Einkunnir eftir tap gegn Frökkum: Hannes maður leiksins Íþróttadeild skrifar 11. október 2019 21:07 Hannes Þór átti mjög góðan leik í dag vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson var maður leiksins í íslenska liðinu á móti Frökkum í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. Ísland tapaði leiknum 1-0, sigurmarkið skoraði Olivier Giroud úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason var dæmdur brotlegur á Antoine Griezmann. Heilt yfir var frammistaða Íslands nokkuð góð, strákarnir unnu sína vinnu vel og þurftu Frakkarnir vítaspyrnu til þess að taka sigurinn. Það hefði þó líklega endað verr fyrir íslenska liðið hefði ekki verið fyrir Hannes sem varði frábærlega í markinu í dag. Einkunnagjöf Vísis úr leiknum má sjá hér að neðan:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Greip oft vel inn í fyrirgjafir Frakka og varði ágætlega í nokkur skipti, meðal annars frá Griezmann í fyrri hálfleiknum. Var öruggur í sínum aðgerðum og besti maður Íslands í dag.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Átti í vandræðum með að koma boltanum á samherja í fyrri hálfleiknum. Skilaði varnarvinnunni lengst af vel og sérstaklega með það í huga að hann er ekki vanur að spila þessa stöðu.Kári Árnason, miðvörður 7 Átti í mikilli baráttu við Giroud í loftinu og lenti stundum í basli með stóra gæjann. Var að öðru leyti traustur og lokaði vörninni vel með félögum sínum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Var traustur í vörninni og gerði engin stórvægileg mistök. Fékk spjald í fyrri hálfleik en spilaði skynsamlega eftir það og greip vel inn í sóknir Frakka í nokkur skipti.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Lenti sjaldan í vandræðum og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Sýndi fremur klaufalegan varnarleik þegar hann fékk dæmt á sig vítið þó dómurinn hefði verið ódýr.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður Meiddist eftir tæplega 15 mínútna leik og varð að fara af velli. Fær ekki einkunn.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 7 Lokaði vel á spil Frakka sem áttu í stökustu vandræðum með að skapa hættu löngum stundum. Harðduglegur og gaf allt sitt í leikinn. Fór meiddur af velli í síðari hálfleik.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Spilaði vel á miðri miðjunni og fyllti skarð Arons Einars á ágætlega með Rúnari Má. Dró af honum þegar leið á leikinn en skilaði sínu og vel það.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 5 Fór yfir á hægri kantinn þegar Jóhann Berg meiddist og Jón Daði kom inn. Skilaði ágætri varnarvinnu en sóknarlega gerðist lítið þegar hann fékk boltann.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hljóp mikið eins og venjulega og var duglegur að pressa. Reyndi eins og hann gat sóknarlega en fékk lítinn tíma á boltanum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Vann marga skallabolta í framlínunni en seinni boltinn endaði sjaldan hjá samherja. Var duglegur í pressunni en vantaði meiri stuðning sóknarlega.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson 6 - Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 16. mínútu) Kom inn á vinstri kantinn. Átti ágæta skottilraun sem Mandanda varði í fyrri hálfleik. Skilaði varnarvinnunni ágætlega en fékk úr litlu að moða sóknarlega og olli Pavard, hægri bakverði Frakka, litlum vandræðum.Alfreð Finnbogason - (Kom inn fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 73.mínútu) Spilaði of lítið til þess að fá einkunn.Arnór Sigurðsson - (Kom inn fyrir Arnór Ingva Traustason á 81.mínútu) Spilaði of lítið til þess að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 0-1 | Vítaspyrna Giroud gaf Frökkum sigurinn Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Twitter eftir leikinn: „Griezmenn fékk Dóruplástur og kom svo bara sprækur aftur inn á“ Íslendingar voru líflegir á Twitter yfir landsleiknum. 11. október 2019 20:57 Jóhann Berg fór meiddur af velli Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins þrettán mínútna leik í leik Íslands og Frakklands sem nú stendur yfir á Laugardalsvelli. 11. október 2019 19:24 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson var maður leiksins í íslenska liðinu á móti Frökkum í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. Ísland tapaði leiknum 1-0, sigurmarkið skoraði Olivier Giroud úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason var dæmdur brotlegur á Antoine Griezmann. Heilt yfir var frammistaða Íslands nokkuð góð, strákarnir unnu sína vinnu vel og þurftu Frakkarnir vítaspyrnu til þess að taka sigurinn. Það hefði þó líklega endað verr fyrir íslenska liðið hefði ekki verið fyrir Hannes sem varði frábærlega í markinu í dag. Einkunnagjöf Vísis úr leiknum má sjá hér að neðan:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Greip oft vel inn í fyrirgjafir Frakka og varði ágætlega í nokkur skipti, meðal annars frá Griezmann í fyrri hálfleiknum. Var öruggur í sínum aðgerðum og besti maður Íslands í dag.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Átti í vandræðum með að koma boltanum á samherja í fyrri hálfleiknum. Skilaði varnarvinnunni lengst af vel og sérstaklega með það í huga að hann er ekki vanur að spila þessa stöðu.Kári Árnason, miðvörður 7 Átti í mikilli baráttu við Giroud í loftinu og lenti stundum í basli með stóra gæjann. Var að öðru leyti traustur og lokaði vörninni vel með félögum sínum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Var traustur í vörninni og gerði engin stórvægileg mistök. Fékk spjald í fyrri hálfleik en spilaði skynsamlega eftir það og greip vel inn í sóknir Frakka í nokkur skipti.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Lenti sjaldan í vandræðum og skilaði boltanum ágætlega frá sér. Sýndi fremur klaufalegan varnarleik þegar hann fékk dæmt á sig vítið þó dómurinn hefði verið ódýr.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður Meiddist eftir tæplega 15 mínútna leik og varð að fara af velli. Fær ekki einkunn.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 7 Lokaði vel á spil Frakka sem áttu í stökustu vandræðum með að skapa hættu löngum stundum. Harðduglegur og gaf allt sitt í leikinn. Fór meiddur af velli í síðari hálfleik.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Spilaði vel á miðri miðjunni og fyllti skarð Arons Einars á ágætlega með Rúnari Má. Dró af honum þegar leið á leikinn en skilaði sínu og vel það.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 5 Fór yfir á hægri kantinn þegar Jóhann Berg meiddist og Jón Daði kom inn. Skilaði ágætri varnarvinnu en sóknarlega gerðist lítið þegar hann fékk boltann.Gylfi Þór Sigurðsson, framliggjandi miðjumaður 7 Hljóp mikið eins og venjulega og var duglegur að pressa. Reyndi eins og hann gat sóknarlega en fékk lítinn tíma á boltanum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Vann marga skallabolta í framlínunni en seinni boltinn endaði sjaldan hjá samherja. Var duglegur í pressunni en vantaði meiri stuðning sóknarlega.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson 6 - Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 16. mínútu) Kom inn á vinstri kantinn. Átti ágæta skottilraun sem Mandanda varði í fyrri hálfleik. Skilaði varnarvinnunni ágætlega en fékk úr litlu að moða sóknarlega og olli Pavard, hægri bakverði Frakka, litlum vandræðum.Alfreð Finnbogason - (Kom inn fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 73.mínútu) Spilaði of lítið til þess að fá einkunn.Arnór Sigurðsson - (Kom inn fyrir Arnór Ingva Traustason á 81.mínútu) Spilaði of lítið til þess að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 0-1 | Vítaspyrna Giroud gaf Frökkum sigurinn Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Twitter eftir leikinn: „Griezmenn fékk Dóruplástur og kom svo bara sprækur aftur inn á“ Íslendingar voru líflegir á Twitter yfir landsleiknum. 11. október 2019 20:57 Jóhann Berg fór meiddur af velli Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins þrettán mínútna leik í leik Íslands og Frakklands sem nú stendur yfir á Laugardalsvelli. 11. október 2019 19:24 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Frakkland 0-1 | Vítaspyrna Giroud gaf Frökkum sigurinn Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30
Twitter eftir leikinn: „Griezmenn fékk Dóruplástur og kom svo bara sprækur aftur inn á“ Íslendingar voru líflegir á Twitter yfir landsleiknum. 11. október 2019 20:57
Jóhann Berg fór meiddur af velli Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins þrettán mínútna leik í leik Íslands og Frakklands sem nú stendur yfir á Laugardalsvelli. 11. október 2019 19:24