Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2019 14:44 Þórunn Kristín hittir kólumbíska móður sína í fyrsta skipti. Stöð 2 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Þetta kom fram í síðasta þætti hlaðvarpsins Á bak við tjöldin á Vísi. Þar ræddu Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, og Sigrún Ósk vel heppnaða leit í Suður-Ameríku. Í síðasta þætti fór Sigrún Ósk með Þórunni Kristínu, sem tekin var frá kólumbískri móður sinni sekúndum eftir fæðingu og ættleidd af góðu fólki á Akureyri, til Bogota í Kólumbíu. Óhætt er að segja að eftirvæntingin hjá Virginíu, móður Þórunnar Kristínar, hafi ekki verið síðri en hjá dóttur hennar. Í ljós kom að hún hafði aldrei einu sinni vitað kynið á barninu sem hún gaf til ættleiðingar sökum þess hvað hún og fjölskyldan bjó við mikla fátækt. Þau höfðu þó aldrei gleymt barninu og til marks um það kveiktu þau á kerti á fæðingardegi Þórunnar Kristínar til að minnast litla barnsins á hverju ári. „Að taka hatt minn ofan nær ekki utan um það,“ segir Sigrún Ósk um góðmennskuna sem móðir Þórunnar Kristínar virðist full af. Reyndar virðist hún hreinlega vera engill í mannsmynd, eins og Sigrún Ósk kemst að orði.Nefnir hún sem dæmi þegar hún tók litla stúlku í fóstur og ól upp sem sína eigin dóttur. Sú saga er ansi hreint mögnuð. „Hún á þrjár dætur, fjórar með Þórunni, þegar bankar upp á hjá henni kona með kornabarn sem hún segist ekki kæra sig um að eiga og [spyr] hvort hún geti tekið það. Virginía gerir það og fær svo að heyra að það sé maðurinn hennar sem hafi eignast þetta barn. Hann hélt fram hjá með þessari konu og eignaðist barnið,“ segir Sigrún. „Þá langar hana ekki lengur að eiga þennan mann, þau skilja, hann kærir sig heldur ekki um barnið þannig að Virginía ættleiðir barnið og elur hana upp.“ „Kærleikurinn á milli þeirra er áþreifanlegur. Þú þarft ekki að efast um það í eina sekúndu að sé ekki fullgildur meðlimur í þessum hópi.“Í Leitinni að upprunanum í kvöld kynnumst við Guðrúnu Andreu Sólveigsdóttur sem leitaði föður síns á Spáni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Kafað dýpra Leitin að upprunanum Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Þetta kom fram í síðasta þætti hlaðvarpsins Á bak við tjöldin á Vísi. Þar ræddu Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, og Sigrún Ósk vel heppnaða leit í Suður-Ameríku. Í síðasta þætti fór Sigrún Ósk með Þórunni Kristínu, sem tekin var frá kólumbískri móður sinni sekúndum eftir fæðingu og ættleidd af góðu fólki á Akureyri, til Bogota í Kólumbíu. Óhætt er að segja að eftirvæntingin hjá Virginíu, móður Þórunnar Kristínar, hafi ekki verið síðri en hjá dóttur hennar. Í ljós kom að hún hafði aldrei einu sinni vitað kynið á barninu sem hún gaf til ættleiðingar sökum þess hvað hún og fjölskyldan bjó við mikla fátækt. Þau höfðu þó aldrei gleymt barninu og til marks um það kveiktu þau á kerti á fæðingardegi Þórunnar Kristínar til að minnast litla barnsins á hverju ári. „Að taka hatt minn ofan nær ekki utan um það,“ segir Sigrún Ósk um góðmennskuna sem móðir Þórunnar Kristínar virðist full af. Reyndar virðist hún hreinlega vera engill í mannsmynd, eins og Sigrún Ósk kemst að orði.Nefnir hún sem dæmi þegar hún tók litla stúlku í fóstur og ól upp sem sína eigin dóttur. Sú saga er ansi hreint mögnuð. „Hún á þrjár dætur, fjórar með Þórunni, þegar bankar upp á hjá henni kona með kornabarn sem hún segist ekki kæra sig um að eiga og [spyr] hvort hún geti tekið það. Virginía gerir það og fær svo að heyra að það sé maðurinn hennar sem hafi eignast þetta barn. Hann hélt fram hjá með þessari konu og eignaðist barnið,“ segir Sigrún. „Þá langar hana ekki lengur að eiga þennan mann, þau skilja, hann kærir sig heldur ekki um barnið þannig að Virginía ættleiðir barnið og elur hana upp.“ „Kærleikurinn á milli þeirra er áþreifanlegur. Þú þarft ekki að efast um það í eina sekúndu að sé ekki fullgildur meðlimur í þessum hópi.“Í Leitinni að upprunanum í kvöld kynnumst við Guðrúnu Andreu Sólveigsdóttur sem leitaði föður síns á Spáni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10.
Kafað dýpra Leitin að upprunanum Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira