Guðlaugur Victor: Ennþá hlutir sem ég þarf að læra Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 14. október 2019 21:34 Guðlaugur Victor í baráttunni í kvöld. Vísir/Vilhelm „Í heildina traust frammistaða. Ég var allt í lagi ánægður með Frakkaleikinn. Eins og ég sagði eftir þann leik þá voru nokkrir hlutir sem hefðu mátt fara betur," sagði Guðlaugur Victor Pálsson í samtali við Vísi eftir 2-0 sigurinn á Andorra á Laugardalsvelli í kvöld. „Í dag var allt annar leikur þar sem við vissum að við myndum vera miklu meira með boltann og sækja meira. Mér fannst ég koma ágætlega út úr því. Við unnum leikinn og héldum núllinu svo það er jákvætt.“ Í ljósi jafntefli Frakka og Tyrkja í kvöld verður að teljast afar ólíklegt að Ísland nái öðru sætinu sem gefur beint sæti á Evrópumótið. „Það var það og ekkert fagnað neitt,“ sagði Guðlaugur aðspurður hvort stemmningin hefði verið þung í klefanum eftir að leikmenn fengu fréttirnar af úrslitum leiksins í Frakklandi. „Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leikjum og klára þá. Treysta svo á að Andorra stríði þeim í síðasta leik. Við þurfum bara að vona það besta,“ en miðað við frammistöðu Andorra í dag verða þeir ekki mikil fyrirstaða fyrir Tyrki í nóvember. „Mikilvægast er að halda haus og ekki láta þá pirra sig. Við létum þá pirra okkur aðeins og hefðum ekkert átt að gera það. Við erum mikið betra fótboltalið og hefðum átt að einblína á okkur sjálfa. Þetta gengur og gerist og við unnum leikinn. Áfram gakk.“ Guðlaugur Victor lék í hægri bakvarðastöðunni í leikjunum tveimur gegn Frökkum á föstudag og Andorra í kvöld. „Það eru enn hlutir sem ég þarf að læra en ég fékk tvö mjög ólíka leiki sem var gott uppá reynsluna að gera. Frakkaleikurinn var meira varnarsinnaður en í dag var þetta meira sóknarsinnað. Gott að fá smjörþefinn af hvoru tveggja og svo þarf ég að skoða einhverjar klippur til að læra betur á þetta. Ég er tiltölulega sáttur.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Andorra 2-0 | Súrsætt kvöld í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30 Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
„Í heildina traust frammistaða. Ég var allt í lagi ánægður með Frakkaleikinn. Eins og ég sagði eftir þann leik þá voru nokkrir hlutir sem hefðu mátt fara betur," sagði Guðlaugur Victor Pálsson í samtali við Vísi eftir 2-0 sigurinn á Andorra á Laugardalsvelli í kvöld. „Í dag var allt annar leikur þar sem við vissum að við myndum vera miklu meira með boltann og sækja meira. Mér fannst ég koma ágætlega út úr því. Við unnum leikinn og héldum núllinu svo það er jákvætt.“ Í ljósi jafntefli Frakka og Tyrkja í kvöld verður að teljast afar ólíklegt að Ísland nái öðru sætinu sem gefur beint sæti á Evrópumótið. „Það var það og ekkert fagnað neitt,“ sagði Guðlaugur aðspurður hvort stemmningin hefði verið þung í klefanum eftir að leikmenn fengu fréttirnar af úrslitum leiksins í Frakklandi. „Við þurfum bara að einbeita okkur að okkar leikjum og klára þá. Treysta svo á að Andorra stríði þeim í síðasta leik. Við þurfum bara að vona það besta,“ en miðað við frammistöðu Andorra í dag verða þeir ekki mikil fyrirstaða fyrir Tyrki í nóvember. „Mikilvægast er að halda haus og ekki láta þá pirra sig. Við létum þá pirra okkur aðeins og hefðum ekkert átt að gera það. Við erum mikið betra fótboltalið og hefðum átt að einblína á okkur sjálfa. Þetta gengur og gerist og við unnum leikinn. Áfram gakk.“ Guðlaugur Victor lék í hægri bakvarðastöðunni í leikjunum tveimur gegn Frökkum á föstudag og Andorra í kvöld. „Það eru enn hlutir sem ég þarf að læra en ég fékk tvö mjög ólíka leiki sem var gott uppá reynsluna að gera. Frakkaleikurinn var meira varnarsinnaður en í dag var þetta meira sóknarsinnað. Gott að fá smjörþefinn af hvoru tveggja og svo þarf ég að skoða einhverjar klippur til að læra betur á þetta. Ég er tiltölulega sáttur.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Andorra 2-0 | Súrsætt kvöld í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30 Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Andorra 2-0 | Súrsætt kvöld í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30
Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Kolbeinn Sigþórsson fékk hæstu einkunn íslensku landsliðsmannanna í kvöld. 14. október 2019 21:02
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42
Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2019 21:01