Þykist vita um ástæðu lítilla vinsælda Shawshank Redemption framan af Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2019 13:12 Tim Robbins fór með hlutverk Andy Dufresne í kvikmyndinni Shawshank Redemption. Getty Bandaríski leikarinn Tim Robbins segir að hann þykist vita um helstu ástæðu þess að kvikmyndin Shawshank Redemption frá árinu 1994 hafi ekki notið mikilla vinsælda þegar hún fyrst kom út. Robbins ræðir um myndina í viðtali við Entertainment Weekly í tilefni af því að aldarfjórðungur er nú frá því að myndin kom út. Myndin byggir á sögu Stephen King og var bíóaðsóknin ekki góð þegar hún kom fyrst út. Viðhorf fólks til myndarinnar breyttist hins vegar fljótt og eftir því sem lengra leið frá frumsýningu. Er myndin nú talin klassík og skipar þannig efsta sæti á lista Imdb yfir bestu kvikmyndir allra tíma. Nú segir Robbins að hann telji sig vita ástæðu þess að myndin hafi ekki skilað miklu í kassann framan af. Það hafi einfaldlega verið titill myndarinnar – The Shawshank Redemption.„Þegar myndin kom út, og hún skilaði ekki miklu í miðasölu í kvikmyndahúsum, þá voru nokkrar skýringar gefnar. „Sko, það er titillinn, það man enginn titilinn“,“ segir Robbins í samtali við EW. „Og það er vit í því líka, þar sem í mörg ár eftir að myndin kom út, kom fólk upp að mér og sagði, „Þú veist, ég var mjög hrifinn af þér í myndinni Scrimshaw Reduction eða Shimmy, Shimmy, Shake eða Shankshaw“. Það voru svo mörg dæmi um hvernig fólk fór rangt með.“ Robbins fór með aðalhlutverk í myndinni ásamt Morgan Freeman. Sagði þar frá sögu Andy Dufresne og afplánun hans í fangelsi eftir að hafa verið ranglega dæmdur fyrir morð. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Leikarar sem höfnuðu risahlutverkum af misgáfulegum ástæðum Sumar kvikmyndir eru fyrir löngu orðnar klassískar og fólk á það meðal annars til að horfa aftur og aftur á þær. 16. september 2019 13:30 Týnd atriði úr Shawshank Redemption Í klippu með fréttinni sjáum við Tim Robbins og Morgan Freeman grínast með titil myndarinnar, leikstjórann Darabont að útskýra leikaravalið og tvær senur sem voru klipptar úr myndinni, 20. nóvember 2013 19:00 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Bandaríski leikarinn Tim Robbins segir að hann þykist vita um helstu ástæðu þess að kvikmyndin Shawshank Redemption frá árinu 1994 hafi ekki notið mikilla vinsælda þegar hún fyrst kom út. Robbins ræðir um myndina í viðtali við Entertainment Weekly í tilefni af því að aldarfjórðungur er nú frá því að myndin kom út. Myndin byggir á sögu Stephen King og var bíóaðsóknin ekki góð þegar hún kom fyrst út. Viðhorf fólks til myndarinnar breyttist hins vegar fljótt og eftir því sem lengra leið frá frumsýningu. Er myndin nú talin klassík og skipar þannig efsta sæti á lista Imdb yfir bestu kvikmyndir allra tíma. Nú segir Robbins að hann telji sig vita ástæðu þess að myndin hafi ekki skilað miklu í kassann framan af. Það hafi einfaldlega verið titill myndarinnar – The Shawshank Redemption.„Þegar myndin kom út, og hún skilaði ekki miklu í miðasölu í kvikmyndahúsum, þá voru nokkrar skýringar gefnar. „Sko, það er titillinn, það man enginn titilinn“,“ segir Robbins í samtali við EW. „Og það er vit í því líka, þar sem í mörg ár eftir að myndin kom út, kom fólk upp að mér og sagði, „Þú veist, ég var mjög hrifinn af þér í myndinni Scrimshaw Reduction eða Shimmy, Shimmy, Shake eða Shankshaw“. Það voru svo mörg dæmi um hvernig fólk fór rangt með.“ Robbins fór með aðalhlutverk í myndinni ásamt Morgan Freeman. Sagði þar frá sögu Andy Dufresne og afplánun hans í fangelsi eftir að hafa verið ranglega dæmdur fyrir morð.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Leikarar sem höfnuðu risahlutverkum af misgáfulegum ástæðum Sumar kvikmyndir eru fyrir löngu orðnar klassískar og fólk á það meðal annars til að horfa aftur og aftur á þær. 16. september 2019 13:30 Týnd atriði úr Shawshank Redemption Í klippu með fréttinni sjáum við Tim Robbins og Morgan Freeman grínast með titil myndarinnar, leikstjórann Darabont að útskýra leikaravalið og tvær senur sem voru klipptar úr myndinni, 20. nóvember 2013 19:00 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikarar sem höfnuðu risahlutverkum af misgáfulegum ástæðum Sumar kvikmyndir eru fyrir löngu orðnar klassískar og fólk á það meðal annars til að horfa aftur og aftur á þær. 16. september 2019 13:30
Týnd atriði úr Shawshank Redemption Í klippu með fréttinni sjáum við Tim Robbins og Morgan Freeman grínast með titil myndarinnar, leikstjórann Darabont að útskýra leikaravalið og tvær senur sem voru klipptar úr myndinni, 20. nóvember 2013 19:00