Dagbók Bents: Grunsamlegir staðir og drungaleg dýflissa Ágúst Bent skrifar 9. nóvember 2019 15:00 Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á föstudagskvöldi. Ég panta mér engiferskot og líður eins og ég eigi skilið Nóbelsverðlaun fyrir að vera svona healthy týpa. Joe and the Juice er örugglega versta mögulega staðsetningin fyrir gangsta rapp tónleika. Fyrir utan allt heilsu dæmið þá er stanslaus hávaði þegar þau hræra þessa smoothies og að mala kaffibaunir í macchiatos. Nei heyrðu! Djöfulsins klúður. Ég kom til að sjá 24/7 en hann var víst fyrir klukkustund. Ógeðslega sárt þar sem hann og Krabba Mane finnst mér mest spennandi týpur í íslensku rappi í dag. Baristann segir mér að hann hafi performað sitjandi á stól úti í horni, enda passar glæparapp ekki hérna inn frekar en glúten. 24/7 tók þetta slakur á stól úti í horni.Joe and the Juice En misskilningurinn gefur af sér því að núna er mætt Soffía Björg. Soundtjekkið er varla byrjað og ég er strax ástfanginn. Hún er með gítar, reverb, leðurjakka og rödd sem huggar barnið innra með mér. Þetta er falleg músík. Mjög íslensk, pínku drungaleg og meikar meiri sens á svona spínat stað en atriðið sem ég kom til að sjá. Soffía Björg huggar barnið innra með mér.Joe and the Juice Maður fer ekki oft í ilmvatnspartí. Fischer í Fischersundi er svo töff rými, ég skil ekki almennilega hvort þetta sé verslun eða gallerí þannig að ég rétti þeim bara kreditkortið mitt og segi já takk. Tröppur liggja niður í dularfulla dýflissu þar sem að Sin Fang situr á gólfinu og spilar frumskógar hljóð. Eina birtan hérna inni er af fartölvunni hans og upplýst andlitið er eins og á hakkara. Game of Thrones meets Mr. Robot. Þetta er allt mjög spennandi. Ég sá ólistaháskólagenginn mann hérna inni. Sem betur var brugðist hratt við, sprautað ilmvatni í augun og honum fleygt út. Hjúkk. Game of Thrones meets Mr. Robot stemmari í Fischer.Instagram/Caritonin Það er gaman að vera á Miami því þegar ég segi fólki það í símann er það impressed, þangað til það heyrir borðtennis í bakgrunni og fattar að ég er bara á bar á Hverfisgötu. Það er silent disco í gangi sem er ógeðslega fyndið concept. Það eru semsagt allir með heyrnatól og það er lítið ljós á þeim sem segir hvaða músík maður er að hlusta á. Passlega vandræðalegt og fullkomið fyrir að dansa við ókunnuga. Ég vona að það sé ennþá ilmvatnslykt af mér síðan áðan. Ég sveif yfir á MB Taqueria sem er taco staður á móti Kaffibarnum. Hátíðarstaður. Ekki vegna þess að hann er eitthvað hátíðlegur heldur vegna þess að hann virðist bara vera opinn á hátíðum. Ég kom síðast á menningarnótt og svo er búið að vera lokað síðan. Grunsamlegt eins og þessir grísku veitingastaðir á Laugaveginum sem virðast aldrei ætla að opna. Ég setti alltof mikið af sterkri sósu á karfann, ætlaði að losa um endorfín en losaði óvart um áföll síðan í æsku. Teitur Magnason er blanda af Eiríki Haukssyni og Eiríki Norðdahl. Hann er að spila á Gamla bíói og stemningin er kósí. Hann er með ólina á gítarnum svo stutta að það er eins og gítarinn sé að snúa upp á höndina á honum. Þessi tónlist er tilgerðarlaus. Sammi í Jagúar daðrar fimlega við bongó trommurnar og mér líður eins og ég sé sitji á gólfinu í Kvarnaborg og árið sé 1988. Hér eru menn á stafrófinu. Teitur rokkar ólina stutta.Instagram/Hypertextmusic Ég hafði áhyggjur af hótelgestunum á Kex (mjög meðvirkur) en barþjónninn sagði mér að þeir fengu spes díl á hátíðina. Flestir væru samt með venjulegt armband. Grísalappalísa eru að spila og eru auðvitað ógeðslega skemmtilegir. Ég hitti Krumma Mínus á barnum, hann segir að þetta sé graðhestamúsík. Mig langar til að spila graðhestamúsík. Frontmaðurinn (Gunnar Ragnarsson) færir mér þær sorglegu fréttir að hljómsveitin sé að leggjast í helgan, en í miðri setningu kemur útlendingur og vill bóka þá á gigg í Slóvakíu. Þið losnið ekki svona auðveldlega. Frontmaðurinn hótaði endalokum og fékk gylliboð að austan.Kexp Ég ætlaði á Gauk á stöng en á veggnum stóð no assholes. Hressingarskálinn! Hér er rebrand í gangi. Það er verið að reyna að færa sig yfir í hámenninguna og minna fólk á að hér datt Steinn Steinarr í það. Þetta er samt óttalegt hálfkák, þetta er ennþá of líkt gamla fílningnum, þessum dávaldurinn Sailesh, Arnar Grant, þriðjudagstilboð, Kringlukast fíling. Jesse Markin frá Finnlandi er að spila og er eiginlega eins og svartur Jón Jósep. Menn í svörtum líkömum. Má segja það? Jesse Markin lagði sitt af mörkum í rebrandinu á Hressingarskálanum.Instagram/Lukemurton Niðurstaða Vísir, ef þið ætlið að halda áfram að láta mig skrifa þessa pistla þarf ég fleiri engiferskot. Eða jafnvel hveitigras. Dagbók Bents Airwaves Menning Næturlíf Tónlist Tengdar fréttir Dagbók Bents: Það sem útlendingar meina þegar þeir segjast vilja heyra íslenska tónlist Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á miðvikudagskvöldi. 7. nóvember 2019 14:00 Dagbók Bents: Slippbarinn breyttist í Flippbarinn Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á fimmtudagskvöldi. 8. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Ég panta mér engiferskot og líður eins og ég eigi skilið Nóbelsverðlaun fyrir að vera svona healthy týpa. Joe and the Juice er örugglega versta mögulega staðsetningin fyrir gangsta rapp tónleika. Fyrir utan allt heilsu dæmið þá er stanslaus hávaði þegar þau hræra þessa smoothies og að mala kaffibaunir í macchiatos. Nei heyrðu! Djöfulsins klúður. Ég kom til að sjá 24/7 en hann var víst fyrir klukkustund. Ógeðslega sárt þar sem hann og Krabba Mane finnst mér mest spennandi týpur í íslensku rappi í dag. Baristann segir mér að hann hafi performað sitjandi á stól úti í horni, enda passar glæparapp ekki hérna inn frekar en glúten. 24/7 tók þetta slakur á stól úti í horni.Joe and the Juice En misskilningurinn gefur af sér því að núna er mætt Soffía Björg. Soundtjekkið er varla byrjað og ég er strax ástfanginn. Hún er með gítar, reverb, leðurjakka og rödd sem huggar barnið innra með mér. Þetta er falleg músík. Mjög íslensk, pínku drungaleg og meikar meiri sens á svona spínat stað en atriðið sem ég kom til að sjá. Soffía Björg huggar barnið innra með mér.Joe and the Juice Maður fer ekki oft í ilmvatnspartí. Fischer í Fischersundi er svo töff rými, ég skil ekki almennilega hvort þetta sé verslun eða gallerí þannig að ég rétti þeim bara kreditkortið mitt og segi já takk. Tröppur liggja niður í dularfulla dýflissu þar sem að Sin Fang situr á gólfinu og spilar frumskógar hljóð. Eina birtan hérna inni er af fartölvunni hans og upplýst andlitið er eins og á hakkara. Game of Thrones meets Mr. Robot. Þetta er allt mjög spennandi. Ég sá ólistaháskólagenginn mann hérna inni. Sem betur var brugðist hratt við, sprautað ilmvatni í augun og honum fleygt út. Hjúkk. Game of Thrones meets Mr. Robot stemmari í Fischer.Instagram/Caritonin Það er gaman að vera á Miami því þegar ég segi fólki það í símann er það impressed, þangað til það heyrir borðtennis í bakgrunni og fattar að ég er bara á bar á Hverfisgötu. Það er silent disco í gangi sem er ógeðslega fyndið concept. Það eru semsagt allir með heyrnatól og það er lítið ljós á þeim sem segir hvaða músík maður er að hlusta á. Passlega vandræðalegt og fullkomið fyrir að dansa við ókunnuga. Ég vona að það sé ennþá ilmvatnslykt af mér síðan áðan. Ég sveif yfir á MB Taqueria sem er taco staður á móti Kaffibarnum. Hátíðarstaður. Ekki vegna þess að hann er eitthvað hátíðlegur heldur vegna þess að hann virðist bara vera opinn á hátíðum. Ég kom síðast á menningarnótt og svo er búið að vera lokað síðan. Grunsamlegt eins og þessir grísku veitingastaðir á Laugaveginum sem virðast aldrei ætla að opna. Ég setti alltof mikið af sterkri sósu á karfann, ætlaði að losa um endorfín en losaði óvart um áföll síðan í æsku. Teitur Magnason er blanda af Eiríki Haukssyni og Eiríki Norðdahl. Hann er að spila á Gamla bíói og stemningin er kósí. Hann er með ólina á gítarnum svo stutta að það er eins og gítarinn sé að snúa upp á höndina á honum. Þessi tónlist er tilgerðarlaus. Sammi í Jagúar daðrar fimlega við bongó trommurnar og mér líður eins og ég sé sitji á gólfinu í Kvarnaborg og árið sé 1988. Hér eru menn á stafrófinu. Teitur rokkar ólina stutta.Instagram/Hypertextmusic Ég hafði áhyggjur af hótelgestunum á Kex (mjög meðvirkur) en barþjónninn sagði mér að þeir fengu spes díl á hátíðina. Flestir væru samt með venjulegt armband. Grísalappalísa eru að spila og eru auðvitað ógeðslega skemmtilegir. Ég hitti Krumma Mínus á barnum, hann segir að þetta sé graðhestamúsík. Mig langar til að spila graðhestamúsík. Frontmaðurinn (Gunnar Ragnarsson) færir mér þær sorglegu fréttir að hljómsveitin sé að leggjast í helgan, en í miðri setningu kemur útlendingur og vill bóka þá á gigg í Slóvakíu. Þið losnið ekki svona auðveldlega. Frontmaðurinn hótaði endalokum og fékk gylliboð að austan.Kexp Ég ætlaði á Gauk á stöng en á veggnum stóð no assholes. Hressingarskálinn! Hér er rebrand í gangi. Það er verið að reyna að færa sig yfir í hámenninguna og minna fólk á að hér datt Steinn Steinarr í það. Þetta er samt óttalegt hálfkák, þetta er ennþá of líkt gamla fílningnum, þessum dávaldurinn Sailesh, Arnar Grant, þriðjudagstilboð, Kringlukast fíling. Jesse Markin frá Finnlandi er að spila og er eiginlega eins og svartur Jón Jósep. Menn í svörtum líkömum. Má segja það? Jesse Markin lagði sitt af mörkum í rebrandinu á Hressingarskálanum.Instagram/Lukemurton Niðurstaða Vísir, ef þið ætlið að halda áfram að láta mig skrifa þessa pistla þarf ég fleiri engiferskot. Eða jafnvel hveitigras.
Dagbók Bents Airwaves Menning Næturlíf Tónlist Tengdar fréttir Dagbók Bents: Það sem útlendingar meina þegar þeir segjast vilja heyra íslenska tónlist Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á miðvikudagskvöldi. 7. nóvember 2019 14:00 Dagbók Bents: Slippbarinn breyttist í Flippbarinn Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á fimmtudagskvöldi. 8. nóvember 2019 17:00 Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Dagbók Bents: Það sem útlendingar meina þegar þeir segjast vilja heyra íslenska tónlist Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á miðvikudagskvöldi. 7. nóvember 2019 14:00
Dagbók Bents: Slippbarinn breyttist í Flippbarinn Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á fimmtudagskvöldi. 8. nóvember 2019 17:00