki? LokaútkomanMynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15 Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00
Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00