Stuðningsmenn liðs Balotelli lýsa yfir stuðningi við rasistana í Verona Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2019 15:45 Balotelli er hér heitur eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníði í leiknum. vísir/getty Það er margt rotið í ítalska boltanum og það gengur afar illa þar í landi að uppræta kynþáttahatur á völlum landsins. Enn ein ótrúlega yfirlýsingin þar í landi kom í dag. Mario Balotelli, leikmaður Brescia, varð fyrir kynþáttaníði í leik gegn Verona á dögunum og hótaði að ganga af velli. Málið vakti að vonum mikla athygli. Nú hafa harðkjarnastuðningsmenn Brescia sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við stuðningsmenn Verona en ekki Balotelli. Með hreinum ólíkindum. „Ef Balotelli var ekki andlega undir það búinn að mæta Verona þá hefði hann átt að segja það og leyfa einhverjum harðari að taka sætið í liðinu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Ultras-stuðningsmanna Brescia. „Það hefði enginn kvartað yfir því. Þetta mál er enn ein árásin á Ultra-stuðningsmenn í landinu sem fjölmiðlar keyra áfram af krafti.“ Verona hefur ekki viljað taka á málinu af krafti og borgarstjóri Verona og forseti félagsins sagðist ekki hafa heyrt neitt kynþáttaníð. Einn stuðningsmaður fékk þó rúmlega 10 ára bann fyrir að segja að Balotelli yrði aldrei 100 prósent Ítali. Kynþáttahatrið í stúkunni á Ítalíu hefur verið mikið í umræðunni í vetur enda eru leikmenn farnir að bregðast. Viðbrögð forráðamanna félaga hafa þó verið ótrúleg en þau ótrúlegustu komu líklega frá einum forseta sem sagði að það væri heiður fyrir hörundsdökka leikmenn að áhorfendur væru með apahljóð í þeirra garð. Það þýddi að þeir bæru virðingu fyrir leikmanninum. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00 Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma en stjóri Verona sagði að ekkert hefði gerst Enn og aftur voru ítalskir stuðningsmenn með rasisma. 4. nóvember 2019 19:00 Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38 Höfuðpaurinn settur í ellefu ára bann Kynþáttaníðið gegn Mario Balotelli um síðustu helgi hefur sínar afleiðingar. 5. nóvember 2019 17:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Sjá meira
Það er margt rotið í ítalska boltanum og það gengur afar illa þar í landi að uppræta kynþáttahatur á völlum landsins. Enn ein ótrúlega yfirlýsingin þar í landi kom í dag. Mario Balotelli, leikmaður Brescia, varð fyrir kynþáttaníði í leik gegn Verona á dögunum og hótaði að ganga af velli. Málið vakti að vonum mikla athygli. Nú hafa harðkjarnastuðningsmenn Brescia sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við stuðningsmenn Verona en ekki Balotelli. Með hreinum ólíkindum. „Ef Balotelli var ekki andlega undir það búinn að mæta Verona þá hefði hann átt að segja það og leyfa einhverjum harðari að taka sætið í liðinu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Ultras-stuðningsmanna Brescia. „Það hefði enginn kvartað yfir því. Þetta mál er enn ein árásin á Ultra-stuðningsmenn í landinu sem fjölmiðlar keyra áfram af krafti.“ Verona hefur ekki viljað taka á málinu af krafti og borgarstjóri Verona og forseti félagsins sagðist ekki hafa heyrt neitt kynþáttaníð. Einn stuðningsmaður fékk þó rúmlega 10 ára bann fyrir að segja að Balotelli yrði aldrei 100 prósent Ítali. Kynþáttahatrið í stúkunni á Ítalíu hefur verið mikið í umræðunni í vetur enda eru leikmenn farnir að bregðast. Viðbrögð forráðamanna félaga hafa þó verið ótrúleg en þau ótrúlegustu komu líklega frá einum forseta sem sagði að það væri heiður fyrir hörundsdökka leikmenn að áhorfendur væru með apahljóð í þeirra garð. Það þýddi að þeir bæru virðingu fyrir leikmanninum.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00 Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma en stjóri Verona sagði að ekkert hefði gerst Enn og aftur voru ítalskir stuðningsmenn með rasisma. 4. nóvember 2019 19:00 Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38 Höfuðpaurinn settur í ellefu ára bann Kynþáttaníðið gegn Mario Balotelli um síðustu helgi hefur sínar afleiðingar. 5. nóvember 2019 17:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Sjá meira
Balotelli: Ættuð að skammast ykkar Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í leik Hellas Verona og Brescia í Serie A í gær. 4. nóvember 2019 14:00
Sportpakkinn: Balotelli varð fyrir rasisma en stjóri Verona sagði að ekkert hefði gerst Enn og aftur voru ítalskir stuðningsmenn með rasisma. 4. nóvember 2019 19:00
Balotelli varð fyrir kynþáttaníði en skoraði svo fyrir framan rasistana Mario Balotelli varð fyrir rasisma í leik Brescia og Verona. 3. nóvember 2019 16:38
Höfuðpaurinn settur í ellefu ára bann Kynþáttaníðið gegn Mario Balotelli um síðustu helgi hefur sínar afleiðingar. 5. nóvember 2019 17:00