Safnar ástæðum til að kætast Björk Eiðsdóttir skrifar 29. október 2019 07:00 David Byrne, fyrrum söngvari Talking Heads ákvað að taka málin í sínar hendur og segja neikvæðum fréttum stríð á hendur. Nordicphotos/Getty Heimurinn virðist á heljarþröm og skortur á jákvæðum fréttum oft og tíðum yfirþyrmandi, eða alla vega samanborið við magn þeirra neikvæðu. Það fannst David Byrne, fyrrverandi söngvara Talking Heads, í það minnsta og hann ákvað að taka málin í sínar hendur. Hann sagði frá því á síðasta ári á bloggsíðu sinni davidbyrne.com að hann hefði í hyggju að stofna veftímaritið Reasons to Be Cheerful sem ætlað væri að standa undir nafni og vera vettvangur ýmiss konar ástæðna til að kætast.Heimur á leið til helvítis Í bloggfærslunni sagði David meðal ananrs: „Það virðist oft sem heimurinn sé á beinni leið til helvítis. Ég vakna á morgnana og skoða blaðið og segi við sjálfan mig: „Ó nei!“ Oft er ég svo niðurdreginn hálfan daginn. Það gildir einu hvernig þú kaust í Brexit, í frönsku alþingiskosningunum eða þeim bandarísku – mörgum okkar, hverjar sem stjórnmálaskoðanir okkar eru, líður ótrúlega svipað. Sem eins konar mótsvar við þessu og mögulega einhvers konar meðferð hef ég safnað góðum fréttum sem minna mig á að það er líka eitthvað gott í gangi.“Hugmyndin er sprottin frá því að árið 2016 fór David að sanka að sér fréttum af fólki sem var að gera heiminn betri og var iðinn við að deila slíkum gleðifréttum með vinum sínum og félögum.Nordicphotos/GettyTímarit sem sálfræðitími Hugmyndin er sprottin frá því að árið 2016 fór David að sanka að sér fréttum af fólki sem var að gera heiminn betri og var iðinn við að deila slíkum gleðifréttum með vinum sínum og félögum. Viðbrögð þeirra voru hvetjandi og svo fór að hann setti á laggirnar vefsíðuna og hófst handa við að skrifa. Söngvarinn stendur þó ekki einn að skrifunum og hefur fengið með sér Christine McLaren og Will Doig, bæði með mikla reynslu frá fjölmiðlunum Monocle, Metropolis, The Globe and Mail, The Guardian og NPR. Veftímaritið er ekki rekið með gróðasjónarmið í huga heldur er því ætlað að blása fólki von í brjóst og auka líkur á að góðar hugmyndir breiðist út og nýtist víðar. „Að hluta tímarit, að hluta sálfræðitími og að hluta teikning að betri heimi,“ sagði þessi 67 ára rokkstjarna hugmyndina að baki vefsíðunni vera. Markmiðið er að hans sögn að „vega upp á móti vaxandi neikvæðni og benda á að hlutirnir séu kannski ekki eins slæmir og við höldum“. Nálgast heiminn með forvitni Á heimasíðu tímaritsins segir: „Við segjum sögur sem sanna að í raun eru ótrúlega margar ástæður til að vera glaður. Margar þeirra eru í formi gáfulegra lausna sem þegar hafa sannað sig gegn heimsins stærstu vandamálum, lausna sem svo er hægt að nýta víðar á sama hátt. Við erum hér til að segja þér frá sumum þeirra. Reasons to Be Cheerful var stofnuð af lista- og tónlistarmanninum David Byrne sem trúir á kraftinn sem felst í því að nálgast heiminn í gegnum forvitni – í listum, í tónlist, í samvinnu og í lífinu.“ Flokkar síðunnar eru eftirfarandi: borgaraleg þátttaka, loftslagsmál/orka, menning, fjármál, menntamál, heilsutengd málefni, vísindi og tækni og loks samgöngumál. Nú þegar er að finna þó nokkrar greinar í hverjum flokki allt frá umfjöllun um bíllausa borg á Spáni og hvernig sjálfkeyrandi bílar muni bjarga stórborgum og að því hvernig Svíar nýta dauðar plöntur í orkuvinnslu. Þunglyndur af lestri blaða Í samtali við bandarísku stöðina National Public Radio eða NPR sagði David frá því að ástæða veftímaritsins sé í raun sprottin frá upplifun sem við flest könnumst við; að vakna á morgnana og lesa blaðið. „Eftir um hálftíma er maður svo orðinn bálreiður, tortrygginn og þunglyndur.“ David heldur áfram: „Ég hugsaði með mér, þetta er engin leið til að lifa lífinu. Ég get ekki haldið svona áfram, ég verð að finna aðra leið. Ég fór því að safna greinum sem gáfu mér von, efni sem vann gegn þessari neikvæðnibylgju sem ég var sífellt að lesa um. Eftir að hafa gert þetta í um ár hafði ég safnað að mér ágætis magni. Ég sá þá að ég hafði sankað að mér efni um sanna velgengni sem hægt væri að endurtaka annars staðar. Ég var ekki að safna sögum um til að mynda milljónamæring sem gefur sjúkrahúsi gjöf. Þetta voru ekki hendingar.“ Á þessu má heyra að ekki er um að ræða síðu þar sem safnað er einföldum gleðifréttum þó gott eitt sé um þær að segja, heldur eru þetta alvöru fréttir um lausnir á einu og öðru sem hægt er að endurtaka annars staðar, öðrum til góðs – og gleði! Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sjá meira
Heimurinn virðist á heljarþröm og skortur á jákvæðum fréttum oft og tíðum yfirþyrmandi, eða alla vega samanborið við magn þeirra neikvæðu. Það fannst David Byrne, fyrrverandi söngvara Talking Heads, í það minnsta og hann ákvað að taka málin í sínar hendur. Hann sagði frá því á síðasta ári á bloggsíðu sinni davidbyrne.com að hann hefði í hyggju að stofna veftímaritið Reasons to Be Cheerful sem ætlað væri að standa undir nafni og vera vettvangur ýmiss konar ástæðna til að kætast.Heimur á leið til helvítis Í bloggfærslunni sagði David meðal ananrs: „Það virðist oft sem heimurinn sé á beinni leið til helvítis. Ég vakna á morgnana og skoða blaðið og segi við sjálfan mig: „Ó nei!“ Oft er ég svo niðurdreginn hálfan daginn. Það gildir einu hvernig þú kaust í Brexit, í frönsku alþingiskosningunum eða þeim bandarísku – mörgum okkar, hverjar sem stjórnmálaskoðanir okkar eru, líður ótrúlega svipað. Sem eins konar mótsvar við þessu og mögulega einhvers konar meðferð hef ég safnað góðum fréttum sem minna mig á að það er líka eitthvað gott í gangi.“Hugmyndin er sprottin frá því að árið 2016 fór David að sanka að sér fréttum af fólki sem var að gera heiminn betri og var iðinn við að deila slíkum gleðifréttum með vinum sínum og félögum.Nordicphotos/GettyTímarit sem sálfræðitími Hugmyndin er sprottin frá því að árið 2016 fór David að sanka að sér fréttum af fólki sem var að gera heiminn betri og var iðinn við að deila slíkum gleðifréttum með vinum sínum og félögum. Viðbrögð þeirra voru hvetjandi og svo fór að hann setti á laggirnar vefsíðuna og hófst handa við að skrifa. Söngvarinn stendur þó ekki einn að skrifunum og hefur fengið með sér Christine McLaren og Will Doig, bæði með mikla reynslu frá fjölmiðlunum Monocle, Metropolis, The Globe and Mail, The Guardian og NPR. Veftímaritið er ekki rekið með gróðasjónarmið í huga heldur er því ætlað að blása fólki von í brjóst og auka líkur á að góðar hugmyndir breiðist út og nýtist víðar. „Að hluta tímarit, að hluta sálfræðitími og að hluta teikning að betri heimi,“ sagði þessi 67 ára rokkstjarna hugmyndina að baki vefsíðunni vera. Markmiðið er að hans sögn að „vega upp á móti vaxandi neikvæðni og benda á að hlutirnir séu kannski ekki eins slæmir og við höldum“. Nálgast heiminn með forvitni Á heimasíðu tímaritsins segir: „Við segjum sögur sem sanna að í raun eru ótrúlega margar ástæður til að vera glaður. Margar þeirra eru í formi gáfulegra lausna sem þegar hafa sannað sig gegn heimsins stærstu vandamálum, lausna sem svo er hægt að nýta víðar á sama hátt. Við erum hér til að segja þér frá sumum þeirra. Reasons to Be Cheerful var stofnuð af lista- og tónlistarmanninum David Byrne sem trúir á kraftinn sem felst í því að nálgast heiminn í gegnum forvitni – í listum, í tónlist, í samvinnu og í lífinu.“ Flokkar síðunnar eru eftirfarandi: borgaraleg þátttaka, loftslagsmál/orka, menning, fjármál, menntamál, heilsutengd málefni, vísindi og tækni og loks samgöngumál. Nú þegar er að finna þó nokkrar greinar í hverjum flokki allt frá umfjöllun um bíllausa borg á Spáni og hvernig sjálfkeyrandi bílar muni bjarga stórborgum og að því hvernig Svíar nýta dauðar plöntur í orkuvinnslu. Þunglyndur af lestri blaða Í samtali við bandarísku stöðina National Public Radio eða NPR sagði David frá því að ástæða veftímaritsins sé í raun sprottin frá upplifun sem við flest könnumst við; að vakna á morgnana og lesa blaðið. „Eftir um hálftíma er maður svo orðinn bálreiður, tortrygginn og þunglyndur.“ David heldur áfram: „Ég hugsaði með mér, þetta er engin leið til að lifa lífinu. Ég get ekki haldið svona áfram, ég verð að finna aðra leið. Ég fór því að safna greinum sem gáfu mér von, efni sem vann gegn þessari neikvæðnibylgju sem ég var sífellt að lesa um. Eftir að hafa gert þetta í um ár hafði ég safnað að mér ágætis magni. Ég sá þá að ég hafði sankað að mér efni um sanna velgengni sem hægt væri að endurtaka annars staðar. Ég var ekki að safna sögum um til að mynda milljónamæring sem gefur sjúkrahúsi gjöf. Þetta voru ekki hendingar.“ Á þessu má heyra að ekki er um að ræða síðu þar sem safnað er einföldum gleðifréttum þó gott eitt sé um þær að segja, heldur eru þetta alvöru fréttir um lausnir á einu og öðru sem hægt er að endurtaka annars staðar, öðrum til góðs – og gleði!
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sjá meira