Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2019 08:03 Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti katalónska þingsins, hlaut þyngsta dóminn eða þrettán ára fangelsi. EPA Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. Guardian greinir frá dómunum. Níumenningarnir voru sýknaðir af ákærulið sem sneri að því að átt þátt í ofbeldisfullri uppreisn, en voru fundnir sekir um ólöglegan uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé. Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti katalónska þingsins, hlaut þyngsta dóminn eða þrettán ára fangelsi. Þá var honum bönnuð þátttaka í opinberu starfi í þrettán ár. Raül Romeva, fyrrverandi utanríkisráðherra Katalóníu, hlaut tóf ára dóm og sömuleiðis bannað að sinna opinberu starfi í tólf ár. Jordi Turull, fyrrverandi talsmaður katalónsku stjórnarinnar og atvinnumálaráðherrann Dolors Bassa fengu sömuleiðis tólf ára dóma. Carme Forcadell, fyrrverandi forseti katalónska þingsins, hlaut ellefu og hálfs árs dóm, líkt og innanríkisráðherrann Joaquim Forn og fyrrverandi ráðherrann Josep Rull. Jordi Cuixart og Jordi Sànchez, tveir leiðtogar grasrótarhreyfinga, hlutu níu ára dóm fyrir uppreisnaráróður. Þrír leiðtogar aðskilnaðarhreyfingar til viðbótar voru dæmdir til greiðslu sektar og fengu bann við að sinna opinberu starfi. Réttarhöldin hafa staðið í fjóra mánuði og voru það sjö dómarar sem dæmdi í málinu. Alls voru 422 vitni kölluð til. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira
Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. Guardian greinir frá dómunum. Níumenningarnir voru sýknaðir af ákærulið sem sneri að því að átt þátt í ofbeldisfullri uppreisn, en voru fundnir sekir um ólöglegan uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé. Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti katalónska þingsins, hlaut þyngsta dóminn eða þrettán ára fangelsi. Þá var honum bönnuð þátttaka í opinberu starfi í þrettán ár. Raül Romeva, fyrrverandi utanríkisráðherra Katalóníu, hlaut tóf ára dóm og sömuleiðis bannað að sinna opinberu starfi í tólf ár. Jordi Turull, fyrrverandi talsmaður katalónsku stjórnarinnar og atvinnumálaráðherrann Dolors Bassa fengu sömuleiðis tólf ára dóma. Carme Forcadell, fyrrverandi forseti katalónska þingsins, hlaut ellefu og hálfs árs dóm, líkt og innanríkisráðherrann Joaquim Forn og fyrrverandi ráðherrann Josep Rull. Jordi Cuixart og Jordi Sànchez, tveir leiðtogar grasrótarhreyfinga, hlutu níu ára dóm fyrir uppreisnaráróður. Þrír leiðtogar aðskilnaðarhreyfingar til viðbótar voru dæmdir til greiðslu sektar og fengu bann við að sinna opinberu starfi. Réttarhöldin hafa staðið í fjóra mánuði og voru það sjö dómarar sem dæmdi í málinu. Alls voru 422 vitni kölluð til.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Sjá meira