Aldarafmæli Barnaheilla – Save the Children – helgað börnum á átakasvæðum Heimsljós kynnir 15. október 2019 10:00 Barnaheill - Save the Children Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children – eru 100 ára á þessu ári. Í tilefni af afmælinu blása samtökin til alþjóðlegs átaks undir yfirskriftinni „Stöðvum stríð gegn börnum“ en rúmlega 420 milljónir barna búa við stríðsástand, eða fimmta hvert barn í heiminum. „Á átakasvæðum úti um allan heim upplifa börn að ólýsanlegar hörmungar með hrikalegum afleiðingum, líkamlegum og andlegum, sem hafa áhrif á þau fyrir lífstíð,“ segir í frétt frá samtökunum sem staðhæfa að aldrei á síðustu tuttugu árum hafi börn verið í meiri hættu að verða fyrir skaða. „Börn eru sprengd, skotin, svelt og þeim nauðgað.“ Áætlað er að í það minnsta 550 þúsund kornabörn hafi látið lífið vegna stríðsátaka á árunum 2013 til 2017 í þeim tíu löndum þar sem hvað mest átök hafa geisað samkvæmt greiningu Barnaheilla – Save the Children. Það gera að meðaltali yfir 100 þúsund börn á ári. Kornabörnin létust vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka, svo sem hungurs, laskaðra innviða og óstarfhæfra sjúkrahúsa, skorts á aðgengi að heilsugæslu og hreinlæti og vegna þess að þeim var neitað um hjálp. Heildartala látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka er 870 þúsund þegar öll börn fimm ára og yngri eru talin með. Þessar áætlanir eru varlegar að sögn samtakanna. Þau áætla að á þessu fimm ára tímabili hafi nærri 175 þúsund hermenn fallið í átökunum sem þýðir að einn hermaður lætur lífið í átökum á móti fimm börnum. „Skólar eiga að vera griðastaður þar sem börn eru örugg frá stríði. Það er því miður ekki raunin. Börn verða fyrir árásum á hverjum degi og eru skólar í auknum mæli orðnir skotmörk. Árið 2017 áttu sér stað 1432 staðfestar árásir á skóla,“ segir í frétt Barnaheilla. „Stríð gegn börnum munu einungis taka enda þegar við öll – almenningur og yfirvöld, herforingjar og þjóðhöfðingjar – virða að börnum sé haldið utan við stríð. Stjórnvöld verða að taka afstöðu með og fylgja eftir alþjóðasamþykktum sem kveða á um að ólöglegt sé að sprengja upp börn. Þau verða að draga þá sem brjóta gegn börnum til ábyrgðar og veita börnum sem hafa mátt þola þjáningar stuðning.“ Breska baráttukonan Eglantyne Jebb, stofnandi Save the Children, sagði að á sínum tíma að barnsgrátur væri eina alþjóðlega tungumálið í heiminum. Hún hóf baráttu fyrir því að bjarga þjáðum börnum í stríðshrjáðri Evrópu árið 1919 og allar götur síðan hafa samtökin verndað og stutt við hundruð milljónir barna. Hundrað ára afmælisátak Barnaheilla – Save the Children – hófst formlega í Smáralind 4. október og allur ágóði af átakinu rennur til verkefna samtakanna í þágu barna í Sýrlandi og Jemen.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children – eru 100 ára á þessu ári. Í tilefni af afmælinu blása samtökin til alþjóðlegs átaks undir yfirskriftinni „Stöðvum stríð gegn börnum“ en rúmlega 420 milljónir barna búa við stríðsástand, eða fimmta hvert barn í heiminum. „Á átakasvæðum úti um allan heim upplifa börn að ólýsanlegar hörmungar með hrikalegum afleiðingum, líkamlegum og andlegum, sem hafa áhrif á þau fyrir lífstíð,“ segir í frétt frá samtökunum sem staðhæfa að aldrei á síðustu tuttugu árum hafi börn verið í meiri hættu að verða fyrir skaða. „Börn eru sprengd, skotin, svelt og þeim nauðgað.“ Áætlað er að í það minnsta 550 þúsund kornabörn hafi látið lífið vegna stríðsátaka á árunum 2013 til 2017 í þeim tíu löndum þar sem hvað mest átök hafa geisað samkvæmt greiningu Barnaheilla – Save the Children. Það gera að meðaltali yfir 100 þúsund börn á ári. Kornabörnin létust vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka, svo sem hungurs, laskaðra innviða og óstarfhæfra sjúkrahúsa, skorts á aðgengi að heilsugæslu og hreinlæti og vegna þess að þeim var neitað um hjálp. Heildartala látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka er 870 þúsund þegar öll börn fimm ára og yngri eru talin með. Þessar áætlanir eru varlegar að sögn samtakanna. Þau áætla að á þessu fimm ára tímabili hafi nærri 175 þúsund hermenn fallið í átökunum sem þýðir að einn hermaður lætur lífið í átökum á móti fimm börnum. „Skólar eiga að vera griðastaður þar sem börn eru örugg frá stríði. Það er því miður ekki raunin. Börn verða fyrir árásum á hverjum degi og eru skólar í auknum mæli orðnir skotmörk. Árið 2017 áttu sér stað 1432 staðfestar árásir á skóla,“ segir í frétt Barnaheilla. „Stríð gegn börnum munu einungis taka enda þegar við öll – almenningur og yfirvöld, herforingjar og þjóðhöfðingjar – virða að börnum sé haldið utan við stríð. Stjórnvöld verða að taka afstöðu með og fylgja eftir alþjóðasamþykktum sem kveða á um að ólöglegt sé að sprengja upp börn. Þau verða að draga þá sem brjóta gegn börnum til ábyrgðar og veita börnum sem hafa mátt þola þjáningar stuðning.“ Breska baráttukonan Eglantyne Jebb, stofnandi Save the Children, sagði að á sínum tíma að barnsgrátur væri eina alþjóðlega tungumálið í heiminum. Hún hóf baráttu fyrir því að bjarga þjáðum börnum í stríðshrjáðri Evrópu árið 1919 og allar götur síðan hafa samtökin verndað og stutt við hundruð milljónir barna. Hundrað ára afmælisátak Barnaheilla – Save the Children – hófst formlega í Smáralind 4. október og allur ágóði af átakinu rennur til verkefna samtakanna í þágu barna í Sýrlandi og Jemen.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent