N'Golo Kante er bæði lykilmaður hjá Chelsea og franska landsliðinu og átti að byrja landsleikinn á móti Íslandi í Laugardalnum fyrir 25 dögum síðan.
Kante tognaði hins vegar á nára í upphituninni og gat ekki verið með. Hann missti líka af næsta landsleik Frakka og hefur ekkert verið með Chelsea liðinu síðan.
Chelsea menn endurheimta Frakkann öfluga í mikilvægum leik í Meistaradeildinni í kvöld.
"It looks nicely like the injuries and the few niggles that he was getting have cleared up and we've been able to get some work into him."
Chelsea's N'Golo Kante set to return against Ajax: https://t.co/IT2nb5eNocpic.twitter.com/6qTznEZdk7
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 4, 2019
Chelsea spilar þá við Ajax í Meistaradeildinni og fer leikurinn fram á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge í London. Chelsea vann 1-0 sigur á Ajax í Hollandi í síðustu umferð en þessi leikur í kvöld er hluti af fjórðu umferð riðlakeppninnar.
N'Golo Kante hefur aðeins náð að byrja fimm leiki með Chelsea á leiktíðinni en Frank Lampard sagði frá endurkomu hans á blaðamannafundi fyrir Ajax leikinn.
„Hann hefur getað æft með okkur að undanförnu. Hann er því í hópnum og er í boði,“ sagði Frank Lampard.
Chelsea getur náð þriggja stiga forystu á Ajax á toppi H-riðils með sigri. Útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.50.