Tvær valkyrjur, Dóra landkönnuður og The Governator Heiðar Sumarliðason skrifar 5. nóvember 2019 14:00 Þegar öllu er á botninn hvolft verður Dark Fate seint talin góð kvikmynd. Það er hægt skrifa gagnrýni um sjöttu Terminatormyndina Dark Fate á ýmsan máta þar sem henni fylgir töluverður farangur vegna alls sem á undan er komið. The Terminator var tímamótamynd þegar hún kom út árið 1984 og framhaldið Terminator 2: Judgment Day er ein dáðasta hasarmynd allra tíma. Póllinn sem ég tók í hæðina kom hinsvegar af sjálfu sér eftir að ég horfði á alla fyrirrennara hennar í einum rykk. Skemmst er frá því að segja að Terminator 3: Rise of the Machines og Terminator: Salvation voru svo drepleiðinlegar áhorfs að það eina sem ég óskaði mér var að Dark Fate yrði þolanleg bíóupplifun. James Cameron höfundur og leikstjóri fyrstu tveggja myndanna vildi ekki koma nálægt gerð þeirrar þriðju þar sem hann taldi sig hafa klárað þá sögu sem hann hafði að segja. Með Judgment Day var hann búinn að taka snúning á og flækja mjög einfalda sögu The Terminator. Ef gera ætti fleiri myndir þyrfti að snúa enn frekar upp á söguþráð sem nú þegar var tyrfður. Hann var viss um að þetta yrði of þungt í vöfum til að vel gæti tekist til, sem auðvitað kom á daginn. Það sem hinir nýju Terminator höfundar gerðu til að vinna á móti þessu var að hafa enn fleiri hasaratriði í von um að áhorfendur létu ekki sögugrautinn fara of mikið í taugarnar á sér. Það hafði í för með sér að ekki var unnið nægilega vel með persónusköpun, sem var einn helsti styrkleiki Judgment Day. Áhorfendur elskuðu John Connor og samband hans við T-800 tortímanda Arnold Schwarzenegger. Því var hægt að dvelja með þeim í rólegri senunum, sjá sambandið þróast, án þess að eldmóður áhorfenda fyrir sögunni minnkaði. Þegar myndin fór svo í fluggír hafði hasarinn meiri vigt í augum áhorfenda vegna sambandsins sem þeir höfðu myndað við persónurnar á tjaldinu. Þetta vantaði hinsvegar að mestu í framhaldsmyndirnar þrjár.Stikluna úr myndinni má sjá að neðan.Í Dark Fate er það Natalia Reyes sem leikur unga mexíkóska konu að nafni Dani sem er hundelt af sjálfumglöðum vélamanni af gerðinni Rev-9. Hin tignarlega Mackenzie Davis leikur svo Grace sem fellur af himnum ofan til að halda verndarvæng yfir Dani. Ekki líður að löngu þar til Sarah Connor mætir á svæðið, byrjar að sprengja bíla og byggingar líkt og hennar er von og vísa. Það er eilítil bið eftir að Arnold „the governator“ Schwarzenegger láti sjá sig en hann kemur svo ferskur inn í síðari hluta myndarinnar. Það er reyndar fyndið hversu líkt er komið fyrir persónu hans og John Rambo í Rambo Last Blood. Það eru greinilega mexíkóskir dagar í Hollywood vegna Donald Trump og veggsins umtalaða. Óskoruð stjarna myndarinnar er fyrrnefnd Mackenzie Davis. Aðdáunarvert er hvernig hún stelur senunni svo allsendis að ég gleymdi að fagna endurkomu Lindu Hamilton sem mætir aftur á svæðið í fyrsta sinn síðan í Judgment Day. Hamilton og Davis eru slíkar valkyrjur að Natalia Reyes má síns lítils við hlið þeirra, þó persóna hennar fylli með ágætum upp í hlutverk píslsins sem þarf að vernda. Það er líka heldur óheppilegt að kvikmyndagerðarmennirnir hafi ákveðið að kalla bróður hennar Diego, því á örskotsstundu varð hún að einskonar Dóru landkönnuði og ekki annað hægt en að hlæja að líkindunum. Dark Fate nær aldrei hæðum Judgment Day, en lendir þó ekki í að vera jafn leiðigjörn og Rise of the Machines og Salvation. Hún er meira í ætt við Terminator: Genysis sem kom út árið 2015. Genisys var slátrað af gagnrýnendum en við endurhorf áttaði ég mig á að hún er ekki jafn slæm og fólk vildi láta. Það er ekki þar með sagt að Genisys sé góð kvikmynd, en hún er hátíð í samanburði fyrir fyrirrennara sína. Dark Fate er svipuð Genisys að því leyti að hún er aldrei leiðinleg en áhorfandinn þarf þó að hafa sig allan við til að leiða hjá sér klunnalega framvindu og útskýringar á kringumstæðum.Þegar öllu er á botninn hvolft verður Dark Fate seint talin góð kvikmynd. Ég reyni þó alltaf að leyfa myndum sem veita mér stundargaman að njóta sannmælis. Mér leiddist aldrei og gekk léttur í spori út úr bíóinu. Terminator-aðdáendur ættu að geta haft ánægju af áhorfinu ef væntingum er stillt í hóf. Aðrir ættu að sitja heima. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ferðast aftur í tímann með Tortímandanum Terminator bálkurinn er hugarfóstur kvikmyndagerðarmannsins James Cameron, en hann bæði leikstýrði og skrifaði handritið að fyrstu tveimur myndunum. Kveikjan að sögunni kom þegar hann var staddur í Róm að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd Piranha II: The Spawning, ódýrri hryllingsmynd fyrir költmyndaframleiðandann Roger Corman. 3. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Það er hægt skrifa gagnrýni um sjöttu Terminatormyndina Dark Fate á ýmsan máta þar sem henni fylgir töluverður farangur vegna alls sem á undan er komið. The Terminator var tímamótamynd þegar hún kom út árið 1984 og framhaldið Terminator 2: Judgment Day er ein dáðasta hasarmynd allra tíma. Póllinn sem ég tók í hæðina kom hinsvegar af sjálfu sér eftir að ég horfði á alla fyrirrennara hennar í einum rykk. Skemmst er frá því að segja að Terminator 3: Rise of the Machines og Terminator: Salvation voru svo drepleiðinlegar áhorfs að það eina sem ég óskaði mér var að Dark Fate yrði þolanleg bíóupplifun. James Cameron höfundur og leikstjóri fyrstu tveggja myndanna vildi ekki koma nálægt gerð þeirrar þriðju þar sem hann taldi sig hafa klárað þá sögu sem hann hafði að segja. Með Judgment Day var hann búinn að taka snúning á og flækja mjög einfalda sögu The Terminator. Ef gera ætti fleiri myndir þyrfti að snúa enn frekar upp á söguþráð sem nú þegar var tyrfður. Hann var viss um að þetta yrði of þungt í vöfum til að vel gæti tekist til, sem auðvitað kom á daginn. Það sem hinir nýju Terminator höfundar gerðu til að vinna á móti þessu var að hafa enn fleiri hasaratriði í von um að áhorfendur létu ekki sögugrautinn fara of mikið í taugarnar á sér. Það hafði í för með sér að ekki var unnið nægilega vel með persónusköpun, sem var einn helsti styrkleiki Judgment Day. Áhorfendur elskuðu John Connor og samband hans við T-800 tortímanda Arnold Schwarzenegger. Því var hægt að dvelja með þeim í rólegri senunum, sjá sambandið þróast, án þess að eldmóður áhorfenda fyrir sögunni minnkaði. Þegar myndin fór svo í fluggír hafði hasarinn meiri vigt í augum áhorfenda vegna sambandsins sem þeir höfðu myndað við persónurnar á tjaldinu. Þetta vantaði hinsvegar að mestu í framhaldsmyndirnar þrjár.Stikluna úr myndinni má sjá að neðan.Í Dark Fate er það Natalia Reyes sem leikur unga mexíkóska konu að nafni Dani sem er hundelt af sjálfumglöðum vélamanni af gerðinni Rev-9. Hin tignarlega Mackenzie Davis leikur svo Grace sem fellur af himnum ofan til að halda verndarvæng yfir Dani. Ekki líður að löngu þar til Sarah Connor mætir á svæðið, byrjar að sprengja bíla og byggingar líkt og hennar er von og vísa. Það er eilítil bið eftir að Arnold „the governator“ Schwarzenegger láti sjá sig en hann kemur svo ferskur inn í síðari hluta myndarinnar. Það er reyndar fyndið hversu líkt er komið fyrir persónu hans og John Rambo í Rambo Last Blood. Það eru greinilega mexíkóskir dagar í Hollywood vegna Donald Trump og veggsins umtalaða. Óskoruð stjarna myndarinnar er fyrrnefnd Mackenzie Davis. Aðdáunarvert er hvernig hún stelur senunni svo allsendis að ég gleymdi að fagna endurkomu Lindu Hamilton sem mætir aftur á svæðið í fyrsta sinn síðan í Judgment Day. Hamilton og Davis eru slíkar valkyrjur að Natalia Reyes má síns lítils við hlið þeirra, þó persóna hennar fylli með ágætum upp í hlutverk píslsins sem þarf að vernda. Það er líka heldur óheppilegt að kvikmyndagerðarmennirnir hafi ákveðið að kalla bróður hennar Diego, því á örskotsstundu varð hún að einskonar Dóru landkönnuði og ekki annað hægt en að hlæja að líkindunum. Dark Fate nær aldrei hæðum Judgment Day, en lendir þó ekki í að vera jafn leiðigjörn og Rise of the Machines og Salvation. Hún er meira í ætt við Terminator: Genysis sem kom út árið 2015. Genisys var slátrað af gagnrýnendum en við endurhorf áttaði ég mig á að hún er ekki jafn slæm og fólk vildi láta. Það er ekki þar með sagt að Genisys sé góð kvikmynd, en hún er hátíð í samanburði fyrir fyrirrennara sína. Dark Fate er svipuð Genisys að því leyti að hún er aldrei leiðinleg en áhorfandinn þarf þó að hafa sig allan við til að leiða hjá sér klunnalega framvindu og útskýringar á kringumstæðum.Þegar öllu er á botninn hvolft verður Dark Fate seint talin góð kvikmynd. Ég reyni þó alltaf að leyfa myndum sem veita mér stundargaman að njóta sannmælis. Mér leiddist aldrei og gekk léttur í spori út úr bíóinu. Terminator-aðdáendur ættu að geta haft ánægju af áhorfinu ef væntingum er stillt í hóf. Aðrir ættu að sitja heima.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ferðast aftur í tímann með Tortímandanum Terminator bálkurinn er hugarfóstur kvikmyndagerðarmannsins James Cameron, en hann bæði leikstýrði og skrifaði handritið að fyrstu tveimur myndunum. Kveikjan að sögunni kom þegar hann var staddur í Róm að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd Piranha II: The Spawning, ódýrri hryllingsmynd fyrir költmyndaframleiðandann Roger Corman. 3. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ferðast aftur í tímann með Tortímandanum Terminator bálkurinn er hugarfóstur kvikmyndagerðarmannsins James Cameron, en hann bæði leikstýrði og skrifaði handritið að fyrstu tveimur myndunum. Kveikjan að sögunni kom þegar hann var staddur í Róm að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd Piranha II: The Spawning, ódýrri hryllingsmynd fyrir költmyndaframleiðandann Roger Corman. 3. nóvember 2019 12:15