Vafasamar fullyrðingar seiðskrattans um krabbamein barna komu í veg fyrir útgáfuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2019 22:24 Durek Verrett og Marta Lovísa prinsessa. Mynd/Instagram Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. Forlagið ber því fyrir sig að bókin gæti reynst skaðleg þeim sem taka hana bókstaflega, einkum með tilliti til fullyrðinga höfundar um orsakir krabbameins og meðferðir við því. Fyrirhugað var að bókin, sem er nokkurs konar sjálfshjálparbók og ber titilinn Spirit Hacking, kæmi út á norsku í lok mánaðar. Norska dagblaðið VG greinir frá því að Cappelen Damm hafi nú tilkynnt um breytta tilhögun. Í tilkynningu forlagsins segir að í kjölfar útgáfu bókarinnar í Bandaríkjunum og umræðu sem spratt upp í kringum hana hafi orðið ljóst að þörf væri á frekari yfirlestri á handritinu. Því næst hafi verið tekin ákvörðun um að gefa bókina ekki út.Knut Ola Ulvestad, eigandi forlagsins, segir í samtali við VG að hann vilji ekki ábyrgjast fullyrðingar Dureks um orsakir krabbameins og meðferðir við því, sem gætu reynst lesendum skaðlegar. „Við eigum öll vini og samstarfsfélaga sem hafa glímt við krabbamein, sem eiga börn sem hafa glímt við krabbamein. Og Durek skrifar til dæmis um að þegar börn fá krabbamein þá sé það vegna þess að þau eru óhamingjusöm,“ segir Knut Olav. Í dómi hins norska Dagbladet um ensku útgáfu bókarinnar segir að hún sé orðaflaumur „brjálaðs manns“. Þannig haldi hann því fram að fái fólk krabbamein geti það sjálfu sér um kennt. Sænskt forlag tilkynnti einnig um það í dag að það hyggist hætta við útgáfu bókarinnar þar í landi. Það var umdeilt þegar Marta Lovísa svipti hulunni af nýja kærastanum fyrr á þessu ári. Durek er hálfnorskur en hefur verið búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum um árabil. Hann gefur sig út fyrir að vera „þróunarfrumkvöðull“ sem leggi áherslu á hið andlega. Þá kom hann til Íslands árið 2016 og var fjallað ítarlega um þá heimsókn hér. Hann kynnti sig sem seiðskratta í heimsókninni og kvaðst hafa erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Bókmenntir Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26 Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00 Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Sjá meira
Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. Forlagið ber því fyrir sig að bókin gæti reynst skaðleg þeim sem taka hana bókstaflega, einkum með tilliti til fullyrðinga höfundar um orsakir krabbameins og meðferðir við því. Fyrirhugað var að bókin, sem er nokkurs konar sjálfshjálparbók og ber titilinn Spirit Hacking, kæmi út á norsku í lok mánaðar. Norska dagblaðið VG greinir frá því að Cappelen Damm hafi nú tilkynnt um breytta tilhögun. Í tilkynningu forlagsins segir að í kjölfar útgáfu bókarinnar í Bandaríkjunum og umræðu sem spratt upp í kringum hana hafi orðið ljóst að þörf væri á frekari yfirlestri á handritinu. Því næst hafi verið tekin ákvörðun um að gefa bókina ekki út.Knut Ola Ulvestad, eigandi forlagsins, segir í samtali við VG að hann vilji ekki ábyrgjast fullyrðingar Dureks um orsakir krabbameins og meðferðir við því, sem gætu reynst lesendum skaðlegar. „Við eigum öll vini og samstarfsfélaga sem hafa glímt við krabbamein, sem eiga börn sem hafa glímt við krabbamein. Og Durek skrifar til dæmis um að þegar börn fá krabbamein þá sé það vegna þess að þau eru óhamingjusöm,“ segir Knut Olav. Í dómi hins norska Dagbladet um ensku útgáfu bókarinnar segir að hún sé orðaflaumur „brjálaðs manns“. Þannig haldi hann því fram að fái fólk krabbamein geti það sjálfu sér um kennt. Sænskt forlag tilkynnti einnig um það í dag að það hyggist hætta við útgáfu bókarinnar þar í landi. Það var umdeilt þegar Marta Lovísa svipti hulunni af nýja kærastanum fyrr á þessu ári. Durek er hálfnorskur en hefur verið búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum um árabil. Hann gefur sig út fyrir að vera „þróunarfrumkvöðull“ sem leggi áherslu á hið andlega. Þá kom hann til Íslands árið 2016 og var fjallað ítarlega um þá heimsókn hér. Hann kynnti sig sem seiðskratta í heimsókninni og kvaðst hafa erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni.
Bókmenntir Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26 Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00 Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Sjá meira
Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26
Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00
Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14
Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49