Þjálfari Búlgara biður enska landsliðið afsökunar Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. október 2019 10:00 Balakov ræðir við Sterling vísir/getty Krasimir Balakov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun í kjölfar leiksins gegn Englandi í undankeppni EM 2020 á dögunum. Þar biður hann meðal annars ensku landsliðsmennina afsökunar á hegðun stuðningsmanna Búlgara. „Ég fordæmi hvers kyns rasisma skilyrðislaust og lít á það sem óásættanlega hegðun í mannlegum samskiptum. Fordómar ættu að vera grafðir djúpt í okkar fortíð og enginn ætti nokkurn tímann að þurfa að upplifa kynþáttafordóma. Ég hef þjálfað mörg búlgörsk lið sem hafa haft leikmenn af ólíkum kynþáttum og hef aldrei dæmt menn eftir því.“ „Ummæli mín í aðdraganda leiksins, að Búlgarir ættu ekki í vandræðum með rasisma, voru byggð á því að þetta hefur ekki verið vandamál í búlgörsku úrvalsdeildinni. Stærstur hluti stuðningsmanna tekur ekki þátt í þessu og ég trúi því að svo hafi líka verið gegn Englandi,“ segir Balakov. Balakov hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín í viðtölum eftir leikinn en hann segir ummæli sín hafa verið tekin algjörlega úr samhengi. Hefur hann í kjölfarið mátt þola persónuárásir, meðal annars á samfélagsmiðlum. „Eitt þarf að vera algjörlega á hreinu að ég bið leikmenn enska landsliðsins innilegrar afsökunar. Á sama tíma vil ég koma því á framfæri að hatursfull ummæli í minn garð á samfélagsmiðlum verða ekki liðin. Orð mín eftir leikinn hafa verið tekin algjörlega úr samhengi og ég neyðist til að grípa til lagalegra úrræða ef þessum árásum linnir ekki,“ segir einnig í yfirlýsingu Balakov sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Búlgaría EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir að rasismi sé meira vandamál á Englandi en í Búlgaríu Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, er ekki ánægður með ummæli Gareth Southgate og segir að rasismi sé ekki vandamál í Búlgaríu. 14. október 2019 11:00 Þjálfari Búlgaríu skaut föstum skotum á stuðningsmenn Englands Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, lét gamminn geisa er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 tapið gegn Englandi í gærkvöldi. 15. október 2019 12:00 Þjálfari Búlgaríu kannast ekkert við rasíska söngva: „Ég heyrði ekkert“ Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt rasíska söngva á pöllunum er Búlgaría tapaði 6-0 fyrir Englandi í undankeppni EM. 15. október 2019 08:30 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira
Krasimir Balakov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun í kjölfar leiksins gegn Englandi í undankeppni EM 2020 á dögunum. Þar biður hann meðal annars ensku landsliðsmennina afsökunar á hegðun stuðningsmanna Búlgara. „Ég fordæmi hvers kyns rasisma skilyrðislaust og lít á það sem óásættanlega hegðun í mannlegum samskiptum. Fordómar ættu að vera grafðir djúpt í okkar fortíð og enginn ætti nokkurn tímann að þurfa að upplifa kynþáttafordóma. Ég hef þjálfað mörg búlgörsk lið sem hafa haft leikmenn af ólíkum kynþáttum og hef aldrei dæmt menn eftir því.“ „Ummæli mín í aðdraganda leiksins, að Búlgarir ættu ekki í vandræðum með rasisma, voru byggð á því að þetta hefur ekki verið vandamál í búlgörsku úrvalsdeildinni. Stærstur hluti stuðningsmanna tekur ekki þátt í þessu og ég trúi því að svo hafi líka verið gegn Englandi,“ segir Balakov. Balakov hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín í viðtölum eftir leikinn en hann segir ummæli sín hafa verið tekin algjörlega úr samhengi. Hefur hann í kjölfarið mátt þola persónuárásir, meðal annars á samfélagsmiðlum. „Eitt þarf að vera algjörlega á hreinu að ég bið leikmenn enska landsliðsins innilegrar afsökunar. Á sama tíma vil ég koma því á framfæri að hatursfull ummæli í minn garð á samfélagsmiðlum verða ekki liðin. Orð mín eftir leikinn hafa verið tekin algjörlega úr samhengi og ég neyðist til að grípa til lagalegra úrræða ef þessum árásum linnir ekki,“ segir einnig í yfirlýsingu Balakov sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Búlgaría EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir að rasismi sé meira vandamál á Englandi en í Búlgaríu Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, er ekki ánægður með ummæli Gareth Southgate og segir að rasismi sé ekki vandamál í Búlgaríu. 14. október 2019 11:00 Þjálfari Búlgaríu skaut föstum skotum á stuðningsmenn Englands Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, lét gamminn geisa er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 tapið gegn Englandi í gærkvöldi. 15. október 2019 12:00 Þjálfari Búlgaríu kannast ekkert við rasíska söngva: „Ég heyrði ekkert“ Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt rasíska söngva á pöllunum er Búlgaría tapaði 6-0 fyrir Englandi í undankeppni EM. 15. október 2019 08:30 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira
Segir að rasismi sé meira vandamál á Englandi en í Búlgaríu Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, er ekki ánægður með ummæli Gareth Southgate og segir að rasismi sé ekki vandamál í Búlgaríu. 14. október 2019 11:00
Þjálfari Búlgaríu skaut föstum skotum á stuðningsmenn Englands Krasimir Balakov, þjálfari Búlgaríu, lét gamminn geisa er hann ræddi við fjölmiðla eftir 6-0 tapið gegn Englandi í gærkvöldi. 15. október 2019 12:00
Þjálfari Búlgaríu kannast ekkert við rasíska söngva: „Ég heyrði ekkert“ Krasimir Balakov, þjálfari búlgarska landsliðsins, segist ekki hafa heyrt rasíska söngva á pöllunum er Búlgaría tapaði 6-0 fyrir Englandi í undankeppni EM. 15. október 2019 08:30