Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 28. október 2019 22:15 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir/Samsett Þið munið eftir kassanum sem ég sýndi ykkur í síðustu viku, borðskreytingunni? Sko, ég vissi það, ég er ógleymanleg. Ég veit að grasker eru ekki beint það fyrsta sem Íslendingum dettur í hug þegar þeir hugsa um haustið. Flestir myndu ábyggilega nefna fallegu haustlitina. Pabbi, fjárbóndinn sjálfur, segði göngur og réttir og svo framvegis. En ég horfi mikið á Youtube og hjá bandarísku föndurvinkonunum mínum þá er allt fljótandi í graskerum á haustin og ég smitaðist og ákvað að gera grasker. Það fyrsta sem ég gerði var að finna nokkra efnisbúta í haustlitunum og klippa út nokkra mismunandi stóra hringi. Það er vegna þess að ég vildi að graskerin mín væru mismunandi að stærð. Ég tók nál og tvinna, þræddi nálina, batt hnút á endann á tvinnanum og fór eftir brúninni á hringnum með því að fara upp og niður í gegnum efnið.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti ódýrasta koddann sem ég fann og klippti gat á hann, börnin mín trúðu varla sínum eigin augum þegar þau sáu mömmu sína eyðileggja nýja koddann. Ég setti smá af fyllingunni úr koddanum í miðjuna á hringnum og togaði í spottann þannig að efnið dróst saman. Þá var ég komin með hálfgerðan bolta, sem var ekki beint graskerslegur. Ég þræddi nálina aftur, batt hnút á endann tvinnanum og stakk honum í miðjuna á boltanum, þar sem samskeytin á efninu voru, og alveg í gegn. Ég stakk svo nálinni aftur niður á sama stað þannig að tvinninn bjó til dæld í boltann, ég vona að þið fattið þessar útskýringar. Ég endurtók þetta nokkrum sinnum eða þangað til að boltinn var farinn að líkjast graskeri.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að gera dældirnar ennþá meira áberandi þá fór ég yfir þær með þunnu reipi sem ég festi með heitu lími. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNú var komið að því að skreyta graskerin. Ég fór út og náði mér í nokkrar greinar sem ég klippti til og ég átti nokkur laufblöð í blómapokanum mínum. Já, ég er með blómapoka. Hvað get ég sagt? Ég er föndrari, og föndrarar þurfa að eiga lager. Ég átti líka þetta ótrúlega sniðuga… ég veit eiginlega ekki hvað ég get kallað þetta, en þetta lítur út eins og reipi en er með vír þannig að það er hægt að beygja þetta til og frá. Ég tók það sem sagt og vafði því nokkrum sinnum utan um penna til að fá þetta líktist gormi.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo sótti ég límbyssuna mína, og festi greinastubbana, laufblöðin og gormana í miðjuna á graskerinu. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirFærum okkur núna yfir á kassann sjálfan. Leiðbeiningarnar fyrir hann birtust í síðustu viku hér á Vísi. Ég skar til froðuplastbút sem var aðeins minni en kassinn. Ég setti efni í kassann þannig að froðuplastbúturinn myndi ekki sjást í gegnum rifurnar. Ofan á setti ég svo gervimosa. ég límdi hann ekki niður vegna þess að ég ætla að skipta skreytingunni út eftir því sem árstíðirnar breytast, nokkur gerviepli og auðvitað graskerin mín. Ég notaði svo litla ljósaseríu til að setja punktinn yfir i-ið. Kemur vel út ekki satt?Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Þið munið eftir kassanum sem ég sýndi ykkur í síðustu viku, borðskreytingunni? Sko, ég vissi það, ég er ógleymanleg. Ég veit að grasker eru ekki beint það fyrsta sem Íslendingum dettur í hug þegar þeir hugsa um haustið. Flestir myndu ábyggilega nefna fallegu haustlitina. Pabbi, fjárbóndinn sjálfur, segði göngur og réttir og svo framvegis. En ég horfi mikið á Youtube og hjá bandarísku föndurvinkonunum mínum þá er allt fljótandi í graskerum á haustin og ég smitaðist og ákvað að gera grasker. Það fyrsta sem ég gerði var að finna nokkra efnisbúta í haustlitunum og klippa út nokkra mismunandi stóra hringi. Það er vegna þess að ég vildi að graskerin mín væru mismunandi að stærð. Ég tók nál og tvinna, þræddi nálina, batt hnút á endann á tvinnanum og fór eftir brúninni á hringnum með því að fara upp og niður í gegnum efnið.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti ódýrasta koddann sem ég fann og klippti gat á hann, börnin mín trúðu varla sínum eigin augum þegar þau sáu mömmu sína eyðileggja nýja koddann. Ég setti smá af fyllingunni úr koddanum í miðjuna á hringnum og togaði í spottann þannig að efnið dróst saman. Þá var ég komin með hálfgerðan bolta, sem var ekki beint graskerslegur. Ég þræddi nálina aftur, batt hnút á endann tvinnanum og stakk honum í miðjuna á boltanum, þar sem samskeytin á efninu voru, og alveg í gegn. Ég stakk svo nálinni aftur niður á sama stað þannig að tvinninn bjó til dæld í boltann, ég vona að þið fattið þessar útskýringar. Ég endurtók þetta nokkrum sinnum eða þangað til að boltinn var farinn að líkjast graskeri.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að gera dældirnar ennþá meira áberandi þá fór ég yfir þær með þunnu reipi sem ég festi með heitu lími. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNú var komið að því að skreyta graskerin. Ég fór út og náði mér í nokkrar greinar sem ég klippti til og ég átti nokkur laufblöð í blómapokanum mínum. Já, ég er með blómapoka. Hvað get ég sagt? Ég er föndrari, og föndrarar þurfa að eiga lager. Ég átti líka þetta ótrúlega sniðuga… ég veit eiginlega ekki hvað ég get kallað þetta, en þetta lítur út eins og reipi en er með vír þannig að það er hægt að beygja þetta til og frá. Ég tók það sem sagt og vafði því nokkrum sinnum utan um penna til að fá þetta líktist gormi.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo sótti ég límbyssuna mína, og festi greinastubbana, laufblöðin og gormana í miðjuna á graskerinu. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirFærum okkur núna yfir á kassann sjálfan. Leiðbeiningarnar fyrir hann birtust í síðustu viku hér á Vísi. Ég skar til froðuplastbút sem var aðeins minni en kassinn. Ég setti efni í kassann þannig að froðuplastbúturinn myndi ekki sjást í gegnum rifurnar. Ofan á setti ég svo gervimosa. ég límdi hann ekki niður vegna þess að ég ætla að skipta skreytingunni út eftir því sem árstíðirnar breytast, nokkur gerviepli og auðvitað graskerin mín. Ég notaði svo litla ljósaseríu til að setja punktinn yfir i-ið. Kemur vel út ekki satt?Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00
Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00
Litla föndurhornið: Kassi fyrir borðskreytingu Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 21. október 2019 12:00