Buðu Zlatan óvænt sex mánaða samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 19:30 Zlatan Ibrahimovic í leik með Los Angeles Galaxy. Getty/Shaun Clark Ítalskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic ætli að snúa aftur í ítölsku deildina. Ítölsk félög hafa verið að gera hosur sínar grænar fyrir sænska framherjanum. Tímabilið í Bandaríkjunum er að klárast hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic og samningur hans við LA Galaxy rennur í desember. Zlatan Ibrahimovic er 38 ára gamall en hann hefur spilað tvö tímabil með Los Angeles Galaxy þar sem hann hefur skorað 52 mörk í 56 deildarleikjum. Zlatan hefur verið orðaður við lið eins Internazionale og Napoli en nú er nýtt félag komið inn í myndina.Zlatan Ibrahimovic 'wanted by Bologna on a six-month contract' once his LA Galaxy deal expires in December https://t.co/7xcev27e0s — MailOnline Sport (@MailSport) October 21, 2019 Ítalska blaðið Corriere dello Sport hefur heimildir fyrir því að Bologna sé búið að bjóða Svíanum sex mánaða samning. Zlatan þekkir Sinisa Mihajlovic sem er þjálfari Bologna en þeir unnu saman hjá Internazionale Milan á sínum tíma. „Sinisa Mihajlovic hringdi í Zlatan,“ segir ítalski blaðamaðurinn Monica Colombo en Expressen segir frá. Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, talaði líka um það um helgina að hann ætlaði að hringja í Zlatan og láta hann vita af áhuga félagsins. Zlatan Ibrahimovic hafði áður talað um áhuga sinn að leika eftir það sem Diego Maradona gerði þegar hann mætti til Napoli á níunda áratugnum. Zlatan sagði það í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Eftir að hafa horft á heimildarmyndina um Maradona þá væri ég alveg til í að prófa svona Napoli-ævintýri. Kannski að gera það sem Maradona gerði. Ef ég væri þar þá væri Sao Paolo leikvangurinn alltaf fullur og svo er Ancelotti frábær þjálfari. Lokaákvörðun mín mun samt snúast um marga mismunandi hluti,“ sagði Zlatan Ibrahimovic við Gazzetta dello Sport. Þegar Zlatan Ibrahimovic var spurður um áhuga liða eftir síðasta leik þá gaf hann ekkert upp. „Það eru allir að hringja í mig. Viltu fá númerið svo þú getir líka hringt í mig?,“ svaraði Zlatan í léttum tón. Ítalski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Ítalskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic ætli að snúa aftur í ítölsku deildina. Ítölsk félög hafa verið að gera hosur sínar grænar fyrir sænska framherjanum. Tímabilið í Bandaríkjunum er að klárast hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic og samningur hans við LA Galaxy rennur í desember. Zlatan Ibrahimovic er 38 ára gamall en hann hefur spilað tvö tímabil með Los Angeles Galaxy þar sem hann hefur skorað 52 mörk í 56 deildarleikjum. Zlatan hefur verið orðaður við lið eins Internazionale og Napoli en nú er nýtt félag komið inn í myndina.Zlatan Ibrahimovic 'wanted by Bologna on a six-month contract' once his LA Galaxy deal expires in December https://t.co/7xcev27e0s — MailOnline Sport (@MailSport) October 21, 2019 Ítalska blaðið Corriere dello Sport hefur heimildir fyrir því að Bologna sé búið að bjóða Svíanum sex mánaða samning. Zlatan þekkir Sinisa Mihajlovic sem er þjálfari Bologna en þeir unnu saman hjá Internazionale Milan á sínum tíma. „Sinisa Mihajlovic hringdi í Zlatan,“ segir ítalski blaðamaðurinn Monica Colombo en Expressen segir frá. Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, talaði líka um það um helgina að hann ætlaði að hringja í Zlatan og láta hann vita af áhuga félagsins. Zlatan Ibrahimovic hafði áður talað um áhuga sinn að leika eftir það sem Diego Maradona gerði þegar hann mætti til Napoli á níunda áratugnum. Zlatan sagði það í viðtali við Gazzetta dello Sport. „Eftir að hafa horft á heimildarmyndina um Maradona þá væri ég alveg til í að prófa svona Napoli-ævintýri. Kannski að gera það sem Maradona gerði. Ef ég væri þar þá væri Sao Paolo leikvangurinn alltaf fullur og svo er Ancelotti frábær þjálfari. Lokaákvörðun mín mun samt snúast um marga mismunandi hluti,“ sagði Zlatan Ibrahimovic við Gazzetta dello Sport. Þegar Zlatan Ibrahimovic var spurður um áhuga liða eftir síðasta leik þá gaf hann ekkert upp. „Það eru allir að hringja í mig. Viltu fá númerið svo þú getir líka hringt í mig?,“ svaraði Zlatan í léttum tón.
Ítalski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Í beinni: Chelsea - Wolves | Lýkur langri bið heimamanna? Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti