Rúnar Már: Þetta verða nokkrar vikur hjá mér Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 11. október 2019 22:22 Rúnar í baráttunni við Kingsley Coman í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Okkur leið vel í hálfleik og fannst við vera með þá nokkurn veginn í skipulaginu varnarlega eins og við vildum. Sóknarlega hefðum við getað verið beittari, það vantaði stundum uppá síðustu sendinguna eða fyrirgjafirnar. Það er svekkjandi að tapa þessu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Vísi eftir leikinn gegn Frökkum í kvöld. Sigurmark Frakka kom úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og voru íslensku leikmennirnir ekki par sáttir með þann dóm. „Ég var þarna ofan í þessu. Ég veit ekki hvort Ari sparkaði í boltann á milli en það var einhver snerting allavega, svo tekur hann 2-3 skref og dettur niður. Þið verðið eiginlega að segja mér hvort þetta hafi verið víti eða ekki en mér fannst dómarinn heilt yfir sýna þeim allt of mikla virðingu.“ „Öll 50/50 návígi duttu með þeim og mikið af ódýrum aukaspyrnum.“ Rúnar Már fór meiddur af velli í kvöld og hélt um lærið. Ísland mætir Andorra á mánudag og verður Rúnar ekki með í þeim leik. „Þetta var tognun, ég verð ekki klár á mánudag. Þetta verða nokkrar vikur hjá mér,“ bætti hann við. Rúnar býst við allt öðruvísi leik gegn Andorra á mánudag. „Við verðum mikið með boltann og það væri fínt að skora snemma svo við verðum aðeins afslappaðri. Þeir unnu í kvöld og eru búnir að vera sterkir í síðustu leikjum þannig að þetta verður ekki auðvelt.“ „Við þurfum að mæta eins og menn og klára þetta. Staðan í riðlinum er þannig að við þurfum að vinna okkar leiki. Við vonum að Frakkarnir klári sitt og við þurfum að gera okkar. Við erum með bakið upp við vegg og erum sjaldan betri en þegar allt er undir. Við þurfum að vinna rest og ég er bjartsýnn á að við gerum það. Við höfum farið til Tyrklands og spilað góða leiki en við þurfum að byrja að vinna á mánudaginn,“ sagði Rúnar að lokum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Giroud: Hefðum getað skorað fleiri mörk í lokin Oliver Giroud, leikmaður Chelsea, lék í framlínu franska liðsins í kvöld og háði harða baráttu við Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson í vörn íslenska liðsins. Hann sagði íslenska liðið hafa gert Frökkum erfitt fyrir í leiknum. 11. október 2019 22:12 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Kári: Að sjálfsögðu gefur Ítali nágrönnum sínum víti Kári Árnason sagði íslenska liðið hafa átt skilið stig út úr leiknum við Frakka í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2019 21:37 Kolbeinn: Vantaði síðustu sendinguna eða skapa alvöru færi Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Ísland er liðið tapaði 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld. 11. október 2019 21:05 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
„Okkur leið vel í hálfleik og fannst við vera með þá nokkurn veginn í skipulaginu varnarlega eins og við vildum. Sóknarlega hefðum við getað verið beittari, það vantaði stundum uppá síðustu sendinguna eða fyrirgjafirnar. Það er svekkjandi að tapa þessu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Vísi eftir leikinn gegn Frökkum í kvöld. Sigurmark Frakka kom úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og voru íslensku leikmennirnir ekki par sáttir með þann dóm. „Ég var þarna ofan í þessu. Ég veit ekki hvort Ari sparkaði í boltann á milli en það var einhver snerting allavega, svo tekur hann 2-3 skref og dettur niður. Þið verðið eiginlega að segja mér hvort þetta hafi verið víti eða ekki en mér fannst dómarinn heilt yfir sýna þeim allt of mikla virðingu.“ „Öll 50/50 návígi duttu með þeim og mikið af ódýrum aukaspyrnum.“ Rúnar Már fór meiddur af velli í kvöld og hélt um lærið. Ísland mætir Andorra á mánudag og verður Rúnar ekki með í þeim leik. „Þetta var tognun, ég verð ekki klár á mánudag. Þetta verða nokkrar vikur hjá mér,“ bætti hann við. Rúnar býst við allt öðruvísi leik gegn Andorra á mánudag. „Við verðum mikið með boltann og það væri fínt að skora snemma svo við verðum aðeins afslappaðri. Þeir unnu í kvöld og eru búnir að vera sterkir í síðustu leikjum þannig að þetta verður ekki auðvelt.“ „Við þurfum að mæta eins og menn og klára þetta. Staðan í riðlinum er þannig að við þurfum að vinna okkar leiki. Við vonum að Frakkarnir klári sitt og við þurfum að gera okkar. Við erum með bakið upp við vegg og erum sjaldan betri en þegar allt er undir. Við þurfum að vinna rest og ég er bjartsýnn á að við gerum það. Við höfum farið til Tyrklands og spilað góða leiki en við þurfum að byrja að vinna á mánudaginn,“ sagði Rúnar að lokum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Giroud: Hefðum getað skorað fleiri mörk í lokin Oliver Giroud, leikmaður Chelsea, lék í framlínu franska liðsins í kvöld og háði harða baráttu við Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson í vörn íslenska liðsins. Hann sagði íslenska liðið hafa gert Frökkum erfitt fyrir í leiknum. 11. október 2019 22:12 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Kári: Að sjálfsögðu gefur Ítali nágrönnum sínum víti Kári Árnason sagði íslenska liðið hafa átt skilið stig út úr leiknum við Frakka í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2019 21:37 Kolbeinn: Vantaði síðustu sendinguna eða skapa alvöru færi Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Ísland er liðið tapaði 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld. 11. október 2019 21:05 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Giroud: Hefðum getað skorað fleiri mörk í lokin Oliver Giroud, leikmaður Chelsea, lék í framlínu franska liðsins í kvöld og háði harða baráttu við Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson í vörn íslenska liðsins. Hann sagði íslenska liðið hafa gert Frökkum erfitt fyrir í leiknum. 11. október 2019 22:12
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30
Kári: Að sjálfsögðu gefur Ítali nágrönnum sínum víti Kári Árnason sagði íslenska liðið hafa átt skilið stig út úr leiknum við Frakka í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2019 21:37
Kolbeinn: Vantaði síðustu sendinguna eða skapa alvöru færi Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Ísland er liðið tapaði 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld. 11. október 2019 21:05