Lífið

Innlit í glæsilega þakíbúð ríkasta manns heims á Manhattan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bezos er metinn á mörg þúsund milljarða.
Bezos er metinn á mörg þúsund milljarða.
Jeff Bezos, forstjóri Amazon, er langefstur á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims. Hann er fyrsti maðurinn í sögu listans sem metinn er á meira en 100 milljarða dollara.

Alls eru eigur Bezos metnar á 110 milljarða dollara, um þrettán þúsund milljarða íslenskra króna. Bezos stofnaði Amazon árið 1994 en fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár.

Bezos á stórglæsilega þakíbúð við Fifht Avenue á Manhattan í New York. Íbúðin er á besta stað á eyjunni en eignin er um 460 fermetrar að stærð. Útisvæðið við íbúðina er jafnstórt og íbúðin sjálf.

Fasteignasalinn Roh Habibi fékk að skoða eignina í sumar en hún er metin á 63 milljónir dollara eða því sem samsvarar 7,8 milljarða íslenskra króna.

Bezos hefur greinilega komið sér vel fyrir eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×