„Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2019 12:00 Ítalski dómarinn Gianluca Rocchi hafði í nógu að snúast í leik Chelsea og Ajax á Stamford Bridge í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann dæmdi tvær vítaspyrnur á Ajax og rak tvo leikmenn hollensku meistaranna af velli á sömu mínútunni. Daley Blind fékk sitt annað gula spjald fyrir brot og Joël Veltmann fyrir að handleika boltann innan teigs. Chelsea fékk víti sem Jorginho skoraði úr og minnkaði muninn í 3-4. Reece James jafnaði svo í 4-4 fyrir Chelsea sem urðu lokatölur leiksins. Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru sérfræðingar í Meistaradeildarmessunni í gær. Þá greindi á um ýmis atriði í dómgæslunni. „Mér fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af,“ sagði Jóhannes Karl. Ólafur var ekki sammála Skagamanninum og hrósaði Rocchi fyrir hans frammistöðu. „Þetta er það sem við viljum sjá. Hann leyfði þessu að þróast aðeins og var ekki snöggur að flauta. Síðan hagast atvik þannig að Blind fær rautt fyrir brot sem var rétt. Og fyrst hann mat þetta sem hendi víti fær hann seinna gula,“ sagði Ólafur. Jóhannes Karl vildi meina að dómarinn hefði verið full mikið í sviðsljósinu í leiknum. „Skemmtunin var gríðarlega góð en það breytir því ekki að dómarinn var, að mínu mati, í alltof stóru hlutverki. Og þetta VAR-dæmi er að verða alltof stórt. Það pirrar mig hvað þeir eru farnir að skoða þetta alveg ofan í smáatriði. Að mínu mati hefði hann ekki átt að reka tvo Ajax-menn út af,“ sagði Jóhannes Karl sem var á því að Veltman hefði átt að sleppa við rauða spjaldið. „Við værum ekkert að tala um að þetta væri sanngjarnt nema af því að þetta fór jafntefli. Ef Ajax hefði tapað þessum leiknum værum við ekki að tala um þetta svona,“ bætti Jóhannes Karl við. Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 Sjáðu sigurmark Chamberlain, markasúpuna frá Brúnni og rauðu spjöldin umdeildu Það var nóg um að vera í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld en mesta fjörið var á Stamford Bridge í Lundúnum. 5. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Ítalski dómarinn Gianluca Rocchi hafði í nógu að snúast í leik Chelsea og Ajax á Stamford Bridge í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann dæmdi tvær vítaspyrnur á Ajax og rak tvo leikmenn hollensku meistaranna af velli á sömu mínútunni. Daley Blind fékk sitt annað gula spjald fyrir brot og Joël Veltmann fyrir að handleika boltann innan teigs. Chelsea fékk víti sem Jorginho skoraði úr og minnkaði muninn í 3-4. Reece James jafnaði svo í 4-4 fyrir Chelsea sem urðu lokatölur leiksins. Ólafur Kristjánsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru sérfræðingar í Meistaradeildarmessunni í gær. Þá greindi á um ýmis atriði í dómgæslunni. „Mér fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af,“ sagði Jóhannes Karl. Ólafur var ekki sammála Skagamanninum og hrósaði Rocchi fyrir hans frammistöðu. „Þetta er það sem við viljum sjá. Hann leyfði þessu að þróast aðeins og var ekki snöggur að flauta. Síðan hagast atvik þannig að Blind fær rautt fyrir brot sem var rétt. Og fyrst hann mat þetta sem hendi víti fær hann seinna gula,“ sagði Ólafur. Jóhannes Karl vildi meina að dómarinn hefði verið full mikið í sviðsljósinu í leiknum. „Skemmtunin var gríðarlega góð en það breytir því ekki að dómarinn var, að mínu mati, í alltof stóru hlutverki. Og þetta VAR-dæmi er að verða alltof stórt. Það pirrar mig hvað þeir eru farnir að skoða þetta alveg ofan í smáatriði. Að mínu mati hefði hann ekki átt að reka tvo Ajax-menn út af,“ sagði Jóhannes Karl sem var á því að Veltman hefði átt að sleppa við rauða spjaldið. „Við værum ekkert að tala um að þetta væri sanngjarnt nema af því að þetta fór jafntefli. Ef Ajax hefði tapað þessum leiknum værum við ekki að tala um þetta svona,“ bætti Jóhannes Karl við. Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 Sjáðu sigurmark Chamberlain, markasúpuna frá Brúnni og rauðu spjöldin umdeildu Það var nóg um að vera í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld en mesta fjörið var á Stamford Bridge í Lundúnum. 5. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45
Sjáðu sigurmark Chamberlain, markasúpuna frá Brúnni og rauðu spjöldin umdeildu Það var nóg um að vera í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld en mesta fjörið var á Stamford Bridge í Lundúnum. 5. nóvember 2019 23:00