Upphitun: Bottas þarf sigur til að stoppa Hamilton Bragi Þórðarson skrifar 31. október 2019 23:00 Hamilton er með rúmlega níu fingur á titlinum. Vísir/Getty Lewis Hamilton mun að öllum líkindum fagna sínum sjötta heimsmeistaratitli í Formúlu 1 í Bandaríkjunum um helgina. Mercedes tryggði sér sjötta titil sinn í röð í japanska kappakstrinum og var þá ljóst að annaðhvort Hamilton eða Bottas myndu hreppa ökumannstitilinn. Það hefur þó alltaf legið í loftinu að spurningin var bara hvenær en ekki hvort Bretinn myndi tryggja sér titilinn eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Hamilton vann átta af fyrstu tólf keppnum tímabilsins og var að tryggja sér sinn tíunda sigur um síðustu helgi.Mercedes hefur unnið alla titla síðan 2014.GettyKeppni helgarinnar fer fram í Austin í Texas fylki og er þetta í áttunda skiptið sem keppt verður á Circuit of the Americas brautinni. Hamilton þarf aðeins að klára í áttunda sæti eða betur, gefið að Bottas sigri. Nær Finninn ekki að ljúka keppni í fyrsta sæti hreppir Hamilton titilinn alveg sama hvar hann endar. Það stefnir þó í skemmtilegan kappakstur um helgina. Mjög auðvelt er að taka fram úr á brautinni eins og Max Verstappen sýndi í fyrra, er hann byrjaði átjándi og endaði annar. Keppnin, tímatökur og æfing verður auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Tímatökur byrja klukkan 20:50 á laugardag og kappaksturinn klukkan 18:50 á sunnudag. Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton mun að öllum líkindum fagna sínum sjötta heimsmeistaratitli í Formúlu 1 í Bandaríkjunum um helgina. Mercedes tryggði sér sjötta titil sinn í röð í japanska kappakstrinum og var þá ljóst að annaðhvort Hamilton eða Bottas myndu hreppa ökumannstitilinn. Það hefur þó alltaf legið í loftinu að spurningin var bara hvenær en ekki hvort Bretinn myndi tryggja sér titilinn eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Hamilton vann átta af fyrstu tólf keppnum tímabilsins og var að tryggja sér sinn tíunda sigur um síðustu helgi.Mercedes hefur unnið alla titla síðan 2014.GettyKeppni helgarinnar fer fram í Austin í Texas fylki og er þetta í áttunda skiptið sem keppt verður á Circuit of the Americas brautinni. Hamilton þarf aðeins að klára í áttunda sæti eða betur, gefið að Bottas sigri. Nær Finninn ekki að ljúka keppni í fyrsta sæti hreppir Hamilton titilinn alveg sama hvar hann endar. Það stefnir þó í skemmtilegan kappakstur um helgina. Mjög auðvelt er að taka fram úr á brautinni eins og Max Verstappen sýndi í fyrra, er hann byrjaði átjándi og endaði annar. Keppnin, tímatökur og æfing verður auðvitað í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Tímatökur byrja klukkan 20:50 á laugardag og kappaksturinn klukkan 18:50 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira