Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 21:00 Þetta er fyrsta skiptið sem Hilkka kemur til Íslands en hún og maðurinn hennar ákváðu að skella sér á Airwaves. vísir/Hallgerður Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. Hilkka og maðurinn hennar eru á Íslandi í fyrsta skiptið og þau ákváðu að koma hingað sérstaklega til að fara á Iceland Airwaves. „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves og fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands. Ég er meðlimur í Saga Club og þau sögðu okkur frá Iceland Airwaves. Ég og maðurinn minn hugsuðum með okkur: „Ó, þetta er einmitt staðurinn sem okkur langar að fara til vegna þess að við höfum aldrei komið þangað áður.“ Þau hjónin eru frá Finnlandi og segir Hilkka mikinn mun á Íslandi og Finnlandi. „Hjá okkur eru skógar og vötn, þúsundir vatna, og stórir skógar, hér er allt auðn. Landslagið er allt öðruvísi. Fjöllin eru bara í norður Finnlandi, ekki í suðrinu.“ SIGGY tónleikarnir voru þeir fyrstu sem þau hjón fóru á á hátíðinni og líkaði þeim vel. „Mér finnst Airwaves mjög skemmtilegt!“ Hilkka segist ekki þekkja neina tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni en það sé einmitt svo spennandi. „Við ætlum bara að rölta á milli, ég þekki enga listamenn sem eru að spila hérna og veit ekkert um íslenska tónlist. Við hjónin erum bæði komin á eftirlaun þannig að við ákváðum að skella okkur bara hingað.“Maðurinn hennar Hilkku stendur innar í salnum og fylgist vel með sviðinu. „Hann stendur þarna í bláu úlpunni,“ segir Hilkka og bendir blaðamanni á hann. „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni,“ bætir Hilkka við og hlær. „En það skiptir ekki máli, við erum bara hér til að skemmta okkur.“ Airwaves Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. Hilkka og maðurinn hennar eru á Íslandi í fyrsta skiptið og þau ákváðu að koma hingað sérstaklega til að fara á Iceland Airwaves. „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Iceland Airwaves og fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands. Ég er meðlimur í Saga Club og þau sögðu okkur frá Iceland Airwaves. Ég og maðurinn minn hugsuðum með okkur: „Ó, þetta er einmitt staðurinn sem okkur langar að fara til vegna þess að við höfum aldrei komið þangað áður.“ Þau hjónin eru frá Finnlandi og segir Hilkka mikinn mun á Íslandi og Finnlandi. „Hjá okkur eru skógar og vötn, þúsundir vatna, og stórir skógar, hér er allt auðn. Landslagið er allt öðruvísi. Fjöllin eru bara í norður Finnlandi, ekki í suðrinu.“ SIGGY tónleikarnir voru þeir fyrstu sem þau hjón fóru á á hátíðinni og líkaði þeim vel. „Mér finnst Airwaves mjög skemmtilegt!“ Hilkka segist ekki þekkja neina tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni en það sé einmitt svo spennandi. „Við ætlum bara að rölta á milli, ég þekki enga listamenn sem eru að spila hérna og veit ekkert um íslenska tónlist. Við hjónin erum bæði komin á eftirlaun þannig að við ákváðum að skella okkur bara hingað.“Maðurinn hennar Hilkku stendur innar í salnum og fylgist vel með sviðinu. „Hann stendur þarna í bláu úlpunni,“ segir Hilkka og bendir blaðamanni á hann. „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni,“ bætir Hilkka við og hlær. „En það skiptir ekki máli, við erum bara hér til að skemmta okkur.“
Airwaves Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira