Inni á YouTube-síðunni Mr. Luxury er búið að taka saman lista yfir tíu dýrustu einkaþotur heims og hvernig þær líta út.
Slíkar þotur lenda til að mynda oft á tíðum á Reykjavíkurflugvelli. Þoturnar eru sumar jafnstórar og farþegavélar til að mynda eins og Airbus 380.
Slíkar einkaþotur kosta um 200 milljónir dollara eða því sem samsvarar 25 milljörðum íslenskra króna.