Skagamenn mæta Derby í kvöld: „Allir í bænum spenntir fyrir leiknum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2019 11:00 Annar flokkur ÍA hefur orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð. mynd/ía ÍA tekur á móti Derby County í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Unglingadeildar UEFA í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og fer fram á Víkingsvelli. „Þetta er fínt. Maður er ekki vanur að spila svona lengi en við höfum verið duglegir að æfa,“ sagði Sigurður Hrannar Þorsteinsson, fyrirliði ÍA, í samtali við Vísi í gær. Hann var þá nýkominn úr skólanum og á leið á æfingu. ÍA hefur orðið meistari í 2. flokki undanfarin tvö ár. Í sumar töpuðu Skagamenn ekki leik í A-deild og fengu sjö stigum meira en næsta lið, Breiðablik. Sigurður var markahæsti leikmaður A-deildarinnar með 22 mörk í 18 leikjum. Hann var einnig viðloðandi meistaraflokk ÍA. Í 32-liða úrslitum Unglingadeildar UEFA unnu Skagamenn Levadia Tallinn frá Eistlandi, 16-1 samanlagt. ÍA vann fyrri leikinn á Akranesi, 4-0, og þann seinni, 12-1, sem er stærsti sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. Gefur sér að þeir séu góðir í fótbolta„Við vissum voða lítið um þetta lið. Við ætluðum bara að spila okkar leik og það gafst mjög vel, allavega í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann býst við öllu erfiðari leikjum gegn Derby. Enska liðið vann Minsk frá Hvíta-Rússlandi í 16-liða úrslitunum, 9-2 samanlagt. „Við sáum seinni leikinn gegn Minsk á YouTube. Maður getur gefið sér það að þeir séu góðir í fótbolta. Það eru nokkrir sem eru að æfa með aðalliði Derby,“ sagði Sigurður sem er fæddur árið 2000 og er á lokaári sínu í 2. flokki. Hann segir Skagamenn spennta fyrir að mæta Hrútunum frá Derby. „Þetta er risastórt lið. Maður heyrir það alveg þegar maður ræðir við fólkið í bænum,“ sagði Sigurður. Hann á von á því að Skagamenn fjölmenni í Víkina í kvöld. „Ég hef heyrt að það verði mjög góð mæting. Ég held að allir í bænum séu mjög spenntir fyrir þessum leik,“ sagði Sigurður að lokum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. 23. október 2019 16:20 ÍA vann stórsigur í unglingadeild UEFA ÍA vann stórsigur á Levadia Tallinn í unglingadeild UEFA á Norðurálsvelli á Akranesi í dag. 2. október 2019 18:18 Sigur ÍA sá stærsti í sögu Unglingadeildar UEFA Skagamenn eiga nú metið yfir stærsta sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. 24. október 2019 15:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
ÍA tekur á móti Derby County í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Unglingadeildar UEFA í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og fer fram á Víkingsvelli. „Þetta er fínt. Maður er ekki vanur að spila svona lengi en við höfum verið duglegir að æfa,“ sagði Sigurður Hrannar Þorsteinsson, fyrirliði ÍA, í samtali við Vísi í gær. Hann var þá nýkominn úr skólanum og á leið á æfingu. ÍA hefur orðið meistari í 2. flokki undanfarin tvö ár. Í sumar töpuðu Skagamenn ekki leik í A-deild og fengu sjö stigum meira en næsta lið, Breiðablik. Sigurður var markahæsti leikmaður A-deildarinnar með 22 mörk í 18 leikjum. Hann var einnig viðloðandi meistaraflokk ÍA. Í 32-liða úrslitum Unglingadeildar UEFA unnu Skagamenn Levadia Tallinn frá Eistlandi, 16-1 samanlagt. ÍA vann fyrri leikinn á Akranesi, 4-0, og þann seinni, 12-1, sem er stærsti sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. Gefur sér að þeir séu góðir í fótbolta„Við vissum voða lítið um þetta lið. Við ætluðum bara að spila okkar leik og það gafst mjög vel, allavega í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann býst við öllu erfiðari leikjum gegn Derby. Enska liðið vann Minsk frá Hvíta-Rússlandi í 16-liða úrslitunum, 9-2 samanlagt. „Við sáum seinni leikinn gegn Minsk á YouTube. Maður getur gefið sér það að þeir séu góðir í fótbolta. Það eru nokkrir sem eru að æfa með aðalliði Derby,“ sagði Sigurður sem er fæddur árið 2000 og er á lokaári sínu í 2. flokki. Hann segir Skagamenn spennta fyrir að mæta Hrútunum frá Derby. „Þetta er risastórt lið. Maður heyrir það alveg þegar maður ræðir við fólkið í bænum,“ sagði Sigurður. Hann á von á því að Skagamenn fjölmenni í Víkina í kvöld. „Ég hef heyrt að það verði mjög góð mæting. Ég held að allir í bænum séu mjög spenntir fyrir þessum leik,“ sagði Sigurður að lokum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. 23. október 2019 16:20 ÍA vann stórsigur í unglingadeild UEFA ÍA vann stórsigur á Levadia Tallinn í unglingadeild UEFA á Norðurálsvelli á Akranesi í dag. 2. október 2019 18:18 Sigur ÍA sá stærsti í sögu Unglingadeildar UEFA Skagamenn eiga nú metið yfir stærsta sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. 24. október 2019 15:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. 23. október 2019 16:20
ÍA vann stórsigur í unglingadeild UEFA ÍA vann stórsigur á Levadia Tallinn í unglingadeild UEFA á Norðurálsvelli á Akranesi í dag. 2. október 2019 18:18
Sigur ÍA sá stærsti í sögu Unglingadeildar UEFA Skagamenn eiga nú metið yfir stærsta sigur liðs í sögu Unglingadeildar UEFA. 24. október 2019 15:30