Mbappé kom af bekknum og skoraði þrennu | Loks vann Real | Dybala bjargaði Juventus Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2019 21:30 Mbappé gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í kvöld. Vísir/Getty PSG valtaði yfir Brugge í síðari hálfleik Frakklandsmeistarar PSG áttu ekki í vandræðum með Club Brugge á útivelli í kvöld. Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 sigri gestanna. Þá vann Real Madrid 1-0 sigur á Galatasaray í Tyrklandi. Ángel Di Maria kom Paris Saint-Germain yfir strax á 7. mínútu eftir sendingu frá landa sínum Mauro Icardi. Brugge tókst að halda PSG í skefjum þangað til í hálfleik og staðan því enn 1-0 í hálfleik. Á 52. mínútu kom áðurnefndur Mbappé inn á og tók það hann aðeins níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í kvöld. Tveimur mínútum síðar hafði Mbappé svo lagt upp mark fyrir Icardi og staðan orðin 3-0. Mbappé skoraði svo tvívegis með fjögurra mínútna millibili eftir sendingar frá Di Maria undir lok leiks og tryggði þar með þrennu sína sem og 5-0 sigur gestanna frá París. Í Tyrklandi nældi Real Madrid svo í sinn fyrsta sigur í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni þökk sé marki Toni Kroos á 18. mínútu. Real getur reyndar þakkað markverði sínum Thibaut Courtois fyrir stigin þrjú í kvöld en sá belgíski hefur legið undir mikilli gagnrýni í vetur en hann svaraði því á vellinum í kvöld. Staðan í A-riðli er þannig að PSG er með fullt hús stiga þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Real Madrid kemur þar á eftir með fjögur stig, Club Brugge með tvö stig og Galatasary rekur svo lestina með eitt stig.Dybala kom Juventus til bjargarSíðari leikur D-riðils var viðureign Juventus og Lokomotiv Moskvu. Gestirnir frá Rússlandi komu eflaust sjálfum sér á óvart þegar þeir komust yfir á 30. mínútu leiksins, þar var að verki Aleksey Miranchuk og var staðan 1-0 Lokomotiv í vil allt þangað til á 77. mínútu leiksins er Paulo Dybala jafnaði metin með frábæru skoti sem endaði alveg út við stöng. Dybala var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hann afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið eftir að Guilherme Marinato, markvörður Lokomotiv, hafði varið langskot Alex Sandro. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Juventus er því á toppi D-riðils með sjö stig, líkt og Atletico Madrid eftir sigur spænska liðsins á Bayer Leverkusen fyrr í dag. Lokomotiv er í þriðja sæti með þrjú stig á meðan Leverkusen eru enn án stiga. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15 Rauða Stjarnan réð ekkert við Tottenham Erik Lamela | Bayern í basli í Grikklandi Tottenham Hotspur svaraði fyrir sig eftir skelfilegt tap gegn Bayern Munich í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá tapaði liðið 7-2 gegn þýsku meisturunum en í kvöld lagði liðið Rauðu Stjörnuna frá Serbíu örugglega í London, lokatölur 5-0 Tottenham í vil. Þá vann Bayern Munich 3-2 sigur á Olympiacos í Grikklandi. 22. október 2019 21:00 Varamennirnir tryggðu Atletico sigur | Morata fyrstur allra til að skora fyrir Atletico og Real Varamaðurinn Alvaro Morata tryggði Atletico Madrid stigin þrjú skömmu eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld, lokatölur 1-0 Atletico í vil gegn Bayer Leverkusen. Markið var sögulegt svo ekki sé meira sagt. 22. október 2019 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
PSG valtaði yfir Brugge í síðari hálfleik Frakklandsmeistarar PSG áttu ekki í vandræðum með Club Brugge á útivelli í kvöld. Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 sigri gestanna. Þá vann Real Madrid 1-0 sigur á Galatasaray í Tyrklandi. Ángel Di Maria kom Paris Saint-Germain yfir strax á 7. mínútu eftir sendingu frá landa sínum Mauro Icardi. Brugge tókst að halda PSG í skefjum þangað til í hálfleik og staðan því enn 1-0 í hálfleik. Á 52. mínútu kom áðurnefndur Mbappé inn á og tók það hann aðeins níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í kvöld. Tveimur mínútum síðar hafði Mbappé svo lagt upp mark fyrir Icardi og staðan orðin 3-0. Mbappé skoraði svo tvívegis með fjögurra mínútna millibili eftir sendingar frá Di Maria undir lok leiks og tryggði þar með þrennu sína sem og 5-0 sigur gestanna frá París. Í Tyrklandi nældi Real Madrid svo í sinn fyrsta sigur í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni þökk sé marki Toni Kroos á 18. mínútu. Real getur reyndar þakkað markverði sínum Thibaut Courtois fyrir stigin þrjú í kvöld en sá belgíski hefur legið undir mikilli gagnrýni í vetur en hann svaraði því á vellinum í kvöld. Staðan í A-riðli er þannig að PSG er með fullt hús stiga þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Real Madrid kemur þar á eftir með fjögur stig, Club Brugge með tvö stig og Galatasary rekur svo lestina með eitt stig.Dybala kom Juventus til bjargarSíðari leikur D-riðils var viðureign Juventus og Lokomotiv Moskvu. Gestirnir frá Rússlandi komu eflaust sjálfum sér á óvart þegar þeir komust yfir á 30. mínútu leiksins, þar var að verki Aleksey Miranchuk og var staðan 1-0 Lokomotiv í vil allt þangað til á 77. mínútu leiksins er Paulo Dybala jafnaði metin með frábæru skoti sem endaði alveg út við stöng. Dybala var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hann afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið eftir að Guilherme Marinato, markvörður Lokomotiv, hafði varið langskot Alex Sandro. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Juventus er því á toppi D-riðils með sjö stig, líkt og Atletico Madrid eftir sigur spænska liðsins á Bayer Leverkusen fyrr í dag. Lokomotiv er í þriðja sæti með þrjú stig á meðan Leverkusen eru enn án stiga.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15 Rauða Stjarnan réð ekkert við Tottenham Erik Lamela | Bayern í basli í Grikklandi Tottenham Hotspur svaraði fyrir sig eftir skelfilegt tap gegn Bayern Munich í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá tapaði liðið 7-2 gegn þýsku meisturunum en í kvöld lagði liðið Rauðu Stjörnuna frá Serbíu örugglega í London, lokatölur 5-0 Tottenham í vil. Þá vann Bayern Munich 3-2 sigur á Olympiacos í Grikklandi. 22. október 2019 21:00 Varamennirnir tryggðu Atletico sigur | Morata fyrstur allra til að skora fyrir Atletico og Real Varamaðurinn Alvaro Morata tryggði Atletico Madrid stigin þrjú skömmu eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld, lokatölur 1-0 Atletico í vil gegn Bayer Leverkusen. Markið var sögulegt svo ekki sé meira sagt. 22. október 2019 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Sterling fór mikinn er City slátraði Atalanta | Jafnt í Úkraínu Manchester City var ekki í miklum vandræðum með Atalanta í C-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld, lokatölur á Etihad vellinum í Manchester 5-1 heimamönnum í vil. Þá gerðu Shakhtar Donetsk og Dinamo Zagreb 2-2 jafntefli í Úkraínu. 22. október 2019 21:15
Rauða Stjarnan réð ekkert við Tottenham Erik Lamela | Bayern í basli í Grikklandi Tottenham Hotspur svaraði fyrir sig eftir skelfilegt tap gegn Bayern Munich í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá tapaði liðið 7-2 gegn þýsku meisturunum en í kvöld lagði liðið Rauðu Stjörnuna frá Serbíu örugglega í London, lokatölur 5-0 Tottenham í vil. Þá vann Bayern Munich 3-2 sigur á Olympiacos í Grikklandi. 22. október 2019 21:00
Varamennirnir tryggðu Atletico sigur | Morata fyrstur allra til að skora fyrir Atletico og Real Varamaðurinn Alvaro Morata tryggði Atletico Madrid stigin þrjú skömmu eftir að hann kom inn af bekknum í kvöld, lokatölur 1-0 Atletico í vil gegn Bayer Leverkusen. Markið var sögulegt svo ekki sé meira sagt. 22. október 2019 19:00