Menningin getur lýst upp skammdegið Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 23. október 2019 07:00 Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri, og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, handsöluðu samkomulagið í síðustu viku. „Þetta var bara eins og þeir segja stundum á Bíldudal, Bingó! Það var eins og húsið kallaði á okkur,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri Kómedíuleikhússins. Ísafjarðarbær gerði nýlega samkomulag við leikhúsið um að veita því afnot af húsnæði undir nýja Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins ásamt því að leikhúsið hlaut styrk úr sjóðnum Öll vötn til Dýrafjarðar. Við erum fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og erum staðsett hér á Þingeyri en við höfum eiginlega verið á götunni í mörg ár,“ segir Elfar Logi. „Ég hef nú bara haft leikmyndirnar heima hjá mér og þegar svefnherbergið var orðið alveg fullt ákvað ég að nú þyrfti maður kannski að fara að finna sér einhverja aðstöðu,“ bætir hann við. Elfar Logi hafði samband við Ísafjarðarbæ sem tók vel í verkefnið og úthlutaði leikhúsinu aðstöðu í húsnæði þar sem áður voru bæði bæjarskrifstofur Þingeyrar og bókasafn. „Þetta húsnæði vantaði tilgang svo þetta passaði vel. Hér hafa bara verið slökkt ljós og það er ekki það sem við viljum á landsbyggðinni. Við viljum hafa ljós og líf í húsunum okkar.“ Í húsnæðinu mun fara fram starfsemi leikhússins ásamt því að áhugamannaleikhúsið Höfrungurinn mun hafa þar aðstöðu. „Svo verðum við með ýmis námskeið og viðburði. Í nóvember verðum við til að mynda með einleikjabúðir og grímunámskeið,“ segir Elfar Logi. „Hér á Þingeyri er rosalega skemmtilegt að rota jólin á þrettándanum. Þá er álfabrenna eins og víða er en þegar henni er lokið dubba krakkarnir sig upp, ganga í hús og syngja fyrir nammi. Á grímunámskeiðið eru allir velkomnir til að gera sér grímur fyrir þrettándann,“ bætir Elfar Logi við. Spurður að því hvort starfsemi af þessum toga sé mikilvæg á landsbyggðinni segir Elfar svo vera. „Hér er bæði mikil nánd við náttúruna og mikil kyrrð og það er mjög mikilvægt en það er líka mikilvægt að hér sé menning og líf,“ segir hann. „Þegar skammdegismyrkur fellur á er það oft listin sem færir okkur birtuna að mínu mati. Listin er líka besta forvörn fyrir fólk á öllum aldri og leiklistin er góður félagsskapur. Svo skilur listin svo margt eftir sig og fær mann til að gleyma amstrinu og puðinu,“ segir Elfar Logi. „Þegar manni finnst til dæmis allt vera vonlaust og fer á leiksýningu þá er svo auðvelt að gleyma amstri dagsins og manni líður oft miklu betur í sálinni,“ segir Elfar að lokum Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Leikhús Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Þetta var bara eins og þeir segja stundum á Bíldudal, Bingó! Það var eins og húsið kallaði á okkur,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri Kómedíuleikhússins. Ísafjarðarbær gerði nýlega samkomulag við leikhúsið um að veita því afnot af húsnæði undir nýja Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins ásamt því að leikhúsið hlaut styrk úr sjóðnum Öll vötn til Dýrafjarðar. Við erum fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og erum staðsett hér á Þingeyri en við höfum eiginlega verið á götunni í mörg ár,“ segir Elfar Logi. „Ég hef nú bara haft leikmyndirnar heima hjá mér og þegar svefnherbergið var orðið alveg fullt ákvað ég að nú þyrfti maður kannski að fara að finna sér einhverja aðstöðu,“ bætir hann við. Elfar Logi hafði samband við Ísafjarðarbæ sem tók vel í verkefnið og úthlutaði leikhúsinu aðstöðu í húsnæði þar sem áður voru bæði bæjarskrifstofur Þingeyrar og bókasafn. „Þetta húsnæði vantaði tilgang svo þetta passaði vel. Hér hafa bara verið slökkt ljós og það er ekki það sem við viljum á landsbyggðinni. Við viljum hafa ljós og líf í húsunum okkar.“ Í húsnæðinu mun fara fram starfsemi leikhússins ásamt því að áhugamannaleikhúsið Höfrungurinn mun hafa þar aðstöðu. „Svo verðum við með ýmis námskeið og viðburði. Í nóvember verðum við til að mynda með einleikjabúðir og grímunámskeið,“ segir Elfar Logi. „Hér á Þingeyri er rosalega skemmtilegt að rota jólin á þrettándanum. Þá er álfabrenna eins og víða er en þegar henni er lokið dubba krakkarnir sig upp, ganga í hús og syngja fyrir nammi. Á grímunámskeiðið eru allir velkomnir til að gera sér grímur fyrir þrettándann,“ bætir Elfar Logi við. Spurður að því hvort starfsemi af þessum toga sé mikilvæg á landsbyggðinni segir Elfar svo vera. „Hér er bæði mikil nánd við náttúruna og mikil kyrrð og það er mjög mikilvægt en það er líka mikilvægt að hér sé menning og líf,“ segir hann. „Þegar skammdegismyrkur fellur á er það oft listin sem færir okkur birtuna að mínu mati. Listin er líka besta forvörn fyrir fólk á öllum aldri og leiklistin er góður félagsskapur. Svo skilur listin svo margt eftir sig og fær mann til að gleyma amstrinu og puðinu,“ segir Elfar Logi. „Þegar manni finnst til dæmis allt vera vonlaust og fer á leiksýningu þá er svo auðvelt að gleyma amstri dagsins og manni líður oft miklu betur í sálinni,“ segir Elfar að lokum
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Leikhús Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira