„Mikill heiður og stór viðurkenning“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2019 13:45 Gyða Valtýsdóttir tónskáld er handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019. norden.org/Magnus Froderberg Íslenska tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir hlaut í gær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Hún segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst vona að þau kunni að opna fleiri dyr. Gyða og Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari voru tilnefndar fyrir hönd Íslands en þær voru í hópi þrettán listamanna sem tilnefndir voru. Gyða var meðal stofnenda rafhljómsveitarinnar múm og er menntuð í sígildri tónlist en hefur ekki einskorðað sig við neina tiltekna tónlistarstefnu að því er segir í rökstuðningi dómnefndar.Sjá einnig: Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs „Þetta er náttúrlega rosa mikill heiður og stór viðurkenning,“ segir Gyða í samtali við fréttastofu. „Þetta vonandi opnar einhverjar dyr og gefur mér frelsi til að skapa það sem mig langar til að skapa. Aðspurð segist hún vera með mörg verkefni í pípunum en hún er til að mynda að gefa út nýja plötu snemma á næsta ári. „Hún er tilbúin og ég er mjög spennt fyrir henni og þar er ég að vinna með íslensku tónlistarfólki og svo er bara margt annað,“ segir Gyða. Í febrúar er til að mynda væntanleg plata sem byggir á samstarfsverkefni Gyðu og tvíburasystur hennar Kristínar Önnu Valtýsdóttur, Ragnars Kjartanssonar og tvíburabræðranna Aarons og Bryce Dessner úr hljómsveitinni The National. Í þakkarræðu sinni í gær minntist Gyða sérstaklega á tvíburasystur sína Kristínu Önnu en Gyða segir hana vera stóran part af lífi sínu og hún hafi kennt henni margt. „Svo þegar maður fær svona tilnefningu og einhver verðlaunaafhending, maður fer alltaf að hugsa hvort að maður sé þess verðugur og einhverjir meta sig út frá einhverjum öðrum og einhverjum standördum,“ segir Gyða. Hún hafi reynt að tileinka sér það að láta samanburð við aðra eða einhvers konar keppni ekki ráða för. „Þegar maður elst upp sem tvíburi þá er svo mikil samkeppni og samanburður, líka bara utan frá einhvern veginn. Fólk er alltaf að bera mann saman. Þannig að maður elst svolítið upp við það og klassískt tónlistarnám hjálpaði ekki. Það byrjar snemma svona einhver mælikvarði á mann og hæfileika manns,“ segir Gyða. „Að hafa kynnst þessu tvennu, að vera tvíburi og fara út í tónlistarnám, þá vildi ég svona einhvern veginn fara í hina áttina. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, einhvern veginn að þekkja sjálfan sig og bera sig ekki saman við eitthvað annað.“ Íslendingar erlendis Menning Tónlist Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira
Íslenska tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir hlaut í gær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Hún segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst vona að þau kunni að opna fleiri dyr. Gyða og Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari voru tilnefndar fyrir hönd Íslands en þær voru í hópi þrettán listamanna sem tilnefndir voru. Gyða var meðal stofnenda rafhljómsveitarinnar múm og er menntuð í sígildri tónlist en hefur ekki einskorðað sig við neina tiltekna tónlistarstefnu að því er segir í rökstuðningi dómnefndar.Sjá einnig: Gyða hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs „Þetta er náttúrlega rosa mikill heiður og stór viðurkenning,“ segir Gyða í samtali við fréttastofu. „Þetta vonandi opnar einhverjar dyr og gefur mér frelsi til að skapa það sem mig langar til að skapa. Aðspurð segist hún vera með mörg verkefni í pípunum en hún er til að mynda að gefa út nýja plötu snemma á næsta ári. „Hún er tilbúin og ég er mjög spennt fyrir henni og þar er ég að vinna með íslensku tónlistarfólki og svo er bara margt annað,“ segir Gyða. Í febrúar er til að mynda væntanleg plata sem byggir á samstarfsverkefni Gyðu og tvíburasystur hennar Kristínar Önnu Valtýsdóttur, Ragnars Kjartanssonar og tvíburabræðranna Aarons og Bryce Dessner úr hljómsveitinni The National. Í þakkarræðu sinni í gær minntist Gyða sérstaklega á tvíburasystur sína Kristínu Önnu en Gyða segir hana vera stóran part af lífi sínu og hún hafi kennt henni margt. „Svo þegar maður fær svona tilnefningu og einhver verðlaunaafhending, maður fer alltaf að hugsa hvort að maður sé þess verðugur og einhverjir meta sig út frá einhverjum öðrum og einhverjum standördum,“ segir Gyða. Hún hafi reynt að tileinka sér það að láta samanburð við aðra eða einhvers konar keppni ekki ráða för. „Þegar maður elst upp sem tvíburi þá er svo mikil samkeppni og samanburður, líka bara utan frá einhvern veginn. Fólk er alltaf að bera mann saman. Þannig að maður elst svolítið upp við það og klassískt tónlistarnám hjálpaði ekki. Það byrjar snemma svona einhver mælikvarði á mann og hæfileika manns,“ segir Gyða. „Að hafa kynnst þessu tvennu, að vera tvíburi og fara út í tónlistarnám, þá vildi ég svona einhvern veginn fara í hina áttina. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, einhvern veginn að þekkja sjálfan sig og bera sig ekki saman við eitthvað annað.“
Íslendingar erlendis Menning Tónlist Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira