Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 17:00 Yana og Kirill voru mjög spennt fyrir Airwaves. Vísir/Hallgerður Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. Þetta er fyrsta skiptið sem þau koma til Íslands en parið er frá Rússlandi. Þau segja það hafa verið langþráðan draum að heimsækja Ísland og hafi nóvember verið besti mánuðurinn til þess að láta drauminn rætast. „Okkur langaði að heimsækja Ísland og við tókum eftir því að það væri gott að gera í nóvember vegna þess að það eru engir ferðamenn og Iceland Airwaves er í gangi,“ segir Yana. „Við þekkjum bara rússneska tónlistarmanninn Ivan Dorn þannig að við ætlum bara að fylgja flæðinu, fara í gegn um dagskránna og elta þekktustu tónlistarmennina,“ segir Kirill. Þau ætli að undirbúa sig betur fyrir næstu kvöld en ekki hafi gefist tími til þess þar sem þau höfðu keyrt suður að Gullfossi fyrr um daginn. „Það er svo margt fallegt að sjá. Margir fossar og náttúran er mjög falleg. Það er líka skemmtilegt að á Gullfossi var kominn vetur en hér í Reykjavík er enn þá haust,“ segir Yana og vekur undrun blaðamanns þar sem hún er klædd í hnausþykkan kuldagalla. „Allt nema verðið er fullkomið,“ skýtur Kirill inn í og Yana kinkar kolli til að staðfesta þetta. „Við verðum á Íslandi í tíu daga og eigum rúmlega helminginn eftir. Við erum búin að fara á norðurlandið og til Keflavíkur. Við fórum í Bláa Lónið þar. Eftir hátíðina ætlum við svo að fara á Suðurlandið,“ segir Yana. Hátíðin sjálf vekur þó ekki minni kátínu hjá parinu en þau segja hana einstaklega áhugaverða. Þau hafi aldrei farið á tónlistarhátíð sem fylgir svipuðu sniði, þar sem notast er við marga tónleikastaði í einu. „Þetta er ótrúlega áhugaverð hugmynd, við höfum aldrei farið á svipaða tónlistarhátíð áður þar sem eru mörg svið og þú getur ferðast á milli þeirra allt kvöldið,“ segir Yana. „Yfirleitt er bara eitt svið, í mesta lagi tvö, þar sem spilað er fyrir framan þúsundir manna. Þannig að þetta er mjög áhugavert,“ bætir hún við. Airwaves Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. Þetta er fyrsta skiptið sem þau koma til Íslands en parið er frá Rússlandi. Þau segja það hafa verið langþráðan draum að heimsækja Ísland og hafi nóvember verið besti mánuðurinn til þess að láta drauminn rætast. „Okkur langaði að heimsækja Ísland og við tókum eftir því að það væri gott að gera í nóvember vegna þess að það eru engir ferðamenn og Iceland Airwaves er í gangi,“ segir Yana. „Við þekkjum bara rússneska tónlistarmanninn Ivan Dorn þannig að við ætlum bara að fylgja flæðinu, fara í gegn um dagskránna og elta þekktustu tónlistarmennina,“ segir Kirill. Þau ætli að undirbúa sig betur fyrir næstu kvöld en ekki hafi gefist tími til þess þar sem þau höfðu keyrt suður að Gullfossi fyrr um daginn. „Það er svo margt fallegt að sjá. Margir fossar og náttúran er mjög falleg. Það er líka skemmtilegt að á Gullfossi var kominn vetur en hér í Reykjavík er enn þá haust,“ segir Yana og vekur undrun blaðamanns þar sem hún er klædd í hnausþykkan kuldagalla. „Allt nema verðið er fullkomið,“ skýtur Kirill inn í og Yana kinkar kolli til að staðfesta þetta. „Við verðum á Íslandi í tíu daga og eigum rúmlega helminginn eftir. Við erum búin að fara á norðurlandið og til Keflavíkur. Við fórum í Bláa Lónið þar. Eftir hátíðina ætlum við svo að fara á Suðurlandið,“ segir Yana. Hátíðin sjálf vekur þó ekki minni kátínu hjá parinu en þau segja hana einstaklega áhugaverða. Þau hafi aldrei farið á tónlistarhátíð sem fylgir svipuðu sniði, þar sem notast er við marga tónleikastaði í einu. „Þetta er ótrúlega áhugaverð hugmynd, við höfum aldrei farið á svipaða tónlistarhátíð áður þar sem eru mörg svið og þú getur ferðast á milli þeirra allt kvöldið,“ segir Yana. „Yfirleitt er bara eitt svið, í mesta lagi tvö, þar sem spilað er fyrir framan þúsundir manna. Þannig að þetta er mjög áhugavert,“ bætir hún við.
Airwaves Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira