Erlent

Ástrali fær háar bætur eftir að hafa setið sak­laus í fangelsi í ní­tján ár

Atli Ísleifsson skrifar
David Eastman var árið 1995 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða lögreglumanninn Colin Winchester sex árum fyrr.
David Eastman var árið 1995 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða lögreglumanninn Colin Winchester sex árum fyrr. epa
Ástrali sem sat saklaus í fangelsi í nítján ár fékk í morgun bætur frá fylkisstjórninni í höfuðborginni Canberra fyrir það sem hann þurfti að ganga í gegnum. 

David Eastman var árið 1995 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða lögreglumanninn Colin Winchester sex árum fyrr. Honum var síðan sleppt á þeirri forsendu að réttarhöldin yfir honum hafi verið gölluð, og var síðan sýknaður af morðinu en þó ekki fyrr en hann hafði setið inni í nítján ár. Morðingi lögreglumannsins hefur aldrei fundist.

Eastman, sem nú er orðinn 74 ára gamall, fékk sjö milljónir ástralskra dala í bætur, sem gera rétt tæpar 600 milljónir íslenskra króna.

Hann hafði áður hafnað boði yfirvalda bætur upp á 3,8 milljón ástralskra dala, um 325 milljónir íslenskra. Sagðist hann hafa misst af tækifæri til að eignast fjölskyldu og átt starfsframa vegna afplánunar sinnar.

Rannsókn á morðinu á lögreglumanninum Winchester er ein sú umfangsmesta í sögu Ástralíu. Hann var skotinn í höfuðið í tvígang fyrir utan heimili sitt í höfuðborginni Canberra árið 1989. Eastman var á þessum tíma opinber starfsmaður og lá undir grun þar sem hann átti að hafa sent lögreglu hótanir vegna rannsóknar á sakamáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×