Deschamps hæstánægður með þrjú stig gegn mjög góðu íslensku liði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 21:38 Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka. Vísir/Getty Didier Deschamps, þjálfari Frakka, var hæstánægður með 1-0 sigurinn á Íslandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. Franska liðið hefði verið klárt í líkamlega baráttu við hraust íslenskt lið. Deschamps hefur góða reynslu af leikjum við Ísland undanfarin ár þar sem Frakkar hafa unnið keppnisleikina sannfærandi 5-2 og 4-0. Franski þjálfarinn sagði leikinn hafa einkennst af návígjum og mikilli baráttu. Leikurinn hefði verið lokaður lengi vel en Frakkarnir þó fengið tvö dauðafæri til viðbótar við vítaspyrnuna til að klára leikinn. Franskur blaðamaður spurði hann hvort þessi frammistaða hefði verið heimsmeisturum sæmandi og nægjanlega sannfærandi. Deschamps sagði ekki skipta máli hver andstæðingurinn væri þegar þú værir heimsmeistari; Ísland, Holland eða hvað sem er. Alltaf væri tekið hart á heimsmeisturum. Íslenska liðið væri líkamlega sterkt og ekki auðvelt að spila gegn. Franska liðið hefði fengið alls sex færi í leiknum svo ef blaðamaðurinn mæti sem svo að sigurinn hefði ekki verið sannfærandi þá yrði það bara að vera þannig. Þá hrósaði hann sínum mönnum sem hefði svarað kallinu og landað mikilvægum sigri gegn þéttu og mjög góðu íslensku liði. Fyrir vikið gæti liðið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 með sigri á Tyrkjum á mánudag. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira
Didier Deschamps, þjálfari Frakka, var hæstánægður með 1-0 sigurinn á Íslandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. Franska liðið hefði verið klárt í líkamlega baráttu við hraust íslenskt lið. Deschamps hefur góða reynslu af leikjum við Ísland undanfarin ár þar sem Frakkar hafa unnið keppnisleikina sannfærandi 5-2 og 4-0. Franski þjálfarinn sagði leikinn hafa einkennst af návígjum og mikilli baráttu. Leikurinn hefði verið lokaður lengi vel en Frakkarnir þó fengið tvö dauðafæri til viðbótar við vítaspyrnuna til að klára leikinn. Franskur blaðamaður spurði hann hvort þessi frammistaða hefði verið heimsmeisturum sæmandi og nægjanlega sannfærandi. Deschamps sagði ekki skipta máli hver andstæðingurinn væri þegar þú værir heimsmeistari; Ísland, Holland eða hvað sem er. Alltaf væri tekið hart á heimsmeisturum. Íslenska liðið væri líkamlega sterkt og ekki auðvelt að spila gegn. Franska liðið hefði fengið alls sex færi í leiknum svo ef blaðamaðurinn mæti sem svo að sigurinn hefði ekki verið sannfærandi þá yrði það bara að vera þannig. Þá hrósaði hann sínum mönnum sem hefði svarað kallinu og landað mikilvægum sigri gegn þéttu og mjög góðu íslensku liði. Fyrir vikið gæti liðið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 með sigri á Tyrkjum á mánudag.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn