Ekkert annað lið hefur náð þeim árangri en auk titla bílasmiða hefur liðið einnig unnið ökumannstitilinn öll þessi ár. Þó á Hamilton eftir að tryggja sér titilinn í ár en aðeins Bottas getur náð honum.
Þetta Mercedes lið er því það besta í sögunni og slær metið af hinu magnaði Ferrari liði sem tryggði sér tvöfalda titla frá árunum 2000 til 2004 með Michael Schumacher í broddi fylkingar.

Eftir fyrstu æfingar leit út fyrir að Mercedes hefði yfirhöndina gegn Ferrari á Suzuka brautinni. Það varð ekki raunin í tímatökum sem fram fóru á sunnudagsmorgni vegna fellibylsins Hagibis sem gekk yfir Japan um helgina.
Aðeins fimm sinnum í sögu Formúlu 1 höfðu tímatökur verið haldnar samdægurs kappakstrinum. Í öll skiptin voru það Þjóðverjar sem enduðu á ráspól undir þeim kringumstæðum.
Sebastian Vettel ákvað að vera ekkert að brjóta þá hefð og tryggði sér ráspól eftir hreint út sagt magnaðann hring. Ferrari læstu fremstu röðinni er Charles Leclerc náði næstbesta tímanum.

Vettel fór hræðilega af stað og var dottin niður í annað sætið fyrir fyrstu beygju. Leclerc fór að sama skapi illa af stað.
Í annari beygju klessti Mónakó-búinn á Red Bull bíl Max Verstappen með þeim afleiðingum að Max varð frá að hverfa seinna í keppninni.
Leclerc kom sjötti í mark en eftir að hafa verið refsað fyrir atvikið á fyrsta hring féll hann niður í sjöunda sætið.
Valtteri Bottas flaug af stað og leiddi alla keppnina. Annar þar á eftir kom Sebastian Vettel, aðeins hálfri sekúndu á undan verðandi heimsmeistara, Lewis Hamilton.
Hamilton getur tryggt sér titilinn í næstu keppni sem fram fer í Mexíkó eftir tvær vikur.