Djúpköfun ofan í myrkur sálarinnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. október 2019 07:30 Afmyndaður og sálsjúkur raðmorðinginn Fritz Honka fyrir framan veiðiland sitt, subbubúlluna Gyllta hanskann. Der goldene Handschuh Leikstjórn: Fatih Akin Aðalhlutverk: Jonas Dassler, Margarete Tiesel, Katja Studt Sýningar á þýsku kvikmyndinni Der goldene Handschuh, eða Gyllti hanskinn, eru hafnar í Bíó Paradís undir þeim formerkjum að hér sé án efa komin „ógeðslegasta mynd sem þú munt sjá á árinu!“ Vissulega er eitthvað til í þessu en rétt að vara fólk við að draga ekki þá ályktun af þessum orðum að hér sé kominn einhver splatter-hryllingur í ætt við Hostel-subbuskapinn í Íslandsvininum Eli Roth. Der goldene Handschuh er miklu meira en það og þótt hún sé óneitanlega hryllileg þá er hún eitthvað allt annað og miklu meira en stöðluð hryllingsmynd þótt hún fjalli um kolbrjálaðan og afmyndaðan raðmorðingja sem gekk laus í Hamborg á öndverðum áttunda áratug síðustu aldar og myrti helst vegalausar og rosknar vændiskonur. Þetta er æði sérstök og býsna merkileg mynd en miklu frekar ljót, grótesk, drungaleg og sorgleg en „ógeðsleg“ þótt fyrir augu, og þá frekar hugskotssjónir en á tjaldinu sjálfu, beri algert og ágengt ógeð. Leikstjórinn Faith Akin sýnir hér alls konar skemmtileg tilþrif í persónusköpun, kvikmyndatöku, lýsingu, eða skorti á henni öllu heldur, þegar hann dregur fram kalda og hráa mynd af nöturlegu samfélagi fordæmdra og glataðra sálna í Þýskalandi í skugga heimsstyrjaldarinnar.Margarete Tiesel sýnir magnaðan leik sem ógæfukonan Gerda Voss sem dregst ofan í ógeðslega og lífshættulega veröld ofbeldishneigða kúgarans.Hann skrifar handritið upp úr skáldsögu Heinz Strunk sem aftur sækir innblástur í raunverulega atburði og sanna sögu Fritz Honkas, snarbilaðs, áfengissjúks og afmyndaðs raðmorðingja sem tældi til sín vændis- og drykkjukonur upp úr 1970. Getulaus og liðónýtur í einu og öllu fékk hann síðan útrás fyrir gremju sína með því að slátra blessuðum konunum og faldi sundurhlutaðar jarðneskar leifar þeirra innan í veggjum risíbúðar sinnar. Frábær leikmyndin er svo þrúgandi viðbjóðsleg að maður nánast finnur ógeðslega nályktina sem liggur yfir húsinu. Jafnvel þótt Honkas dreifi hinum sígildu bílailmtrjám út um allt. Alger brautryðjandi sem datt niður á þessa „snilldarlausn“ löngu á undan John Doe í Se7ven. Þessi andskoti allur er lyginni líkastur og maður þarf ítrekað að staldra við undir áhorfinu og minna sig á að þetta GERÐIST í alvörunni. Og eins sjúkt og það kann að hljóma þá er þessi mynd vægast sagt áhugaverð og eftir að raunverulegar myndir af vettvangi glæpa Honkas og helstu persónum og fórnarlömbum hafa liðið yfir tjaldið með kreditlistanum getur maður ekki beðið eftir að komast í tölvu til að gúgla þennan mannandskota. Þetta ruglaða skrímsli sem samt er einhvern veginn óhjákvæmilegt að sýna smá samúð, skilning. Alltaf magnað þegar tekst að sýna óskiljanlega andstyggilegt fólk í mennsku ljósi þrátt fyrir ólýsanleg voðaverk þess. Gyllti hanskinn dregur nafn sitt af sóðalegri krá sem lætur Keisarann, Skipperinn og Kaffi Amsterdam líta út eins og B5 en þar vomaði Honkas yfir og lagði snörur sínar fyrir konur sem eru svo bágt staddar að þær láta allt yfir sig ganga fyrir sjúss og húsaskjól. Rétt er að halda því til haga og staðfestingar á því að Gyllti hanskinn er alvöru kvikmynd sem ekki þarf að skammast sín fyrir að gefa séns að hún var tilnefnd til Gullbjarnarins á Kvikmyndahátíðinni í Berlín í ár og hlaut Þýsku kvikmyndaverðlaunin fyrir förðun og Jonas Dassler og Margarete Tiesel voru tilnefnd sem bestu leikarar í aðalhlutverkum.NIÐURSTAÐA Der goldene Handschuh er kynnt sem ógeðslegasta myndin sem þú munt sjá á þessu ári. Heldur ónákvæmt og gæti virkað sem fráhrindandi vísbending um að hér sé á ferðinni subbusplatter, sem myndin er ekki. Ljót er hún, grótesk og átakanleg en um leið frábærlega leikin og stórmerkileg mynd sem vel er þess virði að leggja á sig. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Der goldene Handschuh Leikstjórn: Fatih Akin Aðalhlutverk: Jonas Dassler, Margarete Tiesel, Katja Studt Sýningar á þýsku kvikmyndinni Der goldene Handschuh, eða Gyllti hanskinn, eru hafnar í Bíó Paradís undir þeim formerkjum að hér sé án efa komin „ógeðslegasta mynd sem þú munt sjá á árinu!“ Vissulega er eitthvað til í þessu en rétt að vara fólk við að draga ekki þá ályktun af þessum orðum að hér sé kominn einhver splatter-hryllingur í ætt við Hostel-subbuskapinn í Íslandsvininum Eli Roth. Der goldene Handschuh er miklu meira en það og þótt hún sé óneitanlega hryllileg þá er hún eitthvað allt annað og miklu meira en stöðluð hryllingsmynd þótt hún fjalli um kolbrjálaðan og afmyndaðan raðmorðingja sem gekk laus í Hamborg á öndverðum áttunda áratug síðustu aldar og myrti helst vegalausar og rosknar vændiskonur. Þetta er æði sérstök og býsna merkileg mynd en miklu frekar ljót, grótesk, drungaleg og sorgleg en „ógeðsleg“ þótt fyrir augu, og þá frekar hugskotssjónir en á tjaldinu sjálfu, beri algert og ágengt ógeð. Leikstjórinn Faith Akin sýnir hér alls konar skemmtileg tilþrif í persónusköpun, kvikmyndatöku, lýsingu, eða skorti á henni öllu heldur, þegar hann dregur fram kalda og hráa mynd af nöturlegu samfélagi fordæmdra og glataðra sálna í Þýskalandi í skugga heimsstyrjaldarinnar.Margarete Tiesel sýnir magnaðan leik sem ógæfukonan Gerda Voss sem dregst ofan í ógeðslega og lífshættulega veröld ofbeldishneigða kúgarans.Hann skrifar handritið upp úr skáldsögu Heinz Strunk sem aftur sækir innblástur í raunverulega atburði og sanna sögu Fritz Honkas, snarbilaðs, áfengissjúks og afmyndaðs raðmorðingja sem tældi til sín vændis- og drykkjukonur upp úr 1970. Getulaus og liðónýtur í einu og öllu fékk hann síðan útrás fyrir gremju sína með því að slátra blessuðum konunum og faldi sundurhlutaðar jarðneskar leifar þeirra innan í veggjum risíbúðar sinnar. Frábær leikmyndin er svo þrúgandi viðbjóðsleg að maður nánast finnur ógeðslega nályktina sem liggur yfir húsinu. Jafnvel þótt Honkas dreifi hinum sígildu bílailmtrjám út um allt. Alger brautryðjandi sem datt niður á þessa „snilldarlausn“ löngu á undan John Doe í Se7ven. Þessi andskoti allur er lyginni líkastur og maður þarf ítrekað að staldra við undir áhorfinu og minna sig á að þetta GERÐIST í alvörunni. Og eins sjúkt og það kann að hljóma þá er þessi mynd vægast sagt áhugaverð og eftir að raunverulegar myndir af vettvangi glæpa Honkas og helstu persónum og fórnarlömbum hafa liðið yfir tjaldið með kreditlistanum getur maður ekki beðið eftir að komast í tölvu til að gúgla þennan mannandskota. Þetta ruglaða skrímsli sem samt er einhvern veginn óhjákvæmilegt að sýna smá samúð, skilning. Alltaf magnað þegar tekst að sýna óskiljanlega andstyggilegt fólk í mennsku ljósi þrátt fyrir ólýsanleg voðaverk þess. Gyllti hanskinn dregur nafn sitt af sóðalegri krá sem lætur Keisarann, Skipperinn og Kaffi Amsterdam líta út eins og B5 en þar vomaði Honkas yfir og lagði snörur sínar fyrir konur sem eru svo bágt staddar að þær láta allt yfir sig ganga fyrir sjúss og húsaskjól. Rétt er að halda því til haga og staðfestingar á því að Gyllti hanskinn er alvöru kvikmynd sem ekki þarf að skammast sín fyrir að gefa séns að hún var tilnefnd til Gullbjarnarins á Kvikmyndahátíðinni í Berlín í ár og hlaut Þýsku kvikmyndaverðlaunin fyrir förðun og Jonas Dassler og Margarete Tiesel voru tilnefnd sem bestu leikarar í aðalhlutverkum.NIÐURSTAÐA Der goldene Handschuh er kynnt sem ógeðslegasta myndin sem þú munt sjá á þessu ári. Heldur ónákvæmt og gæti virkað sem fráhrindandi vísbending um að hér sé á ferðinni subbusplatter, sem myndin er ekki. Ljót er hún, grótesk og átakanleg en um leið frábærlega leikin og stórmerkileg mynd sem vel er þess virði að leggja á sig.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira